Hlutfallslega næstmest rafbílasala hér á landi Sæunn Gísladóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 Nissan er vinsælastur af þeim rafbílum sem hafa verið skráðir í ár. NordicPhotos/Getty Fjöldi vistvænna bifreiða á Íslandi hefur þrefaldast síðan árið 2010 og hefur mestur vöxtur verið í rafbílum. Í umferð eru 695 rafbílar núna og er því spáð að þeir verði 1.200 árið 2016. Ísland er hlutfallslega næststærsta land í heimi, á eftir Noregi, í sölu rafbíla. Þörf er á að bæta innviði fyrir bílana, meðal annars með langtíma stefnumótun stjórnvalda og breytingu á byggingareglugerðum til þess að gera heimahleðslur nógu öflugar. Þetta kom fram á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands, Rafbílavæðing á Íslandi. Hver er staðan? sem fór fram í gær. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka, gerði grein fyrir stöðu í stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Hann benti á að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum hér á landi hefði tífaldast síðan árið 2010. Rafbílasala hefði numið 30 til 40 á mánuði á árinu og verið umfram spár. Gert er ráð fyrir heildarendurskoðun á skattlagningu samgangna á árinu 2016. Jón Björn greindi frá því að nokkur óvissa lægi í kringum skattaívilnanir og annað. Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að þörf væri á langtíma stefnumótun stjórnvalda varðandi skatta og uppbyggingu innviða. Sextíu og sjö milljónir króna eru á fjárlögum árið 2016 fyrir uppbyggingu rafinnviða. „Þetta er kannski ekki mjög há tala, en þetta er stórt skref fram á við frá núlli,“ sagði Jón Björn.Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka. vísir/GVAJón Björn gerði grein fyrir skoðanakönnun sem gerð var á meðal rafbílaeigenda. Almennt væri mikil ánægja á meðal þeirra með bílana. „Ég hef ekki hitt neinn enn sem er óánægður með bílinn,“ sagði Jón Björn. Langflestir eiga þó annan bíl að auki. Flestir nefndu fjárhagslegan sparnað og umhverfisvitund sem ástæðu þess að vera á rafbíl. Níutíu prósent væru ánægð með hraðhleðslustöðvarnar, en ekki væri alltaf ánægja með staðsetningar. Áhugi væri á hraðhleðslustöðvum meðal annars á Granda, í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á landsbyggðinni. Einnig væri áhugi fyrir smáforriti til að sjá hvort einhverjir séu á hraðhleðslustöðinni. Rafvæðing skipaflotans enn þá stærra mál Í erindi sínu á ráðstefninu vék Jón Björn Skúlason að rafvæðingu skipaflotans sem hann telur í raun miklu stærra mál en rafvæðingu bílaflotans. Hann sagði að mikill áhugi væri á því að skoða rafvæðingu haftengdrar starfsemi, verið væri að skoða nokkra mismunandi þætti og margir fundir hefðu verið haldnir. Hann nefndi dæmi um hvalaskoðunarbát sem var rafvæddur á Húsavík. Báturinn fer 250 hvalaskoðunarferðir á ári og sparnaðurinn á honum er álíka og á fjörutíu rafbílum. Það er því gríðarlegur ávinningur í rafvæðingu skipa. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Fjöldi vistvænna bifreiða á Íslandi hefur þrefaldast síðan árið 2010 og hefur mestur vöxtur verið í rafbílum. Í umferð eru 695 rafbílar núna og er því spáð að þeir verði 1.200 árið 2016. Ísland er hlutfallslega næststærsta land í heimi, á eftir Noregi, í sölu rafbíla. Þörf er á að bæta innviði fyrir bílana, meðal annars með langtíma stefnumótun stjórnvalda og breytingu á byggingareglugerðum til þess að gera heimahleðslur nógu öflugar. Þetta kom fram á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands, Rafbílavæðing á Íslandi. Hver er staðan? sem fór fram í gær. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka, gerði grein fyrir stöðu í stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Hann benti á að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum hér á landi hefði tífaldast síðan árið 2010. Rafbílasala hefði numið 30 til 40 á mánuði á árinu og verið umfram spár. Gert er ráð fyrir heildarendurskoðun á skattlagningu samgangna á árinu 2016. Jón Björn greindi frá því að nokkur óvissa lægi í kringum skattaívilnanir og annað. Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að þörf væri á langtíma stefnumótun stjórnvalda varðandi skatta og uppbyggingu innviða. Sextíu og sjö milljónir króna eru á fjárlögum árið 2016 fyrir uppbyggingu rafinnviða. „Þetta er kannski ekki mjög há tala, en þetta er stórt skref fram á við frá núlli,“ sagði Jón Björn.Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka. vísir/GVAJón Björn gerði grein fyrir skoðanakönnun sem gerð var á meðal rafbílaeigenda. Almennt væri mikil ánægja á meðal þeirra með bílana. „Ég hef ekki hitt neinn enn sem er óánægður með bílinn,“ sagði Jón Björn. Langflestir eiga þó annan bíl að auki. Flestir nefndu fjárhagslegan sparnað og umhverfisvitund sem ástæðu þess að vera á rafbíl. Níutíu prósent væru ánægð með hraðhleðslustöðvarnar, en ekki væri alltaf ánægja með staðsetningar. Áhugi væri á hraðhleðslustöðvum meðal annars á Granda, í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á landsbyggðinni. Einnig væri áhugi fyrir smáforriti til að sjá hvort einhverjir séu á hraðhleðslustöðinni. Rafvæðing skipaflotans enn þá stærra mál Í erindi sínu á ráðstefninu vék Jón Björn Skúlason að rafvæðingu skipaflotans sem hann telur í raun miklu stærra mál en rafvæðingu bílaflotans. Hann sagði að mikill áhugi væri á því að skoða rafvæðingu haftengdrar starfsemi, verið væri að skoða nokkra mismunandi þætti og margir fundir hefðu verið haldnir. Hann nefndi dæmi um hvalaskoðunarbát sem var rafvæddur á Húsavík. Báturinn fer 250 hvalaskoðunarferðir á ári og sparnaðurinn á honum er álíka og á fjörutíu rafbílum. Það er því gríðarlegur ávinningur í rafvæðingu skipa.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira