Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 11:50 Ari fagnar með Kolbeini Sigþórssyni eftir sigur Íslands á Tyrklandi. vísir/anton Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Ari fór meiddur af velli í leik OB og Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrradag en var mættur út á völl í morgun og virtist vera í lagi. „Það er alltaf gaman að koma heim. Það var frábært veðrið sem tók á móti manni. Ég hélt ég myndi fljúga aftur inn í Leifsstöð, það var svo mikið rok,“ sagði Ari í léttum dúr. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Tékkum í undankeppni EM á föstudaginn.Gaman að spila þegar mikið er undir „Mér líst mjög vel á hann og er mjög spenntur. Það er gaman að spila svona leiki, þegar mikið er undir,“ sagði Ari og bætti því við að íslenska liðið hefði lært mikið af fyrri leiknum gegn Tékkum, sem tapaðist 2-1. „Svo sannarlega. Við mættum mjög góðu og vel skipulögðu liði og við vorum kannski alveg á tánum sjálfir. Við byrjuðum reyndar ágætlega og skoruðum fyrsta markið en restin af leiknum var ekkert sérstök.“ Eins og áður sagði kláraðist danska deildin um helgina. OB endaði í 9. sæti og Ari segir að liðið geti nokkuð vel við unað með þá niðurstöðu. „Þetta eru kannski vonbrigði en við byrjuðum illa og vorum með sex stig eftir níu umferðir. Þá fengum við nýjan þjálfara sem kom þessu í gang og við náðum því markmiði að halda okkur uppi. „En ef við hefðum unnið einn leik í viðbót hefðum við náð markmiðinu okkar sem var 7. sæti,“ sagði Ari sem gerir ráð fyrir því að vera áfram í herbúðum OB. „Já, ég geri það. Við erum með nýjan þjálfara og það eru spennandi tímar framundan. Þetta er þjálfari sem vill spila fótbolta þótt hann sé pínu gamaldags,“ sagði Ari en umræddur þjálfari heitir Kent Nielsen og lék með Aston Villa og danska landsliðinu á árunum áður og varð m.a. Evrópumeistari með Dönum 1992. „Mér líst vel á þetta. En það þurfa að koma margir nýir leikmenn inn og þjálfarateymið er alveg nýtt. Þetta verður spennandi.“Átti of marga lélega leiki Ari var fastamaður í liði OB á nýafstöðnu tímabili og lék 30 af 33 leikjum liðsins í deildinni. Hann er þó ekki ánægður með eigin frammistöðu á tímabilinu. „Ég er ekki nógu sáttur með þetta tímabil ef ég á að segja eins og er. Ég átti nokkra fína leiki en heilt yfir var ég ekki nógu sáttur við sjálfan mig. Ég átti of marga lélega leiki,“ sagði Ari að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira
Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Ari fór meiddur af velli í leik OB og Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrradag en var mættur út á völl í morgun og virtist vera í lagi. „Það er alltaf gaman að koma heim. Það var frábært veðrið sem tók á móti manni. Ég hélt ég myndi fljúga aftur inn í Leifsstöð, það var svo mikið rok,“ sagði Ari í léttum dúr. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Tékkum í undankeppni EM á föstudaginn.Gaman að spila þegar mikið er undir „Mér líst mjög vel á hann og er mjög spenntur. Það er gaman að spila svona leiki, þegar mikið er undir,“ sagði Ari og bætti því við að íslenska liðið hefði lært mikið af fyrri leiknum gegn Tékkum, sem tapaðist 2-1. „Svo sannarlega. Við mættum mjög góðu og vel skipulögðu liði og við vorum kannski alveg á tánum sjálfir. Við byrjuðum reyndar ágætlega og skoruðum fyrsta markið en restin af leiknum var ekkert sérstök.“ Eins og áður sagði kláraðist danska deildin um helgina. OB endaði í 9. sæti og Ari segir að liðið geti nokkuð vel við unað með þá niðurstöðu. „Þetta eru kannski vonbrigði en við byrjuðum illa og vorum með sex stig eftir níu umferðir. Þá fengum við nýjan þjálfara sem kom þessu í gang og við náðum því markmiði að halda okkur uppi. „En ef við hefðum unnið einn leik í viðbót hefðum við náð markmiðinu okkar sem var 7. sæti,“ sagði Ari sem gerir ráð fyrir því að vera áfram í herbúðum OB. „Já, ég geri það. Við erum með nýjan þjálfara og það eru spennandi tímar framundan. Þetta er þjálfari sem vill spila fótbolta þótt hann sé pínu gamaldags,“ sagði Ari en umræddur þjálfari heitir Kent Nielsen og lék með Aston Villa og danska landsliðinu á árunum áður og varð m.a. Evrópumeistari með Dönum 1992. „Mér líst vel á þetta. En það þurfa að koma margir nýir leikmenn inn og þjálfarateymið er alveg nýtt. Þetta verður spennandi.“Átti of marga lélega leiki Ari var fastamaður í liði OB á nýafstöðnu tímabili og lék 30 af 33 leikjum liðsins í deildinni. Hann er þó ekki ánægður með eigin frammistöðu á tímabilinu. „Ég er ekki nógu sáttur með þetta tímabil ef ég á að segja eins og er. Ég átti nokkra fína leiki en heilt yfir var ég ekki nógu sáttur við sjálfan mig. Ég átti of marga lélega leiki,“ sagði Ari að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49