Flugmaðurinn tilkynnti tæknilega örðugleika Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2015 10:15 Ættingi eins farþegans grætur á flugvellinum í St. Pétursborg. Vísir/AFP Rússnesk farþegaflugvél brotlenti á Sinai-skaga í nótt með 224 manneskjur um borð. Embættismenn í Egyptalandi segja að líklegast séu allir farþegar látnir. Brak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um er að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Flugvélin var á leið frá vinsælum ferðamannastað við Rauðahafið til St. Pétursborgar þegar hún brotlenti. 217 farþegar voru um borð, þar af 17 börn og auk þeirra voru sjö áhafnarmeðlimir um borð. Allir farþegar vélarinnar eru sagðir hafa verið frá Rússlandi. BBC segir frá því að flugvélin hafi lækkað flugið mjög hratt, áður en hún hvarf af ratsjám. Þá er því haldið fram af Flightradar að hraði vélarinnar hafi lækkað mjög á síðustu sekúndunum. Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur embættismönnum að fljúga þegar af stað til Sýrlands og hjálpa til við björgunarstörf. Þá hefur forsetinn lýst yfir að á morgun verður þjóðarsorg í Rússlandi. Þá hafa yfirvöld í Moskvu hafið rannsókn á flugfélaginu og aðdraganda slyssins. Kannað verður hvort að öryggisreglur hafi verið brotnar.More data from flight #7K9268 shows very big changes in vertical speed last 20 seconds. https://t.co/KNB0j26hba pic.twitter.com/AJNSiSQstZ— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015 Björgunarmenn eru sagðir vera komnir að flakinu og segja þeir að það sé í fjalllendi og að veðurskilyrði séu slæm. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði flugmaður vélarinnar tilkynnt tæknilega örðugleika skömmu áður en flugumferðarstjórar misstu samband við vélina. Flugmaðurinn sagðist ætla að lenda vélinni á næsta flugvelli. Flugvélin brotlenti í um 50 kílómetra fjarlægð frá El Arish flugvellinu, þar sem flugmaðurinn ætlaði að framkvæmda nauðlendingu.Vélin fannst á þessu svæði. Looping playback of #7K9268. Last data recorded at 04:13:22 UTC https://t.co/RlcJTpDHwI pic.twitter.com/fb2aDxPUBw— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Rússnesk farþegaflugvél brotlenti á Sinai-skaga í nótt með 224 manneskjur um borð. Embættismenn í Egyptalandi segja að líklegast séu allir farþegar látnir. Brak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um er að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Flugvélin var á leið frá vinsælum ferðamannastað við Rauðahafið til St. Pétursborgar þegar hún brotlenti. 217 farþegar voru um borð, þar af 17 börn og auk þeirra voru sjö áhafnarmeðlimir um borð. Allir farþegar vélarinnar eru sagðir hafa verið frá Rússlandi. BBC segir frá því að flugvélin hafi lækkað flugið mjög hratt, áður en hún hvarf af ratsjám. Þá er því haldið fram af Flightradar að hraði vélarinnar hafi lækkað mjög á síðustu sekúndunum. Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur embættismönnum að fljúga þegar af stað til Sýrlands og hjálpa til við björgunarstörf. Þá hefur forsetinn lýst yfir að á morgun verður þjóðarsorg í Rússlandi. Þá hafa yfirvöld í Moskvu hafið rannsókn á flugfélaginu og aðdraganda slyssins. Kannað verður hvort að öryggisreglur hafi verið brotnar.More data from flight #7K9268 shows very big changes in vertical speed last 20 seconds. https://t.co/KNB0j26hba pic.twitter.com/AJNSiSQstZ— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015 Björgunarmenn eru sagðir vera komnir að flakinu og segja þeir að það sé í fjalllendi og að veðurskilyrði séu slæm. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði flugmaður vélarinnar tilkynnt tæknilega örðugleika skömmu áður en flugumferðarstjórar misstu samband við vélina. Flugmaðurinn sagðist ætla að lenda vélinni á næsta flugvelli. Flugvélin brotlenti í um 50 kílómetra fjarlægð frá El Arish flugvellinu, þar sem flugmaðurinn ætlaði að framkvæmda nauðlendingu.Vélin fannst á þessu svæði. Looping playback of #7K9268. Last data recorded at 04:13:22 UTC https://t.co/RlcJTpDHwI pic.twitter.com/fb2aDxPUBw— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira