Biggi lögga harmar viðbrögð Sveins Andra: „Þetta voru fyrst og fremst orð föður“ Bjarki Ármannsson skrifar 23. nóvember 2015 19:31 Lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson, sem einnig er þekktur sem Biggi lögga, segist aldrei fengið jafn mikil viðbrögð við pistli og við þeim sem hann birti um helgina og fjallaði um umdeildan sýknudóm yfir fimm ungum mönnum sem ákærðir voru fyrir hópnauðgun. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður eins hinna sýknuðu, sagði lögreglumanninn brjóta gegn grundvallarreglum með því að tjá sig um málið á þennan hátt og kallar eftir því að Birgir verði rekinn, eða settur í gangbrautarvörslu.Sorglegt ef kastljósið beinist að sér „Mér finnst þetta kannski fyrst og fremst bara svolítið sorglegt,“ segir Birgir í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Auðvitað var það ekki tilgangur minn að valda angist neins.“Fréttavefur Hringbrautar greindi frá því fyrr í dag að formlegt erindi frá Sveini Andra hefði borist lögreglu og að það væri til skoðunar hjá embættinu. Birgir sagði meðal annars í Facebook-pistli sínum, sem vakti mjög mikla athygli, að þó réttarkerfið hafi ekki náð utan um brot ungu mannanna gerði samfélagið það. Mönnunum var gefið að sök að hafa haft margs konar kynferðismök við sextán ára stúlku, meðal annars með því að beita hana ofbeldi.Til ungu mannanna sem voru kærðir fyrir að nauðga 16 ára stúlku í Asparfelli; Þó svo að réttarkerfið nái ekki utan um...Posted by Birgir Örn Guðjónsson on 21. nóvember 2015Birgir bendir á að hann hafi skrifað um málið á sína persónulegu Facebook-síðu, ekki síðuna sem heldur úti undir heitinu „Biggi lögga“ þar sem hann tjáir sig um ýmis mál tengd lögreglustarfinu. Hann segist þó átta sig á því að fólk geri almennt ekki mikinn greinarmun á því hvort hann tjái sig sem Birgir Örn eða Biggi lögga hverju sinni. „Þessi orð voru bara fyrst og fremst orð föður, börnin mín eru náttúrulega það dýrmætasta sem ég á og þetta umhverfi skelfir mig pínu og þess vegna skrifa ég þessi orð,“ segir hann. „Mér finnst það líka frekar sorglegt ef kastljósið verður á því sem er að gerast á milli okkar (Sveins Andra), sem það á alls ekki að vera.“Lögreglumenn alltaf hlutlausir þegar þeir vinna að málum Hann segir það mjög eðlilegt að ræða það hvort honum beri að tjá sig um lögreglumál, verandi starfandi lögreglumaður.Sveinn Andri Sveinsson er verjandi eins mannanna.Vísir/GVA„En ég held að það megi ekki gera það lítið úr lögreglumönnum að segja að þeir geti ekki verið faglegir þó þeir hafi skoðanir,“ segir hann. „Við erum bara menn og við höfum skoðanir á hlutum sem gerast en við erum að sjálfsögðu alltaf hlutlausir þegar við vinnum að málunum. Það kallast bara fagmennska. Líkt og lögfræðingar sem eru að verja menn og vita oft alveg hvað þeir hafa gert en verja þá engu að síður og eru að sjálfsögðu fagmenn.“ Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar sýknudómsins og hafa margir lagt orð í belg um málið. Birgir segist alla gera sér grein fyrir hversu erfið mál af þessu tagi séu og leggur til að skoða löggjöf í Noregi sem leyfi refsingu fyrir gáleysi í kynferðisbrotamálum. „Kannski ætlaði enginn sér neitt slæmt, en menn ættu að vita að það er ekki í lagi að nokkrir aðilar skiptist á að sofa hjá sextán ára drukkinni stelpu,“ segir hann. „Menn ættu að vita að það er ekki eðlilegt að unglingsstúlkur þurfi að taka þátt í einhvers konar kynferðislegum athöfnum til að komast inn í partí. Þetta eru svona hlutir sem menn eiga að geta sagt sér.“ Hlýða má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir „Erfitt að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi“ Stígamót segja að nú rigni eldi og brennisteini. 20. nóvember 2015 13:54 Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21 Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum. 20. nóvember 2015 11:42 Vinkonur stúlkunnar breyttu framburði sínum fyrir dómi Vitnisburður þeirra hjá lögreglu annar en við vitnaleiðslur fyrir dómi. 21. nóvember 2015 20:26 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson, sem einnig er þekktur sem Biggi lögga, segist aldrei fengið jafn mikil viðbrögð við pistli og við þeim sem hann birti um helgina og fjallaði um umdeildan sýknudóm yfir fimm ungum mönnum sem ákærðir voru fyrir hópnauðgun. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður eins hinna sýknuðu, sagði lögreglumanninn brjóta gegn grundvallarreglum með því að tjá sig um málið á þennan hátt og kallar eftir því að Birgir verði rekinn, eða settur í gangbrautarvörslu.Sorglegt ef kastljósið beinist að sér „Mér finnst þetta kannski fyrst og fremst bara svolítið sorglegt,“ segir Birgir í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Auðvitað var það ekki tilgangur minn að valda angist neins.“Fréttavefur Hringbrautar greindi frá því fyrr í dag að formlegt erindi frá Sveini Andra hefði borist lögreglu og að það væri til skoðunar hjá embættinu. Birgir sagði meðal annars í Facebook-pistli sínum, sem vakti mjög mikla athygli, að þó réttarkerfið hafi ekki náð utan um brot ungu mannanna gerði samfélagið það. Mönnunum var gefið að sök að hafa haft margs konar kynferðismök við sextán ára stúlku, meðal annars með því að beita hana ofbeldi.Til ungu mannanna sem voru kærðir fyrir að nauðga 16 ára stúlku í Asparfelli; Þó svo að réttarkerfið nái ekki utan um...Posted by Birgir Örn Guðjónsson on 21. nóvember 2015Birgir bendir á að hann hafi skrifað um málið á sína persónulegu Facebook-síðu, ekki síðuna sem heldur úti undir heitinu „Biggi lögga“ þar sem hann tjáir sig um ýmis mál tengd lögreglustarfinu. Hann segist þó átta sig á því að fólk geri almennt ekki mikinn greinarmun á því hvort hann tjái sig sem Birgir Örn eða Biggi lögga hverju sinni. „Þessi orð voru bara fyrst og fremst orð föður, börnin mín eru náttúrulega það dýrmætasta sem ég á og þetta umhverfi skelfir mig pínu og þess vegna skrifa ég þessi orð,“ segir hann. „Mér finnst það líka frekar sorglegt ef kastljósið verður á því sem er að gerast á milli okkar (Sveins Andra), sem það á alls ekki að vera.“Lögreglumenn alltaf hlutlausir þegar þeir vinna að málum Hann segir það mjög eðlilegt að ræða það hvort honum beri að tjá sig um lögreglumál, verandi starfandi lögreglumaður.Sveinn Andri Sveinsson er verjandi eins mannanna.Vísir/GVA„En ég held að það megi ekki gera það lítið úr lögreglumönnum að segja að þeir geti ekki verið faglegir þó þeir hafi skoðanir,“ segir hann. „Við erum bara menn og við höfum skoðanir á hlutum sem gerast en við erum að sjálfsögðu alltaf hlutlausir þegar við vinnum að málunum. Það kallast bara fagmennska. Líkt og lögfræðingar sem eru að verja menn og vita oft alveg hvað þeir hafa gert en verja þá engu að síður og eru að sjálfsögðu fagmenn.“ Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar sýknudómsins og hafa margir lagt orð í belg um málið. Birgir segist alla gera sér grein fyrir hversu erfið mál af þessu tagi séu og leggur til að skoða löggjöf í Noregi sem leyfi refsingu fyrir gáleysi í kynferðisbrotamálum. „Kannski ætlaði enginn sér neitt slæmt, en menn ættu að vita að það er ekki í lagi að nokkrir aðilar skiptist á að sofa hjá sextán ára drukkinni stelpu,“ segir hann. „Menn ættu að vita að það er ekki eðlilegt að unglingsstúlkur þurfi að taka þátt í einhvers konar kynferðislegum athöfnum til að komast inn í partí. Þetta eru svona hlutir sem menn eiga að geta sagt sér.“ Hlýða má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir „Erfitt að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi“ Stígamót segja að nú rigni eldi og brennisteini. 20. nóvember 2015 13:54 Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21 Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum. 20. nóvember 2015 11:42 Vinkonur stúlkunnar breyttu framburði sínum fyrir dómi Vitnisburður þeirra hjá lögreglu annar en við vitnaleiðslur fyrir dómi. 21. nóvember 2015 20:26 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Erfitt að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi“ Stígamót segja að nú rigni eldi og brennisteini. 20. nóvember 2015 13:54
Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21
Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum. 20. nóvember 2015 11:42
Vinkonur stúlkunnar breyttu framburði sínum fyrir dómi Vitnisburður þeirra hjá lögreglu annar en við vitnaleiðslur fyrir dómi. 21. nóvember 2015 20:26
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels