Rólegt hjá lögreglunni: Skilaði peningaveski sem var stútfullt af reiðufé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. ágúst 2015 09:43 Það var nokkuð rólegt hjá lögreglunni fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar. vísir/vilhelm Verslunarmannahelgin hófst á rólegu nótunum samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum landsins. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var formlega sett í gær og síðastliðinn sólarhring eða svo hefur fólk streymt til Eyja. Talið er að um tíu þúsund manns taki þátt í hátíðarhöldunum í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að nóttin hafi gengið afar vel. Enginn alvarleg mál hafi komið upp. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunar. Þá hafa þrjátíu fíkniefnamál komið upp í Vestmannaeyjum það sem af er en sex lögreglumenn sinna þessum málum málaflokki á Þjóðhátíð. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Jóhannes segir málin þrjátíu taka til neysluskammta. Efnin eru jafnframt af ýmsum toga en fyrst og fremst hvít efni. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi gekk umferðin til Landeyjahafnar vel. Hún hafi verið þétt en sama og ekkert hafi verið um hraðakstur. Engin óhöpp urðu. Það gekk einnig vel á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram. Að sögn lögreglu var lítil ölvun í bænum. Eitthvað var um smá pústra og tveir sváfu úr sér í fangageymslu. Einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum víns. Á sama stað fer Unglingalandsmót UMFÍ fram þessa helgi. Lögreglan segir að lítið sé um að gestir hátíðanna rekist hvor á annan. Keppendur og fjölskyldur þeirra séu á öðru tjaldstæði og oftar en ekki sé fólkið á ferli á mismunandi tímum sólarhringsins. Á Neskaupsstað fer Neistaflug fram. Samkvæmt Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi, var lítill erill. Það hafi verið örlítið nudd en ekkert umfram það sem við var að búast. Enginn gisti fangageymslur og enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Jónas segir að eftirlit með komu gesta hafi verið töluvert og nokkrir hafi verið teknir fyrir hraðakstur og að auki hafi folk verið stöðvað þar sem eftirvagnar þeirra voru ekki fullnægjandi. Fimm hafi verið sendir raklaust í næstu verslun að kaupa sér framlengingu á baksýnisspegla sína. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum má síðan finna sögu af manni sem fann seðlaveski og skilaði því til lögreglunnar. Veskið var fullt af reiðufé og tilheyrði erlendum ferðamanni. Hann var gráti næst þegar hún kom og sótti veski sitt til lögreglunnar.Óþekktur aðili kom á lögreglustöðina við Hringbraut í dag og skilaði inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu. Þa...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Friday, 31 July 2015 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Verslunarmannahelgin hófst á rólegu nótunum samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum landsins. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var formlega sett í gær og síðastliðinn sólarhring eða svo hefur fólk streymt til Eyja. Talið er að um tíu þúsund manns taki þátt í hátíðarhöldunum í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að nóttin hafi gengið afar vel. Enginn alvarleg mál hafi komið upp. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunar. Þá hafa þrjátíu fíkniefnamál komið upp í Vestmannaeyjum það sem af er en sex lögreglumenn sinna þessum málum málaflokki á Þjóðhátíð. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Jóhannes segir málin þrjátíu taka til neysluskammta. Efnin eru jafnframt af ýmsum toga en fyrst og fremst hvít efni. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi gekk umferðin til Landeyjahafnar vel. Hún hafi verið þétt en sama og ekkert hafi verið um hraðakstur. Engin óhöpp urðu. Það gekk einnig vel á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram. Að sögn lögreglu var lítil ölvun í bænum. Eitthvað var um smá pústra og tveir sváfu úr sér í fangageymslu. Einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum víns. Á sama stað fer Unglingalandsmót UMFÍ fram þessa helgi. Lögreglan segir að lítið sé um að gestir hátíðanna rekist hvor á annan. Keppendur og fjölskyldur þeirra séu á öðru tjaldstæði og oftar en ekki sé fólkið á ferli á mismunandi tímum sólarhringsins. Á Neskaupsstað fer Neistaflug fram. Samkvæmt Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi, var lítill erill. Það hafi verið örlítið nudd en ekkert umfram það sem við var að búast. Enginn gisti fangageymslur og enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Jónas segir að eftirlit með komu gesta hafi verið töluvert og nokkrir hafi verið teknir fyrir hraðakstur og að auki hafi folk verið stöðvað þar sem eftirvagnar þeirra voru ekki fullnægjandi. Fimm hafi verið sendir raklaust í næstu verslun að kaupa sér framlengingu á baksýnisspegla sína. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum má síðan finna sögu af manni sem fann seðlaveski og skilaði því til lögreglunnar. Veskið var fullt af reiðufé og tilheyrði erlendum ferðamanni. Hann var gráti næst þegar hún kom og sótti veski sitt til lögreglunnar.Óþekktur aðili kom á lögreglustöðina við Hringbraut í dag og skilaði inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu. Þa...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Friday, 31 July 2015
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira