Flugvélin var á leið frá vinsælum ferðamannastað við Rauðahafið til St. Pétursborgar þegar hún brotlenti. 217 farþegar voru um borð, þar af 17 börn og auk þeirra voru sjö áhafnarmeðlimir um borð. Allir farþegar vélarinnar eru sagðir hafa verið frá Rússlandi.
BBC segir frá því að flugvélin hafi lækkað flugið mjög hratt, áður en hún hvarf af ratsjám. Þá er því haldið fram af Flightradar að hraði vélarinnar hafi lækkað mjög á síðustu sekúndunum.
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur embættismönnum að fljúga þegar af stað til Sýrlands og hjálpa til við björgunarstörf. Þá hefur forsetinn lýst yfir að á morgun verður þjóðarsorg í Rússlandi.
Þá hafa yfirvöld í Moskvu hafið rannsókn á flugfélaginu og aðdraganda slyssins. Kannað verður hvort að öryggisreglur hafi verið brotnar.
More data from flight #7K9268 shows very big changes in vertical speed last 20 seconds.
https://t.co/KNB0j26hba pic.twitter.com/AJNSiSQstZ
— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015
Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði flugmaður vélarinnar tilkynnt tæknilega örðugleika skömmu áður en flugumferðarstjórar misstu samband við vélina. Flugmaðurinn sagðist ætla að lenda vélinni á næsta flugvelli. Flugvélin brotlenti í um 50 kílómetra fjarlægð frá El Arish flugvellinu, þar sem flugmaðurinn ætlaði að framkvæmda nauðlendingu.
Looping playback of #7K9268. Last data recorded at 04:13:22 UTC https://t.co/RlcJTpDHwI pic.twitter.com/fb2aDxPUBw
— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015