Feðgar númer tvö sem verða báðir meistarar utan Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2015 11:00 Eyjólfur Sverrisson og Hólmar Örn Eyjólfsson. Vísir/Getty Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í liði Rosenborg tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn í fótbolta en með Hólmar leikur landi hans Matthías Vilhjálmsson. Rosenborg gerði þá 3-3 jafntefli á móti Strömsgodset sem er í öðru sæti deildarinnar. Eftir þessi úrslit munar tíu stigum á liðunum en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þetta er fyrsti meistaratitill Rosenborg BK í fimm ár (síðast 2010) og fyrsti meistaratitill hins 25 ára gamla Hólmars Arnar á atvinnumannaferli hans. Hólmar Örn lék eftir afrek pabba síns, Eyjólfs Sverrissonar, að verða meistari í öðru landi. Eyjólfur Sverrisson var bæði þýskur og tyrkneskur meistari á sínum ferli en í bæði skiptin var hann undir stjórn Christoph Daum. Eyjólfur var með 3 mörk í 31 leik með Stuttgart þegar hann varð þýskur meistari með félaginu 1992 og þremur árum seinna var hann með með 9 mörk í 33 leikjum þegar hann hjálpaði Besiktas að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skorað eitt mark og gefið fjórar stoðsendingar í 27 leikjum með Rosenborg en hann hefur spilað alla leiki nema einn. Aðeins feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen hafa komist í þennan klúbb það er að verða báðir meistarar í efstu deild í öðru landi. Arnór Guðjohnsen var þrisvar belgískur meistari með Anderlecht frá 1985 til 1987 en Eiður Smári vann enska titilinn tvisvar með Chelsea (2005 og 2006) og spænska titilinn einu sinni með Barcelona (2009). Hólmar Örn Eyjólfsson kom til Rosenborg á miðju síðasta tímabili og vann sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur oftast spilað sem miðvörður á þessu tímabili en var í hlutverki hægri bakvarðar í jafntefli á móti Strömsgodset í gær. Eyjólfur spilaði margar stöður með Stuttgart á titilárinu, mest á miðjunni en einnig í vörninni. Hann spilaði mest á miðjunni hjá Besiktas. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í liði Rosenborg tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn í fótbolta en með Hólmar leikur landi hans Matthías Vilhjálmsson. Rosenborg gerði þá 3-3 jafntefli á móti Strömsgodset sem er í öðru sæti deildarinnar. Eftir þessi úrslit munar tíu stigum á liðunum en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þetta er fyrsti meistaratitill Rosenborg BK í fimm ár (síðast 2010) og fyrsti meistaratitill hins 25 ára gamla Hólmars Arnar á atvinnumannaferli hans. Hólmar Örn lék eftir afrek pabba síns, Eyjólfs Sverrissonar, að verða meistari í öðru landi. Eyjólfur Sverrisson var bæði þýskur og tyrkneskur meistari á sínum ferli en í bæði skiptin var hann undir stjórn Christoph Daum. Eyjólfur var með 3 mörk í 31 leik með Stuttgart þegar hann varð þýskur meistari með félaginu 1992 og þremur árum seinna var hann með með 9 mörk í 33 leikjum þegar hann hjálpaði Besiktas að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skorað eitt mark og gefið fjórar stoðsendingar í 27 leikjum með Rosenborg en hann hefur spilað alla leiki nema einn. Aðeins feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen hafa komist í þennan klúbb það er að verða báðir meistarar í efstu deild í öðru landi. Arnór Guðjohnsen var þrisvar belgískur meistari með Anderlecht frá 1985 til 1987 en Eiður Smári vann enska titilinn tvisvar með Chelsea (2005 og 2006) og spænska titilinn einu sinni með Barcelona (2009). Hólmar Örn Eyjólfsson kom til Rosenborg á miðju síðasta tímabili og vann sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur oftast spilað sem miðvörður á þessu tímabili en var í hlutverki hægri bakvarðar í jafntefli á móti Strömsgodset í gær. Eyjólfur spilaði margar stöður með Stuttgart á titilárinu, mest á miðjunni en einnig í vörninni. Hann spilaði mest á miðjunni hjá Besiktas.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn