Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2015 15:39 vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. Hann sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru á mjög traustum stjórnskipunarlegum grunni. Utanríkismál væru á forræði framkvæmdavaldsins en ekki löggjafans og því geti Alþingi ekki gripið inn í meðferð utanríkismála. Hann beri þó virðingu fyrir því að stjórnarandstöðunni hafi þótt fram hjá sér og þinginu gengið. Þá sagði Gunnar að það ætti engum að dyljast að ríkisstjórnin hafi haft það á stefnuskránni að binda endi á umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu. Stefna ríkisstjórnarflokkanna hefði öllum verið ljós og því hefðu flokkarnir fengið skýrt brautargengi í kosningunum. „Það fóru fram kosningar þar sem afstaða fyrra þings laut í lægra haldi og gjörbreytti pólitísku landslagi á Íslandi. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus og mönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðislega stjórnarhætti síðustu daga. Í því samhengi verður að halda því til haga að það samræmist ekki lýðræðislegum stjórnarháttum ef ný ríkisstjórn er bundin því að fylgja eftir stefnumálum fyrri ríkisstjórnar sem kjósendur hafa hafnað,“ sagði Gunnar Bragi. „Mín skoðun er síðan sú að til að endurvekja þetta ferli þá þurfi að endurnýja umsóknina og það fari best á því að það það verði þjóðin sem það geri í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig að því verði staðið er mál seinni tíma. Síðari ríkisstjórna en ekki síður ESB sem leggur línurnar um hvernig staðið verði að málum. Nú er staðan sú að málið er á borði ESB og það er fyrir sambandið að vega það og meta hvernig það bregst við bréfinu,“ sagði hann jafnframt og bætti við að hann ætti ekki von á öðru en að Evrópusambandið myndi fallast á beiðni íslenskra stjórnvalda.Hægt er að hlusta á ræðu Gunnars Braga í heild hér. Alþingi Tengdar fréttir Tilraun til að lenda ESB málinu í góðu Ákvörðunin tekin í samráði við ESB. 16. mars 2015 18:59 Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05 Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15 Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. Hann sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru á mjög traustum stjórnskipunarlegum grunni. Utanríkismál væru á forræði framkvæmdavaldsins en ekki löggjafans og því geti Alþingi ekki gripið inn í meðferð utanríkismála. Hann beri þó virðingu fyrir því að stjórnarandstöðunni hafi þótt fram hjá sér og þinginu gengið. Þá sagði Gunnar að það ætti engum að dyljast að ríkisstjórnin hafi haft það á stefnuskránni að binda endi á umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu. Stefna ríkisstjórnarflokkanna hefði öllum verið ljós og því hefðu flokkarnir fengið skýrt brautargengi í kosningunum. „Það fóru fram kosningar þar sem afstaða fyrra þings laut í lægra haldi og gjörbreytti pólitísku landslagi á Íslandi. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus og mönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðislega stjórnarhætti síðustu daga. Í því samhengi verður að halda því til haga að það samræmist ekki lýðræðislegum stjórnarháttum ef ný ríkisstjórn er bundin því að fylgja eftir stefnumálum fyrri ríkisstjórnar sem kjósendur hafa hafnað,“ sagði Gunnar Bragi. „Mín skoðun er síðan sú að til að endurvekja þetta ferli þá þurfi að endurnýja umsóknina og það fari best á því að það það verði þjóðin sem það geri í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig að því verði staðið er mál seinni tíma. Síðari ríkisstjórna en ekki síður ESB sem leggur línurnar um hvernig staðið verði að málum. Nú er staðan sú að málið er á borði ESB og það er fyrir sambandið að vega það og meta hvernig það bregst við bréfinu,“ sagði hann jafnframt og bætti við að hann ætti ekki von á öðru en að Evrópusambandið myndi fallast á beiðni íslenskra stjórnvalda.Hægt er að hlusta á ræðu Gunnars Braga í heild hér.
Alþingi Tengdar fréttir Tilraun til að lenda ESB málinu í góðu Ákvörðunin tekin í samráði við ESB. 16. mars 2015 18:59 Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05 Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15 Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05
Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15
Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30
Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48