Rólegt hjá lögreglunni: Skilaði peningaveski sem var stútfullt af reiðufé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. ágúst 2015 09:43 Það var nokkuð rólegt hjá lögreglunni fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar. vísir/vilhelm Verslunarmannahelgin hófst á rólegu nótunum samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum landsins. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var formlega sett í gær og síðastliðinn sólarhring eða svo hefur fólk streymt til Eyja. Talið er að um tíu þúsund manns taki þátt í hátíðarhöldunum í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að nóttin hafi gengið afar vel. Enginn alvarleg mál hafi komið upp. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunar. Þá hafa þrjátíu fíkniefnamál komið upp í Vestmannaeyjum það sem af er en sex lögreglumenn sinna þessum málum málaflokki á Þjóðhátíð. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Jóhannes segir málin þrjátíu taka til neysluskammta. Efnin eru jafnframt af ýmsum toga en fyrst og fremst hvít efni. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi gekk umferðin til Landeyjahafnar vel. Hún hafi verið þétt en sama og ekkert hafi verið um hraðakstur. Engin óhöpp urðu. Það gekk einnig vel á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram. Að sögn lögreglu var lítil ölvun í bænum. Eitthvað var um smá pústra og tveir sváfu úr sér í fangageymslu. Einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum víns. Á sama stað fer Unglingalandsmót UMFÍ fram þessa helgi. Lögreglan segir að lítið sé um að gestir hátíðanna rekist hvor á annan. Keppendur og fjölskyldur þeirra séu á öðru tjaldstæði og oftar en ekki sé fólkið á ferli á mismunandi tímum sólarhringsins. Á Neskaupsstað fer Neistaflug fram. Samkvæmt Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi, var lítill erill. Það hafi verið örlítið nudd en ekkert umfram það sem við var að búast. Enginn gisti fangageymslur og enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Jónas segir að eftirlit með komu gesta hafi verið töluvert og nokkrir hafi verið teknir fyrir hraðakstur og að auki hafi folk verið stöðvað þar sem eftirvagnar þeirra voru ekki fullnægjandi. Fimm hafi verið sendir raklaust í næstu verslun að kaupa sér framlengingu á baksýnisspegla sína. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum má síðan finna sögu af manni sem fann seðlaveski og skilaði því til lögreglunnar. Veskið var fullt af reiðufé og tilheyrði erlendum ferðamanni. Hann var gráti næst þegar hún kom og sótti veski sitt til lögreglunnar.Óþekktur aðili kom á lögreglustöðina við Hringbraut í dag og skilaði inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu. Þa...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Friday, 31 July 2015 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Verslunarmannahelgin hófst á rólegu nótunum samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum landsins. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var formlega sett í gær og síðastliðinn sólarhring eða svo hefur fólk streymt til Eyja. Talið er að um tíu þúsund manns taki þátt í hátíðarhöldunum í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að nóttin hafi gengið afar vel. Enginn alvarleg mál hafi komið upp. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunar. Þá hafa þrjátíu fíkniefnamál komið upp í Vestmannaeyjum það sem af er en sex lögreglumenn sinna þessum málum málaflokki á Þjóðhátíð. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Jóhannes segir málin þrjátíu taka til neysluskammta. Efnin eru jafnframt af ýmsum toga en fyrst og fremst hvít efni. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi gekk umferðin til Landeyjahafnar vel. Hún hafi verið þétt en sama og ekkert hafi verið um hraðakstur. Engin óhöpp urðu. Það gekk einnig vel á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram. Að sögn lögreglu var lítil ölvun í bænum. Eitthvað var um smá pústra og tveir sváfu úr sér í fangageymslu. Einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum víns. Á sama stað fer Unglingalandsmót UMFÍ fram þessa helgi. Lögreglan segir að lítið sé um að gestir hátíðanna rekist hvor á annan. Keppendur og fjölskyldur þeirra séu á öðru tjaldstæði og oftar en ekki sé fólkið á ferli á mismunandi tímum sólarhringsins. Á Neskaupsstað fer Neistaflug fram. Samkvæmt Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi, var lítill erill. Það hafi verið örlítið nudd en ekkert umfram það sem við var að búast. Enginn gisti fangageymslur og enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Jónas segir að eftirlit með komu gesta hafi verið töluvert og nokkrir hafi verið teknir fyrir hraðakstur og að auki hafi folk verið stöðvað þar sem eftirvagnar þeirra voru ekki fullnægjandi. Fimm hafi verið sendir raklaust í næstu verslun að kaupa sér framlengingu á baksýnisspegla sína. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum má síðan finna sögu af manni sem fann seðlaveski og skilaði því til lögreglunnar. Veskið var fullt af reiðufé og tilheyrði erlendum ferðamanni. Hann var gráti næst þegar hún kom og sótti veski sitt til lögreglunnar.Óþekktur aðili kom á lögreglustöðina við Hringbraut í dag og skilaði inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu. Þa...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Friday, 31 July 2015
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira