Innlent

Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson. vísir/Gva
Einar K. Guðfinnson forseti þingsins segist ekki telja að gengið hafi verið á rétt þingsins með því að slíta viðræðum við ESB að því forspurðu. Fjármálaráðherra skoraði á þingmenn að láta reyna á vantraust á ríkisstjórnina, ef þeir teldu að ekki væri þingmeirihluti bak við ákvörðun ríkisstjórnarinnar.

Þingmenn stjórnarflokkanna fengu því framgengt að dagskrá þingsins var breytt og í stað þess að ræða tolla á franskar kartöflur og fleira, var skellt á umræðu um stöðu þingins í ljósi síðustu atburða eftir fund þingflokksformanna í morgun.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu þung orð falla, bæði í umræðum um störf forseta og eins Stöðu þingsins. Talað var um að ríkisstjórnin hefði sýnt Alþingi fyrirlitningu og vanvirt þingræðið. Það væri uppi meiriháttar stjórnskipunarkrísa. Formenn stjórnarflokkanna sögðust ekki bundir af þingsályktunartillögum frá tíma fyrri ríkisstjórnar. Stjórnarandstaðan mótmælti því harðlega og sagði þann skilning ekki í samræmi við lög. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skoraði á stjórnarandstöðuna að láta reyna á vantraust ef hún teldi að ekki væri meirihluti í þinginu á bakvið bréfið til ESB.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×