Innlent

Tilraun til að lenda ESB málinu í góðu

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að bréf utanríkisráðherra til ESB hafi verið tilraun til að lenda málinu í góðu. Hann er enn á því að það hafi verið rétt ákvörðun þrátt fyrir að stjórnarandstaðan og ýmsir Evrópusinnar úr röðum stjórnarflokkanna hafi brugðist ókvæða við. Hann segist ekki útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópumálin einhverntímann í framtíðinni.

Það kom fram á þingfundi í dag að ráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast líta svo á að viðræðum við ESB hafi nú verið verið slitið. Málið sé því á byrjunarreit.  Formaður utanríkismálanefndar hefur hinsvegar sagt að með  bréfinu sé einungis verið að árétta stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. Það sé því ekki meiriháttar utanríkismál. Það virðist því ekki einhugur um hvernig beri að túlka bréfið, ekki einu sinni í herbúðum stjórnarliða.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki telja að um neinn skoðanaágreining sé að ræða. Hann segir að ákvörðun um að senda bréfið til ESB, hafi verið tekin í samráði við ESB. Það hafi verið mat ekki bara íslenskra stjórnvalda heldur líka ESB, að ríkisstjórn sem ekki vilji í Evrópusambandins geti ekki viðhaldið stöðu umsóknarríkisins enda feli það í sér vilja til að ganga inn. Það hafi tekist að gera þetta í góðu gagnvart ESB en stjórnarandstaðan hafi kosið að túlka þetta allt á versta veg þótt þarna hafi náðst lending í erfiðu máli.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×