Netverjar klofnir í afstöðu til skeiðasleikis Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2015 14:15 „Auðvitað veit ég að þetta er stranglega bannað,“ sagði yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri við Vísi fyrr í dag. Eitt heitasta umræðuefni Íslendinga á samfélagsmiðlum í dag er yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri sem var staðinn að því í beinni útsendingu að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði síðan til að skenkja á diski viðskiptavina. Yfirmatreiðslumaðurinn er Garðar Kári Garðarsson sem sagði þetta atvik ekki til eftirbreytni þegar Vísir náði tali af honum í dag og þá kom Steinar Pálmi Ágústsson, veitingastjóri á Strikinu, fram þeirri athugasemd að diskarnir voru aldrei bornir á borð gesta. Tæknimaður RÚV hafði bent þeim á málið og þeir um leið hætt við að bera fram réttina.Sjá einnig:Sleikti skeið og stakk henni í sósuna í beinni á RÚV Út frá þessu atviki hefur skapast töluverð umræða á vefnum hvort þetta sé eitthvað sem virkilega skipti máli, að kokkur á veitingahúsi sleiki skeið sem hann notar við matseldina.Mörgum hryllir við tilhugsuninni en þó eru aðrir sem eru ekki á sama máli líkt og leikarinn og uppistandarinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem segir málið vera storm í vatnsglasi.Að kokkurinn hafi sleikt skeið. No big deal.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 7, 2015 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, benti á að eflaust væri þetta tíu þúsundasta skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.@DNADORI Þetta var bókað 30. skeiðin sem hann sleikti í gær. Og 10.000. skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.— Atli Fannar (@atlifannar) May 7, 2015 Íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason er á öðru máli.@DNADORI það er ógeðslegt!— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 7, 2015 Svo eru aðrir sem vísa í óstaðfesta tölfræði máli sínu til stuðnings.Vá hvað mér væri sama! helmingurinn af þessu fólki sem er að commenta mun svo setja kynfæri upp í sig í kvöld #væl http://t.co/oooEO9Vnac— Aron Leví Beck (@aron_beck) May 7, 2015 Umræðan um atvikið er því sannarlega fjörleg líkt og sjá má í athugasemdakerfi við fyrri frétt Vísis af málinu.Hefur fólk almennt séð hvernig Masterchef Maggi á Texas eldar? Þetta er ekkert til að gera veður útaf! #ÍNN http://t.co/fZmwjKIwcN— Hilmar Þór (@hilmartor) May 7, 2015 Bíddu síðan hvenær er það ógeðslegt að dassa smá ást og alúð í matinn? http://t.co/94AdbWpBS7— Hallgrímur Oddsson (@hallgrimuro) May 7, 2015 Veitingahúsið Sleikta skeiðin, færi maður ekki þangað?— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) May 7, 2015 MyndSkeið kom upp um kokkinn að sleikja skeið. Fór hann yfir strikið þarna? #masterchef— Arnar Már Guðjónsson (@addari) May 7, 2015 Nýi matseðillinn á Strikinu er einkar spennandi. Við sjáum myndskeið: https://t.co/zkypMDtBR7— Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 7, 2015 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Eitt heitasta umræðuefni Íslendinga á samfélagsmiðlum í dag er yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri sem var staðinn að því í beinni útsendingu að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði síðan til að skenkja á diski viðskiptavina. Yfirmatreiðslumaðurinn er Garðar Kári Garðarsson sem sagði þetta atvik ekki til eftirbreytni þegar Vísir náði tali af honum í dag og þá kom Steinar Pálmi Ágústsson, veitingastjóri á Strikinu, fram þeirri athugasemd að diskarnir voru aldrei bornir á borð gesta. Tæknimaður RÚV hafði bent þeim á málið og þeir um leið hætt við að bera fram réttina.Sjá einnig:Sleikti skeið og stakk henni í sósuna í beinni á RÚV Út frá þessu atviki hefur skapast töluverð umræða á vefnum hvort þetta sé eitthvað sem virkilega skipti máli, að kokkur á veitingahúsi sleiki skeið sem hann notar við matseldina.Mörgum hryllir við tilhugsuninni en þó eru aðrir sem eru ekki á sama máli líkt og leikarinn og uppistandarinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem segir málið vera storm í vatnsglasi.Að kokkurinn hafi sleikt skeið. No big deal.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 7, 2015 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, benti á að eflaust væri þetta tíu þúsundasta skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.@DNADORI Þetta var bókað 30. skeiðin sem hann sleikti í gær. Og 10.000. skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.— Atli Fannar (@atlifannar) May 7, 2015 Íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason er á öðru máli.@DNADORI það er ógeðslegt!— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 7, 2015 Svo eru aðrir sem vísa í óstaðfesta tölfræði máli sínu til stuðnings.Vá hvað mér væri sama! helmingurinn af þessu fólki sem er að commenta mun svo setja kynfæri upp í sig í kvöld #væl http://t.co/oooEO9Vnac— Aron Leví Beck (@aron_beck) May 7, 2015 Umræðan um atvikið er því sannarlega fjörleg líkt og sjá má í athugasemdakerfi við fyrri frétt Vísis af málinu.Hefur fólk almennt séð hvernig Masterchef Maggi á Texas eldar? Þetta er ekkert til að gera veður útaf! #ÍNN http://t.co/fZmwjKIwcN— Hilmar Þór (@hilmartor) May 7, 2015 Bíddu síðan hvenær er það ógeðslegt að dassa smá ást og alúð í matinn? http://t.co/94AdbWpBS7— Hallgrímur Oddsson (@hallgrimuro) May 7, 2015 Veitingahúsið Sleikta skeiðin, færi maður ekki þangað?— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) May 7, 2015 MyndSkeið kom upp um kokkinn að sleikja skeið. Fór hann yfir strikið þarna? #masterchef— Arnar Már Guðjónsson (@addari) May 7, 2015 Nýi matseðillinn á Strikinu er einkar spennandi. Við sjáum myndskeið: https://t.co/zkypMDtBR7— Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 7, 2015
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira