Enski boltinn

City-banarnir í Middlesbrough fá Arsenal í næstu umferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Middlesbrough er svo sannarlega ekki að fara auðveldu leiðina í enska bikarnum en liðið sem sló Manchester City út um helgina dróst á móti Arsenal í sextán liða úrslitum keppninnar.

Middlesbrough vann 2-0 útisigur á Manchester City á Etihad Stadium um helgina en í næstu umferð þarf liðið að fara á Emirates Stadium og mæta Arsenal.

Chelsea-banarnir í Bradford City fá heimaleik á móti annaðhvort Sunderland eða Fulham en Bradford City vann 4-2 sigur á toppliði Chelsea um helgina þrátt fyrir að lenda 2-0 undir í fyrri hálfleik.

Takist Manchester United að slá út D-deildarlið Cambridge United bíður liðsins ferð til annaðhvort Preston North End eða Sheffield United í næstu umferð en bæði þau lið spila í ensku C-deildinni.

Liverpool eða Bolton mæta Crystal Palace á útivelli en liðin þurfa að spila aftur eftir markalaust jafntefli um helgina.



Átta liða úrslit enska bikarsins 2014-15:

Preston North End eða Sheffield United - Cambridge United eða Manchester United

Derby County - Reading

Blackburn Rovers - Rochdale eða Stoke City

Bradford City - Sunderland eða Fulham

West Bromwich Albion - West Ham

Aston Villa - Leicester City

Arsenal - Middlesbrough

Crystal Palace - Liverpool eða Bolton




Fleiri fréttir

Sjá meira


×