Rússum vel tekið í strandhéruðum Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2015 14:30 Börn að leik í Latikaborg í Sýrlandi Vísir/AFP Íbúar strandhéraða Sýrlands, þar sem stjórnarher Bashar al-Assad stjórnar enn, taka rússneskum hermönnum fagnandi. Aukin hernaðarítök Rússa þar í landi hafa endurvakið öryggistilfinningu íbúa sem telja fullvíst að uppreisnarhópar muni ekki sækja fram gegn stjórnarhernum á meðan Rússar styðja þá. „Á hverjum morgni, milli sex og sjö, sé ég nokkrar rússneskar flugvélar á himni og mér líður betur,“ segir einn viðmælandi AFP fréttaveitunnar. „Það er ekkert stórkostlegra á morgnanna en að drekka kaffi og reykja pípu á svölunum og hlusta á sinfóníu rússneskra flugvéla,“ segir annar. „Þeir voru vinir okkar og nú eru þeir bræður okkar. Meiri bræður okkar en margir arabar.“Rússar hafa komið fyrir margvíslegum hernaðartækjum og búnaði í Sýrlandi og taka virkan þátt í átökunum.Vísir/GraphicnewsHernaðarsérfræðingur sem AFP ræddi við segir Rússa stjórna hlutum stjórnarhersins. Þeir þjálfi flugmenn og fljúgi drónum. Latakia hérað er heimahérað Alavíta minnihlutahópsins, en Assad er úr þeim hópi. Nú situr bandalag uppreisnarhópa nánast um héraðið og eldflaugum er reglulega skotið á Latakia borg. Aukin umsvif Rússa í Sýrlandi virðast hafa breytt hugarfari margra varðandi aðkomu Assad að mögulegri lausn á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Bæði yfirvöld Tyrklands og Þýskalands settu fram þann möguleika í vikunni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, munu funda á mánudaginn. Washington og Moskva eru þó ósammála um hvað skuli rætt á fundi þeirra.Putin og Obama munu funda um Sýrland og mögulega Úkraínu á mánudaginn.Vísir/AFPObama vill ræða um átökin í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússum, berjast gegn stjórnvöldum í Kænugarð. Putin vill hinsvegar ræða um Sýrland. Rússar hafa komið fyrir flugvélum, skriðdrekum, stórskotaliði og hermönnum í Sýrlandi. Þá hefur mikil uppbygging átt sér stað í flotastöð og á herflugvelli, sem Rússar hafa komið sér fyrir á. „Auðvitað verðar aðal umræðuefnið Sýrland,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Putin samkvæmt Reuters. Aðspurður hvort einnig yrði rætt um Úkraínu sagði hann: „Ef tími gefst.“ „Það verður tími til þess,“ sagði Josh Earnest, talsmaður Obama. Tengdar fréttir Stjórnarherinn nýtir vopn frá Rússlandi Minnst 38 vígamenn Íslamska ríkisins voru felldir í loftárásum í Sýrlandi í nótt. 22. september 2015 11:16 Obama og Pútín funda í fyrsta sinn í tæpt ár Tvennum sögum fer af því hvert aðalefni fundarins er. 24. september 2015 22:38 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Íbúar strandhéraða Sýrlands, þar sem stjórnarher Bashar al-Assad stjórnar enn, taka rússneskum hermönnum fagnandi. Aukin hernaðarítök Rússa þar í landi hafa endurvakið öryggistilfinningu íbúa sem telja fullvíst að uppreisnarhópar muni ekki sækja fram gegn stjórnarhernum á meðan Rússar styðja þá. „Á hverjum morgni, milli sex og sjö, sé ég nokkrar rússneskar flugvélar á himni og mér líður betur,“ segir einn viðmælandi AFP fréttaveitunnar. „Það er ekkert stórkostlegra á morgnanna en að drekka kaffi og reykja pípu á svölunum og hlusta á sinfóníu rússneskra flugvéla,“ segir annar. „Þeir voru vinir okkar og nú eru þeir bræður okkar. Meiri bræður okkar en margir arabar.“Rússar hafa komið fyrir margvíslegum hernaðartækjum og búnaði í Sýrlandi og taka virkan þátt í átökunum.Vísir/GraphicnewsHernaðarsérfræðingur sem AFP ræddi við segir Rússa stjórna hlutum stjórnarhersins. Þeir þjálfi flugmenn og fljúgi drónum. Latakia hérað er heimahérað Alavíta minnihlutahópsins, en Assad er úr þeim hópi. Nú situr bandalag uppreisnarhópa nánast um héraðið og eldflaugum er reglulega skotið á Latakia borg. Aukin umsvif Rússa í Sýrlandi virðast hafa breytt hugarfari margra varðandi aðkomu Assad að mögulegri lausn á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Bæði yfirvöld Tyrklands og Þýskalands settu fram þann möguleika í vikunni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, munu funda á mánudaginn. Washington og Moskva eru þó ósammála um hvað skuli rætt á fundi þeirra.Putin og Obama munu funda um Sýrland og mögulega Úkraínu á mánudaginn.Vísir/AFPObama vill ræða um átökin í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússum, berjast gegn stjórnvöldum í Kænugarð. Putin vill hinsvegar ræða um Sýrland. Rússar hafa komið fyrir flugvélum, skriðdrekum, stórskotaliði og hermönnum í Sýrlandi. Þá hefur mikil uppbygging átt sér stað í flotastöð og á herflugvelli, sem Rússar hafa komið sér fyrir á. „Auðvitað verðar aðal umræðuefnið Sýrland,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Putin samkvæmt Reuters. Aðspurður hvort einnig yrði rætt um Úkraínu sagði hann: „Ef tími gefst.“ „Það verður tími til þess,“ sagði Josh Earnest, talsmaður Obama.
Tengdar fréttir Stjórnarherinn nýtir vopn frá Rússlandi Minnst 38 vígamenn Íslamska ríkisins voru felldir í loftárásum í Sýrlandi í nótt. 22. september 2015 11:16 Obama og Pútín funda í fyrsta sinn í tæpt ár Tvennum sögum fer af því hvert aðalefni fundarins er. 24. september 2015 22:38 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Stjórnarherinn nýtir vopn frá Rússlandi Minnst 38 vígamenn Íslamska ríkisins voru felldir í loftárásum í Sýrlandi í nótt. 22. september 2015 11:16
Obama og Pútín funda í fyrsta sinn í tæpt ár Tvennum sögum fer af því hvert aðalefni fundarins er. 24. september 2015 22:38