Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júlí 2015 07:57 Göngin þykja mjög fullkomin og líklegt að aðrir fangar, og jafnvel fangaverðir, hafi komið að gerð þeirra. vísir/ap Mexíkósk yfirvöld hafa enn ekki hugmynd um hvar eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman er niðurkominn. Þau bjóða hverjum þeim sem getur vísað á hann 3,8 milljónir dollara í fundarlaun. CNN greinir frá. Síðastliðinn laugardag fór Guzman inn í sturtuklefa í Almoloya de Juarez öryggisfangelsinu og gekk út í frelsið eftir mílu löngum göngum sem virðast hafa verið byggð sérstaklega fyrir hann. Guzman, oft kallaður „hinn smávaxni“, er mikill sérfræðingur í að grafa göng enda þurft að smíða þau nokkur til að koma eiturlyfjum yfir landamærin til Bandaríkjanna.Joaquin Guzmanmynd/embætti saksóknara í mexikó„Fyrstu 72 klukkustundirnar eftir flóttann eru þær mikilvægustu,“ segir Mike Braun fyrrum yfirmaður í fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna en hann hefur varið fjölda ára í að rannsaka Guzman. „Ef hann næst ekki á fyrstu þremur dögunum eru yfirgnæfandi líkur á að við munum aldrei sjá hann aftur.“ Sextíu milljónum pesóa hefur verið heitið til höfuðs Guzman. Yfirvöld birtu einnig nýja mynd af honum þar sem hann sést rakaður og án yfirvaraskeggs síns sem hefur, auk smæðarinnar, löngum verið hans aðalsmerki. Fjöldi fanga í fangelsinu hefur verið yfirheyrður vegna málsins og allir yfirmenn þess hafa verið látnir taka poka sinn. Talið er nær öruggt að þeir hafi aðstoðað við flóttann. Göngin sem hann slapp út um voru engin hrákasmíð en þau voru mílulöng, með loftræstikerfi og rúmlega 160 sentimetrar á hæð. Akkúrat passleg svo Guzman gæti gengið uppréttur út í frelsið. Þetta er í annað sinn á þessari öld sem hinn smávaxni sleppur úr fangelsi í landinu. Í fyrra skiptið tók það hann átta ár en það gerðist árið 2001. Núna var hann aðeins tæpt eitt og hálft ár að grafa sig út. Hinn smávaxni er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum. Tengdar fréttir Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Mexíkósk yfirvöld hafa enn ekki hugmynd um hvar eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman er niðurkominn. Þau bjóða hverjum þeim sem getur vísað á hann 3,8 milljónir dollara í fundarlaun. CNN greinir frá. Síðastliðinn laugardag fór Guzman inn í sturtuklefa í Almoloya de Juarez öryggisfangelsinu og gekk út í frelsið eftir mílu löngum göngum sem virðast hafa verið byggð sérstaklega fyrir hann. Guzman, oft kallaður „hinn smávaxni“, er mikill sérfræðingur í að grafa göng enda þurft að smíða þau nokkur til að koma eiturlyfjum yfir landamærin til Bandaríkjanna.Joaquin Guzmanmynd/embætti saksóknara í mexikó„Fyrstu 72 klukkustundirnar eftir flóttann eru þær mikilvægustu,“ segir Mike Braun fyrrum yfirmaður í fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna en hann hefur varið fjölda ára í að rannsaka Guzman. „Ef hann næst ekki á fyrstu þremur dögunum eru yfirgnæfandi líkur á að við munum aldrei sjá hann aftur.“ Sextíu milljónum pesóa hefur verið heitið til höfuðs Guzman. Yfirvöld birtu einnig nýja mynd af honum þar sem hann sést rakaður og án yfirvaraskeggs síns sem hefur, auk smæðarinnar, löngum verið hans aðalsmerki. Fjöldi fanga í fangelsinu hefur verið yfirheyrður vegna málsins og allir yfirmenn þess hafa verið látnir taka poka sinn. Talið er nær öruggt að þeir hafi aðstoðað við flóttann. Göngin sem hann slapp út um voru engin hrákasmíð en þau voru mílulöng, með loftræstikerfi og rúmlega 160 sentimetrar á hæð. Akkúrat passleg svo Guzman gæti gengið uppréttur út í frelsið. Þetta er í annað sinn á þessari öld sem hinn smávaxni sleppur úr fangelsi í landinu. Í fyrra skiptið tók það hann átta ár en það gerðist árið 2001. Núna var hann aðeins tæpt eitt og hálft ár að grafa sig út. Hinn smávaxni er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum.
Tengdar fréttir Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22
Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00