Rólegt hjá lögreglunni: Skilaði peningaveski sem var stútfullt af reiðufé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. ágúst 2015 09:43 Það var nokkuð rólegt hjá lögreglunni fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar. vísir/vilhelm Verslunarmannahelgin hófst á rólegu nótunum samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum landsins. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var formlega sett í gær og síðastliðinn sólarhring eða svo hefur fólk streymt til Eyja. Talið er að um tíu þúsund manns taki þátt í hátíðarhöldunum í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að nóttin hafi gengið afar vel. Enginn alvarleg mál hafi komið upp. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunar. Þá hafa þrjátíu fíkniefnamál komið upp í Vestmannaeyjum það sem af er en sex lögreglumenn sinna þessum málum málaflokki á Þjóðhátíð. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Jóhannes segir málin þrjátíu taka til neysluskammta. Efnin eru jafnframt af ýmsum toga en fyrst og fremst hvít efni. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi gekk umferðin til Landeyjahafnar vel. Hún hafi verið þétt en sama og ekkert hafi verið um hraðakstur. Engin óhöpp urðu. Það gekk einnig vel á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram. Að sögn lögreglu var lítil ölvun í bænum. Eitthvað var um smá pústra og tveir sváfu úr sér í fangageymslu. Einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum víns. Á sama stað fer Unglingalandsmót UMFÍ fram þessa helgi. Lögreglan segir að lítið sé um að gestir hátíðanna rekist hvor á annan. Keppendur og fjölskyldur þeirra séu á öðru tjaldstæði og oftar en ekki sé fólkið á ferli á mismunandi tímum sólarhringsins. Á Neskaupsstað fer Neistaflug fram. Samkvæmt Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi, var lítill erill. Það hafi verið örlítið nudd en ekkert umfram það sem við var að búast. Enginn gisti fangageymslur og enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Jónas segir að eftirlit með komu gesta hafi verið töluvert og nokkrir hafi verið teknir fyrir hraðakstur og að auki hafi folk verið stöðvað þar sem eftirvagnar þeirra voru ekki fullnægjandi. Fimm hafi verið sendir raklaust í næstu verslun að kaupa sér framlengingu á baksýnisspegla sína. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum má síðan finna sögu af manni sem fann seðlaveski og skilaði því til lögreglunnar. Veskið var fullt af reiðufé og tilheyrði erlendum ferðamanni. Hann var gráti næst þegar hún kom og sótti veski sitt til lögreglunnar.Óþekktur aðili kom á lögreglustöðina við Hringbraut í dag og skilaði inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu. Þa...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Friday, 31 July 2015 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Verslunarmannahelgin hófst á rólegu nótunum samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum landsins. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var formlega sett í gær og síðastliðinn sólarhring eða svo hefur fólk streymt til Eyja. Talið er að um tíu þúsund manns taki þátt í hátíðarhöldunum í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að nóttin hafi gengið afar vel. Enginn alvarleg mál hafi komið upp. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunar. Þá hafa þrjátíu fíkniefnamál komið upp í Vestmannaeyjum það sem af er en sex lögreglumenn sinna þessum málum málaflokki á Þjóðhátíð. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Jóhannes segir málin þrjátíu taka til neysluskammta. Efnin eru jafnframt af ýmsum toga en fyrst og fremst hvít efni. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi gekk umferðin til Landeyjahafnar vel. Hún hafi verið þétt en sama og ekkert hafi verið um hraðakstur. Engin óhöpp urðu. Það gekk einnig vel á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram. Að sögn lögreglu var lítil ölvun í bænum. Eitthvað var um smá pústra og tveir sváfu úr sér í fangageymslu. Einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum víns. Á sama stað fer Unglingalandsmót UMFÍ fram þessa helgi. Lögreglan segir að lítið sé um að gestir hátíðanna rekist hvor á annan. Keppendur og fjölskyldur þeirra séu á öðru tjaldstæði og oftar en ekki sé fólkið á ferli á mismunandi tímum sólarhringsins. Á Neskaupsstað fer Neistaflug fram. Samkvæmt Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi, var lítill erill. Það hafi verið örlítið nudd en ekkert umfram það sem við var að búast. Enginn gisti fangageymslur og enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Jónas segir að eftirlit með komu gesta hafi verið töluvert og nokkrir hafi verið teknir fyrir hraðakstur og að auki hafi folk verið stöðvað þar sem eftirvagnar þeirra voru ekki fullnægjandi. Fimm hafi verið sendir raklaust í næstu verslun að kaupa sér framlengingu á baksýnisspegla sína. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum má síðan finna sögu af manni sem fann seðlaveski og skilaði því til lögreglunnar. Veskið var fullt af reiðufé og tilheyrði erlendum ferðamanni. Hann var gráti næst þegar hún kom og sótti veski sitt til lögreglunnar.Óþekktur aðili kom á lögreglustöðina við Hringbraut í dag og skilaði inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu. Þa...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Friday, 31 July 2015
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira