Stuð í Herjólfsdal: Reyndu að komast í stemninguna á Þjóðhátíð án miða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2015 12:54 Miðaverð á Þjóðhátíð var hækkað í ár. Vísir/Óskar P. Friðriksson Nokkrir tugir fólks gerðu tilraun til þess að komast í Herjólfsdal án miða í gærkvöldi, fyrsta kvöldi Þjóðhátíðar. Hinum sömu var jafnóðum hent út af svæðinu en í kringum tuttugu öryggisverðir standa vaktina um Dalinn og sjá meðal annars til þess að miðalausir fái ekki aðgang. Stemningin í Herjólfsdal í gærkvöldi var með eindæmum góð. Veður var milt og þurrt sem hefur góð áhrif á fólk ef marka má ummæli lögreglu hér í Eyjum undanfarin ár. 22 fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi þar sem efni af ýmsum gerðum komu við sögu, allt frá amfetamíni og hassi yfir í kókaín. Í öllum tilfellum var um neysluskammta að ræða. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar. Ekki liggur fyrir hve margir gestir eru staddir á Heimaey en kunnugir telja þá nokkuð færi en á sama tíma í fyrra. Hvers vegna færri séu mættir í ár en undanfarin ár er ekki ljóst en nefnt hefur verið að hækkun á miðaverði gæti hafa haft sitt að segja. Hins vegar er veðurspá mjög góð svo reikna má með því að fjölmargir gestir gætu skellt sér á miða í dag eða á morgun.Bubbi og Dimma luku tónleikum sínum á laginu Fjöllin hafa vakað.Vísir/Óskar P. FriðrikssonAllt ætlaði um koll að keyra Sálin hans Jóns míns flutti Þjóðhátíðarlag sitt „Haltu fast í höndina á mér“ í gær. Friðrik Dór, Bubbi og Dimma héldu uppi stuðina í aðdraganda brennunnar sem kveikt var upp í á miðnætti. Aðdragandinn var sérstaklega flottur en þegar eldur átti að kvikna urðu blístur og læti gesta í Dalnum minni en vonir stóðu til. Ástæðan var einföld. Það kviknaði ekki almennilega í brennunni. Starfsmenn voru þó fljótir til og með benínsið og bálkesti að vopni var brennan orðin tignarleg innan nokkurra mínútna. Stóð hún lóðrétt sökum þess að vind hreyfði varla og var sérstaklega glæsileg. Að lokinni brennu trylltu strákarnir í FM95Blö lýðinn. Ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir fluttu eigið þjóðhátíðarlag. Land og Synir og Sóldögg spiluðu svo á stóra sviðinu og var stuð langt fram á nótt. Þegar fólk rankaði við sér í morgun voru göturnar svartar af bleytu og rigndi framan af degi. Nú er hins vegar farið að birta til og vonast eftir fínu veðri í dag. Tengdar fréttir Halda Heimaey hreinni á meðan aðrir sofa "Við erum bara fegnir að vera ekki að tína rusl í Dalnum,“ sögðu skytturnar þrjár eldhressar. 1. ágúst 2015 12:28 Rólegt hjá lögreglunni: Skilaði peningaveski sem var stútfullt af reiðufé Verslunarmannahelgin er gengin í garð og fór hún rólega af stað um allt land. 1. ágúst 2015 09:43 Góðar sögur gerast um Verslunarmannahelgina Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar deila skemmtilegum sögum sem gerðust um þessa mestu ferðahelgi ársins. 1. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Nokkrir tugir fólks gerðu tilraun til þess að komast í Herjólfsdal án miða í gærkvöldi, fyrsta kvöldi Þjóðhátíðar. Hinum sömu var jafnóðum hent út af svæðinu en í kringum tuttugu öryggisverðir standa vaktina um Dalinn og sjá meðal annars til þess að miðalausir fái ekki aðgang. Stemningin í Herjólfsdal í gærkvöldi var með eindæmum góð. Veður var milt og þurrt sem hefur góð áhrif á fólk ef marka má ummæli lögreglu hér í Eyjum undanfarin ár. 22 fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi þar sem efni af ýmsum gerðum komu við sögu, allt frá amfetamíni og hassi yfir í kókaín. Í öllum tilfellum var um neysluskammta að ræða. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar. Ekki liggur fyrir hve margir gestir eru staddir á Heimaey en kunnugir telja þá nokkuð færi en á sama tíma í fyrra. Hvers vegna færri séu mættir í ár en undanfarin ár er ekki ljóst en nefnt hefur verið að hækkun á miðaverði gæti hafa haft sitt að segja. Hins vegar er veðurspá mjög góð svo reikna má með því að fjölmargir gestir gætu skellt sér á miða í dag eða á morgun.Bubbi og Dimma luku tónleikum sínum á laginu Fjöllin hafa vakað.Vísir/Óskar P. FriðrikssonAllt ætlaði um koll að keyra Sálin hans Jóns míns flutti Þjóðhátíðarlag sitt „Haltu fast í höndina á mér“ í gær. Friðrik Dór, Bubbi og Dimma héldu uppi stuðina í aðdraganda brennunnar sem kveikt var upp í á miðnætti. Aðdragandinn var sérstaklega flottur en þegar eldur átti að kvikna urðu blístur og læti gesta í Dalnum minni en vonir stóðu til. Ástæðan var einföld. Það kviknaði ekki almennilega í brennunni. Starfsmenn voru þó fljótir til og með benínsið og bálkesti að vopni var brennan orðin tignarleg innan nokkurra mínútna. Stóð hún lóðrétt sökum þess að vind hreyfði varla og var sérstaklega glæsileg. Að lokinni brennu trylltu strákarnir í FM95Blö lýðinn. Ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir fluttu eigið þjóðhátíðarlag. Land og Synir og Sóldögg spiluðu svo á stóra sviðinu og var stuð langt fram á nótt. Þegar fólk rankaði við sér í morgun voru göturnar svartar af bleytu og rigndi framan af degi. Nú er hins vegar farið að birta til og vonast eftir fínu veðri í dag.
Tengdar fréttir Halda Heimaey hreinni á meðan aðrir sofa "Við erum bara fegnir að vera ekki að tína rusl í Dalnum,“ sögðu skytturnar þrjár eldhressar. 1. ágúst 2015 12:28 Rólegt hjá lögreglunni: Skilaði peningaveski sem var stútfullt af reiðufé Verslunarmannahelgin er gengin í garð og fór hún rólega af stað um allt land. 1. ágúst 2015 09:43 Góðar sögur gerast um Verslunarmannahelgina Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar deila skemmtilegum sögum sem gerðust um þessa mestu ferðahelgi ársins. 1. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Halda Heimaey hreinni á meðan aðrir sofa "Við erum bara fegnir að vera ekki að tína rusl í Dalnum,“ sögðu skytturnar þrjár eldhressar. 1. ágúst 2015 12:28
Rólegt hjá lögreglunni: Skilaði peningaveski sem var stútfullt af reiðufé Verslunarmannahelgin er gengin í garð og fór hún rólega af stað um allt land. 1. ágúst 2015 09:43
Góðar sögur gerast um Verslunarmannahelgina Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar deila skemmtilegum sögum sem gerðust um þessa mestu ferðahelgi ársins. 1. ágúst 2015 14:30