Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2015 11:42 Piltarnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald daginn eftir að þeir voru kærðir fyrir nauðgun. Framburður þeirra var efnislega á sama veg í gegnum allar skýrslutökur. Vísir/Vilhelm Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra var efnislega á sama veg. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði komið fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykkt því sem fram fór í íbúðinni. Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs en stúlkan varð átján ára í sumar. Einn piltanna, sá elsti, hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa tekið upp hluta þess sem fram fór í svefnherberginu.Í niðurstöðu dómsins segir að hinir ákærðu hafi hver um sig lýst málinu efnislega á sama veg frá upphafi, allt frá því að þeir voru í einangrun og gæsluvarðhaldi í kjölfar þess að hafa verið handteknir. Dómurinn segir hins vegar að vitnisburður stúlkunnar hafi verið breytilegur um sumt og að hún hafi munað sumt illa.Mótmæltu upptöku myndbands Þá nefnir dómurinn sérstaklega að svo virðist sem hún hafi fyrst greint frá nauðgun eftir að ljóst var að hluti atburðanna hafi verið teknir upp á myndband. Stúlkan og nokkrir piltanna munu samkvæmt vitnisburði hafa verið ósátt við upptöku myndbands og mótmælt. Dæmdi hafi sagst ekki vera að taka upp myndband heldur aðeins að nota ljósið á síma sínum til að lýsa upp herbergið. Fullyrti hann að enginn hefði mótmælt upptökunni, aðeins ljósinu. Í vitnaleiðslum fyrir dómi kemur einnig fram að stúlkan hafi sagt við vinkonur sínar að hún ætlaði að segja atburðinn hafa verið nauðgun færi fyrrnefnd myndbandsupptaka í dreifingu. Dómurinn vísar einnig til þess sem sást í myndbandsupptöku úr eftirlitsmyndavél í húsinu þar sem atburðirnir áttu sér stað. Á upptökunni sést hún tala í síma og sækja þýfi sem komið hafði verið fyrir undir stiga í húsinu. Dómurinn segir að af þessari upptöku verði ekki ráðið að hún hafi skömmu fyrr orðið fyrir því alvarlega broti sem lýst var í ákærunni.Einn dómarinn skilaði sératkvæði Sem fyrr segir hlaut elsti pilturinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm auk þess sem hann þarf að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur fyrir að taka upp án hennar samþykkis. Hann var hins vegar sýknaður af því að hafa sýnt samnemendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti myndbandi. Einn dómari í málinu, Arngrímur Ísberg, skilaði sératkvæði í þessum ákærulið en hann taldi komna fram lögfulla sönnun þess að ákærði hefði sýnt myndbandið. Um alvarlegt brort væri að ræða og mikla meingerð af hálfu ákærða gagnvart stúlkunni og ætti refsing hans því að vera þyngri og miskabætur hærri.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra var efnislega á sama veg. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði komið fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykkt því sem fram fór í íbúðinni. Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs en stúlkan varð átján ára í sumar. Einn piltanna, sá elsti, hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa tekið upp hluta þess sem fram fór í svefnherberginu.Í niðurstöðu dómsins segir að hinir ákærðu hafi hver um sig lýst málinu efnislega á sama veg frá upphafi, allt frá því að þeir voru í einangrun og gæsluvarðhaldi í kjölfar þess að hafa verið handteknir. Dómurinn segir hins vegar að vitnisburður stúlkunnar hafi verið breytilegur um sumt og að hún hafi munað sumt illa.Mótmæltu upptöku myndbands Þá nefnir dómurinn sérstaklega að svo virðist sem hún hafi fyrst greint frá nauðgun eftir að ljóst var að hluti atburðanna hafi verið teknir upp á myndband. Stúlkan og nokkrir piltanna munu samkvæmt vitnisburði hafa verið ósátt við upptöku myndbands og mótmælt. Dæmdi hafi sagst ekki vera að taka upp myndband heldur aðeins að nota ljósið á síma sínum til að lýsa upp herbergið. Fullyrti hann að enginn hefði mótmælt upptökunni, aðeins ljósinu. Í vitnaleiðslum fyrir dómi kemur einnig fram að stúlkan hafi sagt við vinkonur sínar að hún ætlaði að segja atburðinn hafa verið nauðgun færi fyrrnefnd myndbandsupptaka í dreifingu. Dómurinn vísar einnig til þess sem sást í myndbandsupptöku úr eftirlitsmyndavél í húsinu þar sem atburðirnir áttu sér stað. Á upptökunni sést hún tala í síma og sækja þýfi sem komið hafði verið fyrir undir stiga í húsinu. Dómurinn segir að af þessari upptöku verði ekki ráðið að hún hafi skömmu fyrr orðið fyrir því alvarlega broti sem lýst var í ákærunni.Einn dómarinn skilaði sératkvæði Sem fyrr segir hlaut elsti pilturinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm auk þess sem hann þarf að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur fyrir að taka upp án hennar samþykkis. Hann var hins vegar sýknaður af því að hafa sýnt samnemendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti myndbandi. Einn dómari í málinu, Arngrímur Ísberg, skilaði sératkvæði í þessum ákærulið en hann taldi komna fram lögfulla sönnun þess að ákærði hefði sýnt myndbandið. Um alvarlegt brort væri að ræða og mikla meingerð af hálfu ákærða gagnvart stúlkunni og ætti refsing hans því að vera þyngri og miskabætur hærri.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15