Suarez segir það verstu stundina á ferlinum þegar hann beit Chiellini Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2015 22:30 Luis Suarez. Vísir/Getty Luis Suarez, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Liverpool, tjáði sig um ýmislegt í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. Suarez skoraði tvö mörk í síðasta leik Barcelona og virðist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá spænska stórliðinu. Suarez fór fram Liverpool síðasta sumar en hann var þó kominn í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. „Það var versta stundin á ferlinum þegar ég beit Chiellini. Ég eyðilagði fyrir mér, fyrir minni þjóð, fyrir konu minni og fyrir börnunum mínum. Þetta var að hluta til mín sök en þetta var einnig afleiðing af ögrunum frá Chiellini og Ivanovic," sagði Luis Suarez og vísar þar til atviks þegar hann beit Chelsea-leikmanninn Branislav Ivanovic. FIFA tók mjög hart á málinu og Luis Suarez er enn mjög sár yfir því. „Það er mun vægar tekið á hnífstungum en hvað FIFA gerði mér. Ég drap engan," sagði Suarez. Hann segist samt hafa þroskast mikið. „Það eru enn þó ögranir í gangi en núna labba ég í burtu. Ég er að verða gáfaðri," sagði Luis Suarez við blaðamann AS. Hann talaði einnig um áhuga Real Madrid. „Real Madrid sýndi mér áhuga en draumurinn var að spila fyrir Barca. Eftir að þeir höfðu samband hikaði ég aldrei," sagði Suarez. Suarez býst ekki við því að klára ferillinn sinn hjá Barcelona. „Það er mjög erfitt að klára ferilinn sinn hjá Barcelona. Ég hef sagt að ég ætli að snúa aftur til bæði Ajax og National," sagði Suarez en það vekur nokkra athygli að hann talaði ekkert um að spila aftur fyrir Liverpool-liðið. Luis Suarez segir engan vafa í sínum huga að Lionel Messi sé betri leikmaður en Cristiano Ronaldo. „Messi er frábær liðsfélagi og mjög auðmjúkur. Það eru forréttindi að fá að spila með honum og Neymar," sagði Luis Suarez. Suarez sagði líka frá því í viðtalinu að hann hafi heimsótt Nývang áður en hann samdi við félagið. Hann þorði hinsvegar ekki inn á völlinn en tók þó mynd af sér fyrir utan hann. Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Luis Suarez, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Liverpool, tjáði sig um ýmislegt í viðtali við spænska íþróttablaðið AS. Suarez skoraði tvö mörk í síðasta leik Barcelona og virðist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá spænska stórliðinu. Suarez fór fram Liverpool síðasta sumar en hann var þó kominn í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. „Það var versta stundin á ferlinum þegar ég beit Chiellini. Ég eyðilagði fyrir mér, fyrir minni þjóð, fyrir konu minni og fyrir börnunum mínum. Þetta var að hluta til mín sök en þetta var einnig afleiðing af ögrunum frá Chiellini og Ivanovic," sagði Luis Suarez og vísar þar til atviks þegar hann beit Chelsea-leikmanninn Branislav Ivanovic. FIFA tók mjög hart á málinu og Luis Suarez er enn mjög sár yfir því. „Það er mun vægar tekið á hnífstungum en hvað FIFA gerði mér. Ég drap engan," sagði Suarez. Hann segist samt hafa þroskast mikið. „Það eru enn þó ögranir í gangi en núna labba ég í burtu. Ég er að verða gáfaðri," sagði Luis Suarez við blaðamann AS. Hann talaði einnig um áhuga Real Madrid. „Real Madrid sýndi mér áhuga en draumurinn var að spila fyrir Barca. Eftir að þeir höfðu samband hikaði ég aldrei," sagði Suarez. Suarez býst ekki við því að klára ferillinn sinn hjá Barcelona. „Það er mjög erfitt að klára ferilinn sinn hjá Barcelona. Ég hef sagt að ég ætli að snúa aftur til bæði Ajax og National," sagði Suarez en það vekur nokkra athygli að hann talaði ekkert um að spila aftur fyrir Liverpool-liðið. Luis Suarez segir engan vafa í sínum huga að Lionel Messi sé betri leikmaður en Cristiano Ronaldo. „Messi er frábær liðsfélagi og mjög auðmjúkur. Það eru forréttindi að fá að spila með honum og Neymar," sagði Luis Suarez. Suarez sagði líka frá því í viðtalinu að hann hafi heimsótt Nývang áður en hann samdi við félagið. Hann þorði hinsvegar ekki inn á völlinn en tók þó mynd af sér fyrir utan hann.
Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira