Rússarnir sprengja borgina mína Snærós Sindradóttir skrifar 26. október 2015 10:11 Kinan Kadoni sýrlenskur flóttamaður er nú staddur hér á landi á vegum VG og vinstri flokka á norðurlöndum. „Það er eins og að deyja eitt hundrað sinnum að sitja hér og lesa í fréttum að rússneskar sveitir séu að sprengja í borginni minni. Það er eins og að deyja eitt hundrað sinnum þar til ég veit hvað gerðist, hvar þeir skutu og hver dó,“ segir Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður sem er hér á landi á vegum Vinstri grænna og samtaka norræna vinstriflokka. Hann talaði á vegum þeirra fyrrnefndu á landsfundi á sunnudag en á vegum norrænu flokkanna í dag.Kinan á móður og tvo bræður í borginni Saraqib í norðvesturhluta Sýrlands. Hann flúði Sýrland fyrir fimm árum, tveimur mánuðum áður en stríð braust þar út. Hann er í raun liðhlaupi úr sýrlenska hernum. 21 árs gamall var hann í tækniskóla og hefði verið tekinn í herinn um leið og skólagöngu lauk. Hann flúði einungis nokkrum dögum fyrir lokaprófið. „Eldri bróðir minn fór í herinn. Hann er veikur í bakinu en var settur í sérsveitina, sem fylgir erfiðasta þjálfunin og mesta álagið. Honum var sagt að til þess að fá auð- veldari verkefni yrði hann að borga undir borðið. Það voru tvö erfið ár sem við eyddum í að borga fyrir hann svo herþjónustan væri honum bærilegri.“Kinan hefur hæli í Belgíu og hefur nú, tæpum fimm árum síðar, fengið vegabréf og er þar með kleift að ferðast. Hann setur það skilyrði fyrir viðtalinu að ræða ekki hvernig hann komst frá Sýrlandi til Belgíu, svo þungbær var sú ferð. „Þegar ég fór frá Sýrlandi hafði ég aldrei verið að heiman. Ég hafði kannski gist þrjár til fjórar nætur utan heimilis míns alla mína ævi. Frændi minn bjó í Belgíu og það kom ekki annað til greina. Ég gat ekki valið land þar sem ég þekkti engan.“ Það tók langan tíma fyrir Kinan að fá hæli í Belgíu. Málsmeðferðin tók þrjú og hálft ár og á þeim tíma bjó hann í athvarfi fyrri hælisleitendur, með sjö evrur á viku í vasapening. „Sumir í Sýrlandi segja að ég sé heppinn að hafa flúið en ég sé það ekki þannig. Ef ég hefði verið í Sýrlandi þegar stríðið braust út hefði ég orðið eftir. Aðstæður móður minnar og bræðra verða verri með hverjum deginum en þau þrauka. Í okkar huga er mjög erfitt að yfirgefa heimili okkar.“Í september á þessu ári fékk Kinan vegabréf í Belgíu. Þá stóð hann frammi fyrir þeim valkosti að fara til Sýrlands og heimsækja fjölskyldu sína, eða fara til Grikklands að hjálpa flóttamönnum sem fara yfir hafið. Hann valdi eyjuna Lesbos á Grikklandi. „Mér leið eins og ég yrði að vera þar. Áður en ég fór til Grikklands reyndi ég að fá mömmu mína til að koma þangað með bát. Ég sagði henni að það væri auðvelt og hún yrði að gera það. En í Grikklandi hugsaði ég með mér að sem betur fer hefði hún sagt nei. Ég get ekki sætt mig við hugmyndina um mömmu í þessari aðstöðu.“ „Börnin voru sárasti hlutinn fyrir okkur öll. Hjartað brestur þegar þú horfir í augun á þeim og sérð þau gráta. En samt, ég spurði einn hvers vegna hann væri þarna og hann svaraði því að kennarinn sinn hefði sagt að nú væri enginn skóli og allir þyrftu að fara í frí.“ „Á einhvern hátt fannst mér það gott, því hann skildi ekki hvað var að gerast en á sama tíma varð ég svo sorgmæddur því hann vissi ekki hvað beið hans og í hvaða aðstæðum hann væri.“„Það sat lítil stelpa á ströndinni og var að teikna. Hún sagði mér að sig langaði að verða læknir, fara heim aftur og hjálpa fólkinu. Og þetta sagði hún bara brosandi og teiknandi. Sum börn voru eins og hleðslutæki. Eftir langan og erfiðan dag gáfu þau okkur orku til að halda áfram.“ En er Belgía, eftir fimm ár, orðin eins og heimili Kinans? „Belgía var heimili mitt áður en ég fór til Grikklands en ekki lengur. Hugur minn er enn í Grikklandi og mér líður eins og ég sé ókunnugur í landinu. Á nóttunni þegar ég ligg í mjúka rúminu mínu og fæ fréttir um að bátur sé að koma til Lesbos þá finn ég svo sterkt að ég eigi ekki að vera þarna. Ég nýt þess ekki lengur að sofa. Ég nýt ekki heita vatnsins og ég nýt ekki matar. Ég finn ekki bragðið af honum lengur.“ Kinan segist vona að stríðinu í Sýrlandi ljúki en hefur ekki trú á því. „Núna er Sýrland fullt af vopnum. Næstum allir eiga byssu. Stundum óttast ég að ástandið verði eins og í Sómalíu. Það er stríðið sem ég óttast mest, stríðið sem kemur á eftir þessu.“ Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
„Það er eins og að deyja eitt hundrað sinnum að sitja hér og lesa í fréttum að rússneskar sveitir séu að sprengja í borginni minni. Það er eins og að deyja eitt hundrað sinnum þar til ég veit hvað gerðist, hvar þeir skutu og hver dó,“ segir Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður sem er hér á landi á vegum Vinstri grænna og samtaka norræna vinstriflokka. Hann talaði á vegum þeirra fyrrnefndu á landsfundi á sunnudag en á vegum norrænu flokkanna í dag.Kinan á móður og tvo bræður í borginni Saraqib í norðvesturhluta Sýrlands. Hann flúði Sýrland fyrir fimm árum, tveimur mánuðum áður en stríð braust þar út. Hann er í raun liðhlaupi úr sýrlenska hernum. 21 árs gamall var hann í tækniskóla og hefði verið tekinn í herinn um leið og skólagöngu lauk. Hann flúði einungis nokkrum dögum fyrir lokaprófið. „Eldri bróðir minn fór í herinn. Hann er veikur í bakinu en var settur í sérsveitina, sem fylgir erfiðasta þjálfunin og mesta álagið. Honum var sagt að til þess að fá auð- veldari verkefni yrði hann að borga undir borðið. Það voru tvö erfið ár sem við eyddum í að borga fyrir hann svo herþjónustan væri honum bærilegri.“Kinan hefur hæli í Belgíu og hefur nú, tæpum fimm árum síðar, fengið vegabréf og er þar með kleift að ferðast. Hann setur það skilyrði fyrir viðtalinu að ræða ekki hvernig hann komst frá Sýrlandi til Belgíu, svo þungbær var sú ferð. „Þegar ég fór frá Sýrlandi hafði ég aldrei verið að heiman. Ég hafði kannski gist þrjár til fjórar nætur utan heimilis míns alla mína ævi. Frændi minn bjó í Belgíu og það kom ekki annað til greina. Ég gat ekki valið land þar sem ég þekkti engan.“ Það tók langan tíma fyrir Kinan að fá hæli í Belgíu. Málsmeðferðin tók þrjú og hálft ár og á þeim tíma bjó hann í athvarfi fyrri hælisleitendur, með sjö evrur á viku í vasapening. „Sumir í Sýrlandi segja að ég sé heppinn að hafa flúið en ég sé það ekki þannig. Ef ég hefði verið í Sýrlandi þegar stríðið braust út hefði ég orðið eftir. Aðstæður móður minnar og bræðra verða verri með hverjum deginum en þau þrauka. Í okkar huga er mjög erfitt að yfirgefa heimili okkar.“Í september á þessu ári fékk Kinan vegabréf í Belgíu. Þá stóð hann frammi fyrir þeim valkosti að fara til Sýrlands og heimsækja fjölskyldu sína, eða fara til Grikklands að hjálpa flóttamönnum sem fara yfir hafið. Hann valdi eyjuna Lesbos á Grikklandi. „Mér leið eins og ég yrði að vera þar. Áður en ég fór til Grikklands reyndi ég að fá mömmu mína til að koma þangað með bát. Ég sagði henni að það væri auðvelt og hún yrði að gera það. En í Grikklandi hugsaði ég með mér að sem betur fer hefði hún sagt nei. Ég get ekki sætt mig við hugmyndina um mömmu í þessari aðstöðu.“ „Börnin voru sárasti hlutinn fyrir okkur öll. Hjartað brestur þegar þú horfir í augun á þeim og sérð þau gráta. En samt, ég spurði einn hvers vegna hann væri þarna og hann svaraði því að kennarinn sinn hefði sagt að nú væri enginn skóli og allir þyrftu að fara í frí.“ „Á einhvern hátt fannst mér það gott, því hann skildi ekki hvað var að gerast en á sama tíma varð ég svo sorgmæddur því hann vissi ekki hvað beið hans og í hvaða aðstæðum hann væri.“„Það sat lítil stelpa á ströndinni og var að teikna. Hún sagði mér að sig langaði að verða læknir, fara heim aftur og hjálpa fólkinu. Og þetta sagði hún bara brosandi og teiknandi. Sum börn voru eins og hleðslutæki. Eftir langan og erfiðan dag gáfu þau okkur orku til að halda áfram.“ En er Belgía, eftir fimm ár, orðin eins og heimili Kinans? „Belgía var heimili mitt áður en ég fór til Grikklands en ekki lengur. Hugur minn er enn í Grikklandi og mér líður eins og ég sé ókunnugur í landinu. Á nóttunni þegar ég ligg í mjúka rúminu mínu og fæ fréttir um að bátur sé að koma til Lesbos þá finn ég svo sterkt að ég eigi ekki að vera þarna. Ég nýt þess ekki lengur að sofa. Ég nýt ekki heita vatnsins og ég nýt ekki matar. Ég finn ekki bragðið af honum lengur.“ Kinan segist vona að stríðinu í Sýrlandi ljúki en hefur ekki trú á því. „Núna er Sýrland fullt af vopnum. Næstum allir eiga byssu. Stundum óttast ég að ástandið verði eins og í Sómalíu. Það er stríðið sem ég óttast mest, stríðið sem kemur á eftir þessu.“
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira