Þú bara stjórnar þessu karlinn minn | Umræða um atvik gærkvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 09:00 Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson fóru yfir leiki gærkvöldsins í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport og tóku meðal annars fyrir atvik kvöldsins. Enski dómarinn Mark Clattenburg dæmdi þá mark af Porto í 1-1 jafntefli liðsins á móti Basel í Sviss og strákarnir fóru vel yfir þá ákvörðun en dómarar leiksins tóku sér talsverðan tíma til að komast að niðurstöðu. Casemiro skoraði markið sem aldrei var dæmt og fékk að fagna því í smá tíma því aðstoðardómarinn eða aðaldómarinn virtust í fyrstu ekki gera athugasemd við markið. „Það er vinur okkar, sprotadómarinn Kevin Friend, sem sér þetta. Þetta hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en þeir eru bara fyrir Vaclik í markinu," sagði Hjörvar Hafliðason. „Mér finnst þetta frábær ákvörðun," sagði Arnar Gunnlaugsson og bætti seinna við: „Clattenburg sér þetta og línuvörðurinn sér þetta en sjá hvorugur ástæðu til að gera neitt. Sprotadómarinn er í bestu aðstöðunni. Svona á leikurinn að vera. Þetta er sameiginleg ákvörðun allra dómaranna og það er bara fínt því þetta er hárrétt ákvörðun," sagði Arnar. Strákarnir ræddu nokkur önnur svona mörk og þar á meðal markið sem Ander Herrera skoraði fyrir Manchester United í enska bikarnum á mánudagskvöldið. „Þetta er öðruvísi en við erum samt að tala um sömu reglu. Þetta er spurningin um hvort hann fipi markvörðinn eða hindri hann einhvern veginn í sínum störfum," sagði Hjörvar á meðan markið var sýnt. „Þetta er túlkunaratriði hjá þeim sem dæmir leikinn. Í þessu tilfelli er ég mjög hrifinn af því að hann dæmi mark. Mér fannst Rooney ekki hafa svakaleg áhrif á markvörðinn eins og var í Basel-leiknum. Þetta er rosaleg ábyrgð hjá dómara: Hvenær á ég að gera þetta og hvenær ekki. Lögin eru svona hmmm. Þú bara stjórnar þessu karlinn minn," sagði Arnar. Það er hægt að sjá alla umræðuna um markið hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sjá meira
Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson fóru yfir leiki gærkvöldsins í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport og tóku meðal annars fyrir atvik kvöldsins. Enski dómarinn Mark Clattenburg dæmdi þá mark af Porto í 1-1 jafntefli liðsins á móti Basel í Sviss og strákarnir fóru vel yfir þá ákvörðun en dómarar leiksins tóku sér talsverðan tíma til að komast að niðurstöðu. Casemiro skoraði markið sem aldrei var dæmt og fékk að fagna því í smá tíma því aðstoðardómarinn eða aðaldómarinn virtust í fyrstu ekki gera athugasemd við markið. „Það er vinur okkar, sprotadómarinn Kevin Friend, sem sér þetta. Þetta hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en þeir eru bara fyrir Vaclik í markinu," sagði Hjörvar Hafliðason. „Mér finnst þetta frábær ákvörðun," sagði Arnar Gunnlaugsson og bætti seinna við: „Clattenburg sér þetta og línuvörðurinn sér þetta en sjá hvorugur ástæðu til að gera neitt. Sprotadómarinn er í bestu aðstöðunni. Svona á leikurinn að vera. Þetta er sameiginleg ákvörðun allra dómaranna og það er bara fínt því þetta er hárrétt ákvörðun," sagði Arnar. Strákarnir ræddu nokkur önnur svona mörk og þar á meðal markið sem Ander Herrera skoraði fyrir Manchester United í enska bikarnum á mánudagskvöldið. „Þetta er öðruvísi en við erum samt að tala um sömu reglu. Þetta er spurningin um hvort hann fipi markvörðinn eða hindri hann einhvern veginn í sínum störfum," sagði Hjörvar á meðan markið var sýnt. „Þetta er túlkunaratriði hjá þeim sem dæmir leikinn. Í þessu tilfelli er ég mjög hrifinn af því að hann dæmi mark. Mér fannst Rooney ekki hafa svakaleg áhrif á markvörðinn eins og var í Basel-leiknum. Þetta er rosaleg ábyrgð hjá dómara: Hvenær á ég að gera þetta og hvenær ekki. Lögin eru svona hmmm. Þú bara stjórnar þessu karlinn minn," sagði Arnar. Það er hægt að sjá alla umræðuna um markið hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sjá meira