Hlutfallslega næstmest rafbílasala hér á landi Sæunn Gísladóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 Nissan er vinsælastur af þeim rafbílum sem hafa verið skráðir í ár. NordicPhotos/Getty Fjöldi vistvænna bifreiða á Íslandi hefur þrefaldast síðan árið 2010 og hefur mestur vöxtur verið í rafbílum. Í umferð eru 695 rafbílar núna og er því spáð að þeir verði 1.200 árið 2016. Ísland er hlutfallslega næststærsta land í heimi, á eftir Noregi, í sölu rafbíla. Þörf er á að bæta innviði fyrir bílana, meðal annars með langtíma stefnumótun stjórnvalda og breytingu á byggingareglugerðum til þess að gera heimahleðslur nógu öflugar. Þetta kom fram á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands, Rafbílavæðing á Íslandi. Hver er staðan? sem fór fram í gær. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka, gerði grein fyrir stöðu í stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Hann benti á að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum hér á landi hefði tífaldast síðan árið 2010. Rafbílasala hefði numið 30 til 40 á mánuði á árinu og verið umfram spár. Gert er ráð fyrir heildarendurskoðun á skattlagningu samgangna á árinu 2016. Jón Björn greindi frá því að nokkur óvissa lægi í kringum skattaívilnanir og annað. Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að þörf væri á langtíma stefnumótun stjórnvalda varðandi skatta og uppbyggingu innviða. Sextíu og sjö milljónir króna eru á fjárlögum árið 2016 fyrir uppbyggingu rafinnviða. „Þetta er kannski ekki mjög há tala, en þetta er stórt skref fram á við frá núlli,“ sagði Jón Björn.Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka. vísir/GVAJón Björn gerði grein fyrir skoðanakönnun sem gerð var á meðal rafbílaeigenda. Almennt væri mikil ánægja á meðal þeirra með bílana. „Ég hef ekki hitt neinn enn sem er óánægður með bílinn,“ sagði Jón Björn. Langflestir eiga þó annan bíl að auki. Flestir nefndu fjárhagslegan sparnað og umhverfisvitund sem ástæðu þess að vera á rafbíl. Níutíu prósent væru ánægð með hraðhleðslustöðvarnar, en ekki væri alltaf ánægja með staðsetningar. Áhugi væri á hraðhleðslustöðvum meðal annars á Granda, í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á landsbyggðinni. Einnig væri áhugi fyrir smáforriti til að sjá hvort einhverjir séu á hraðhleðslustöðinni. Rafvæðing skipaflotans enn þá stærra mál Í erindi sínu á ráðstefninu vék Jón Björn Skúlason að rafvæðingu skipaflotans sem hann telur í raun miklu stærra mál en rafvæðingu bílaflotans. Hann sagði að mikill áhugi væri á því að skoða rafvæðingu haftengdrar starfsemi, verið væri að skoða nokkra mismunandi þætti og margir fundir hefðu verið haldnir. Hann nefndi dæmi um hvalaskoðunarbát sem var rafvæddur á Húsavík. Báturinn fer 250 hvalaskoðunarferðir á ári og sparnaðurinn á honum er álíka og á fjörutíu rafbílum. Það er því gríðarlegur ávinningur í rafvæðingu skipa. Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Fjöldi vistvænna bifreiða á Íslandi hefur þrefaldast síðan árið 2010 og hefur mestur vöxtur verið í rafbílum. Í umferð eru 695 rafbílar núna og er því spáð að þeir verði 1.200 árið 2016. Ísland er hlutfallslega næststærsta land í heimi, á eftir Noregi, í sölu rafbíla. Þörf er á að bæta innviði fyrir bílana, meðal annars með langtíma stefnumótun stjórnvalda og breytingu á byggingareglugerðum til þess að gera heimahleðslur nógu öflugar. Þetta kom fram á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands, Rafbílavæðing á Íslandi. Hver er staðan? sem fór fram í gær. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka, gerði grein fyrir stöðu í stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Hann benti á að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum hér á landi hefði tífaldast síðan árið 2010. Rafbílasala hefði numið 30 til 40 á mánuði á árinu og verið umfram spár. Gert er ráð fyrir heildarendurskoðun á skattlagningu samgangna á árinu 2016. Jón Björn greindi frá því að nokkur óvissa lægi í kringum skattaívilnanir og annað. Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að þörf væri á langtíma stefnumótun stjórnvalda varðandi skatta og uppbyggingu innviða. Sextíu og sjö milljónir króna eru á fjárlögum árið 2016 fyrir uppbyggingu rafinnviða. „Þetta er kannski ekki mjög há tala, en þetta er stórt skref fram á við frá núlli,“ sagði Jón Björn.Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka. vísir/GVAJón Björn gerði grein fyrir skoðanakönnun sem gerð var á meðal rafbílaeigenda. Almennt væri mikil ánægja á meðal þeirra með bílana. „Ég hef ekki hitt neinn enn sem er óánægður með bílinn,“ sagði Jón Björn. Langflestir eiga þó annan bíl að auki. Flestir nefndu fjárhagslegan sparnað og umhverfisvitund sem ástæðu þess að vera á rafbíl. Níutíu prósent væru ánægð með hraðhleðslustöðvarnar, en ekki væri alltaf ánægja með staðsetningar. Áhugi væri á hraðhleðslustöðvum meðal annars á Granda, í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á landsbyggðinni. Einnig væri áhugi fyrir smáforriti til að sjá hvort einhverjir séu á hraðhleðslustöðinni. Rafvæðing skipaflotans enn þá stærra mál Í erindi sínu á ráðstefninu vék Jón Björn Skúlason að rafvæðingu skipaflotans sem hann telur í raun miklu stærra mál en rafvæðingu bílaflotans. Hann sagði að mikill áhugi væri á því að skoða rafvæðingu haftengdrar starfsemi, verið væri að skoða nokkra mismunandi þætti og margir fundir hefðu verið haldnir. Hann nefndi dæmi um hvalaskoðunarbát sem var rafvæddur á Húsavík. Báturinn fer 250 hvalaskoðunarferðir á ári og sparnaðurinn á honum er álíka og á fjörutíu rafbílum. Það er því gríðarlegur ávinningur í rafvæðingu skipa.
Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira