Hinn tapsári Gus Poyet vildi helst byggja Kínamúr í kringum Sunderland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2015 09:30 Gus Poyet, knattspyrnustjóri Sunderland, átti erfitt með að taka því að lið hans tapaði fyrir Bradford City í ensku bikarkeppninni í gær og kenndi bæði dómaranum og blaðamönnum um tapið. Bradford City er í ensku C-deildinni en hefur nú slegið út úrvalsdeildarlið í tveimur umferðum í röð, fyrst Chelsea í 32 liða úrslitunum og svo Sunderland í 16 liða úrslitunum. „Vandamálið eru þið en ekki ég," sagði Gus Poyet við fjölmiðlamennina sem voru mættir á blaðamannafundinn eftir leikinn en hann var ekki ánægður með hvernig haft var eftir honum eftir tapið á móti QPR í leiknum á undan. „Ég ætla ekki að blanda mér í þetta lengur. Ef við gætum byggt Kínamúr í kringum Sunderland þá væri það frábært," sagði Gus Poyet. „Þegar við hleypum ykkur inn og þið farið síðan út og skrifið bara það sem ykkur dettur í huga þá er komið upp vandamál. Ég bið alla stuðningsmenn Sunderland og fólkið í kringum félagið að hlusta bara á mig en ekki ykkur," sagði Poyet. Poyet var heldur ekki sáttur með það að vera spurður út í það af hverju Jermain Defoe var ekki með í leiknum. „Þið þurfið að vita alltof mikið og við reynum að gefa ykkur ekki alltof mikið af upplýsingum. Hann er meiddur, er í smá vandamálum með kálfann á sér og við vitum ekki hversu lengi hann verður frá," sagði Poyet. Poyet varð enn pirraðri þegar hann fór að tjá sig um dómara leiksins sem var Kevin Friend. Hann var enginn vinur Úrúgvæmannsins eftir þennan leik. „Við gerðum okkar besta og sjáum ekki eftir neinu því allir gáfu allt sitt miðað við kringumstæðurnar. Þeir náðu að skora í byrjun leiks en síðan fórum við að finna leiðir til að ógna Bradford. Þegar við þurftum að fá mark og dómarinn átti að dæma þá sinnti dómarinn hreinlega ekki starfinu sínu," sagði Poyet. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Sjá meira
Gus Poyet, knattspyrnustjóri Sunderland, átti erfitt með að taka því að lið hans tapaði fyrir Bradford City í ensku bikarkeppninni í gær og kenndi bæði dómaranum og blaðamönnum um tapið. Bradford City er í ensku C-deildinni en hefur nú slegið út úrvalsdeildarlið í tveimur umferðum í röð, fyrst Chelsea í 32 liða úrslitunum og svo Sunderland í 16 liða úrslitunum. „Vandamálið eru þið en ekki ég," sagði Gus Poyet við fjölmiðlamennina sem voru mættir á blaðamannafundinn eftir leikinn en hann var ekki ánægður með hvernig haft var eftir honum eftir tapið á móti QPR í leiknum á undan. „Ég ætla ekki að blanda mér í þetta lengur. Ef við gætum byggt Kínamúr í kringum Sunderland þá væri það frábært," sagði Gus Poyet. „Þegar við hleypum ykkur inn og þið farið síðan út og skrifið bara það sem ykkur dettur í huga þá er komið upp vandamál. Ég bið alla stuðningsmenn Sunderland og fólkið í kringum félagið að hlusta bara á mig en ekki ykkur," sagði Poyet. Poyet var heldur ekki sáttur með það að vera spurður út í það af hverju Jermain Defoe var ekki með í leiknum. „Þið þurfið að vita alltof mikið og við reynum að gefa ykkur ekki alltof mikið af upplýsingum. Hann er meiddur, er í smá vandamálum með kálfann á sér og við vitum ekki hversu lengi hann verður frá," sagði Poyet. Poyet varð enn pirraðri þegar hann fór að tjá sig um dómara leiksins sem var Kevin Friend. Hann var enginn vinur Úrúgvæmannsins eftir þennan leik. „Við gerðum okkar besta og sjáum ekki eftir neinu því allir gáfu allt sitt miðað við kringumstæðurnar. Þeir náðu að skora í byrjun leiks en síðan fórum við að finna leiðir til að ógna Bradford. Þegar við þurftum að fá mark og dómarinn átti að dæma þá sinnti dómarinn hreinlega ekki starfinu sínu," sagði Poyet.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Sjá meira