Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 12:24 Rúrik í vináttulandsleik gegn Belgíu í fyrra. vísir/getty „Það er alltaf gott að koma heim og það er svo mikið í húfi sem gerir verkefnið ennþá meira spennandi,“ sagði Rúrik Gíslason fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Framundan er leikur gegn Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn en eftirvæntingin fyrir þennan stórleik er mikil. Rúrik segir að spennan sé nánast áþreifanleg. „Það seldist strax upp á leikinn og það er ótrúlegur áhugi á leiknum og jákvæð stemmning í kringum hann. Fólk ætlast til að við vinnum og við ætlumst líka til þess sjálfir.“ Rúrik leikur með FC Köbenhavn sem lenti í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, auk þess sem liðið vann bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Vestsjælland í framlengdum úrslitaleik. „Það eru alltaf viss vonbrigði þegar FCK verður ekki meistari. En við reynum að finna ljósa punkta í þessu, við urðum bikarmeistarar og enduðum með fleiri en meistararnir í fyrra,“ sagði Rúrik sem veit ekki hvað tekur við hjá honum sjálfum - hvort hann verður áfram í herbúðum FCK þar sem hann hefur leikið síðan 2013. „Ég veit það ekki. Það er óvíst. Ég á eitt ár eftir af samningnum mínum. Landsleikurinn er það sem skiptir máli núna og svo sjáum við til,“ sagði landsliðsmaðurinn en er eitthvað í kortunum hjá honum? „Er ekki alltaf eitthvað í kortunum? Ég veit það ekki, það eru alltaf einhverjar sögusagnir á kreiki. Maður veit s.s. ekki hvað er rétt og rangt í þessu,“ sagði Rúrik sem vildi ekki ræða um meintan áhuga þýska B-deildarliðsins Nürnberg á honum. En hefur hann áhuga á að vera áfram í Danmörku? „Já, mér líður frábærlega í Kaupmannahöfn og þetta er einstakur klúbbur. Ég get þess vegna hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir ferilinn. Manni líður það vel þarna,“ sagði Rúrik að endingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
„Það er alltaf gott að koma heim og það er svo mikið í húfi sem gerir verkefnið ennþá meira spennandi,“ sagði Rúrik Gíslason fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Framundan er leikur gegn Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn en eftirvæntingin fyrir þennan stórleik er mikil. Rúrik segir að spennan sé nánast áþreifanleg. „Það seldist strax upp á leikinn og það er ótrúlegur áhugi á leiknum og jákvæð stemmning í kringum hann. Fólk ætlast til að við vinnum og við ætlumst líka til þess sjálfir.“ Rúrik leikur með FC Köbenhavn sem lenti í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, auk þess sem liðið vann bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Vestsjælland í framlengdum úrslitaleik. „Það eru alltaf viss vonbrigði þegar FCK verður ekki meistari. En við reynum að finna ljósa punkta í þessu, við urðum bikarmeistarar og enduðum með fleiri en meistararnir í fyrra,“ sagði Rúrik sem veit ekki hvað tekur við hjá honum sjálfum - hvort hann verður áfram í herbúðum FCK þar sem hann hefur leikið síðan 2013. „Ég veit það ekki. Það er óvíst. Ég á eitt ár eftir af samningnum mínum. Landsleikurinn er það sem skiptir máli núna og svo sjáum við til,“ sagði landsliðsmaðurinn en er eitthvað í kortunum hjá honum? „Er ekki alltaf eitthvað í kortunum? Ég veit það ekki, það eru alltaf einhverjar sögusagnir á kreiki. Maður veit s.s. ekki hvað er rétt og rangt í þessu,“ sagði Rúrik sem vildi ekki ræða um meintan áhuga þýska B-deildarliðsins Nürnberg á honum. En hefur hann áhuga á að vera áfram í Danmörku? „Já, mér líður frábærlega í Kaupmannahöfn og þetta er einstakur klúbbur. Ég get þess vegna hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir ferilinn. Manni líður það vel þarna,“ sagði Rúrik að endingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti