Mourinho: Drogba sá besti sem ég hef fengið til Chelsea Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2015 17:45 Psst; "Þú ert frábær, Didier." vísir/getty Didier Drogba, framherji Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, vill ekki yfirgefa liðið í lok leiktíðar heldur halda áfram að spila með því. Þessi frábæri Fílabeinsstrendingur, sem spilar nú með Chelsea öðru sinni eftir að hafa yfirgefið liðið 2012, fékk heiðursverðlaun fótboltafréttaritara á Englandi í gær. Hann spilaði fyrst með Chelsea frá 2004-2012 og skoraði þá 157 mörk í 341 leik í öllum keppnum. Drogba hefur unnið ensku úrvalsdeildina í þrígang með Chelsea, bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni. „Þegar maður hefur afrekað jafn mikið með einu liði og unnið svona marga titla eins og við höfum gert síðastliðinn áratug verður til eitthvað sérstakt,“ sagði Drogba í viðtali við Sky Sports eftir athöfnina. „Ég vona að félagið haldi mér í fjölskyldunni og þannig er komið fram við mig. Vonandi finnum við bestu lausnina fyrir báða aðila.“ José Mourinho ávarpaði mannskapinn og upplýsti að kaupin á Didier Drogba frá Marseille fyrir 24 milljónir punda væru þau bestu sem hann hefði gert hjá Chelsea. „Allan minn feril hef ég alltaf neitað því að segja hver er uppáhaldsleikmaðurinn minn eða besta persónan því það hafa svo margir gefið sál sína og barist til síðasta blóðdropa fyrir mig. En ef ég ætti að velja einn af þeim öllum, einn mann sem stendur fyrir öllu því góða sem maður vill sjá í einum leikmanni, þá myndi ég benda á Didier,“ sagði José Mourinho. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Didier Drogba, framherji Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, vill ekki yfirgefa liðið í lok leiktíðar heldur halda áfram að spila með því. Þessi frábæri Fílabeinsstrendingur, sem spilar nú með Chelsea öðru sinni eftir að hafa yfirgefið liðið 2012, fékk heiðursverðlaun fótboltafréttaritara á Englandi í gær. Hann spilaði fyrst með Chelsea frá 2004-2012 og skoraði þá 157 mörk í 341 leik í öllum keppnum. Drogba hefur unnið ensku úrvalsdeildina í þrígang með Chelsea, bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni. „Þegar maður hefur afrekað jafn mikið með einu liði og unnið svona marga titla eins og við höfum gert síðastliðinn áratug verður til eitthvað sérstakt,“ sagði Drogba í viðtali við Sky Sports eftir athöfnina. „Ég vona að félagið haldi mér í fjölskyldunni og þannig er komið fram við mig. Vonandi finnum við bestu lausnina fyrir báða aðila.“ José Mourinho ávarpaði mannskapinn og upplýsti að kaupin á Didier Drogba frá Marseille fyrir 24 milljónir punda væru þau bestu sem hann hefði gert hjá Chelsea. „Allan minn feril hef ég alltaf neitað því að segja hver er uppáhaldsleikmaðurinn minn eða besta persónan því það hafa svo margir gefið sál sína og barist til síðasta blóðdropa fyrir mig. En ef ég ætti að velja einn af þeim öllum, einn mann sem stendur fyrir öllu því góða sem maður vill sjá í einum leikmanni, þá myndi ég benda á Didier,“ sagði José Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira