Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2015 11:42 Piltarnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald daginn eftir að þeir voru kærðir fyrir nauðgun. Framburður þeirra var efnislega á sama veg í gegnum allar skýrslutökur. Vísir/Vilhelm Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra var efnislega á sama veg. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði komið fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykkt því sem fram fór í íbúðinni. Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs en stúlkan varð átján ára í sumar. Einn piltanna, sá elsti, hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa tekið upp hluta þess sem fram fór í svefnherberginu.Í niðurstöðu dómsins segir að hinir ákærðu hafi hver um sig lýst málinu efnislega á sama veg frá upphafi, allt frá því að þeir voru í einangrun og gæsluvarðhaldi í kjölfar þess að hafa verið handteknir. Dómurinn segir hins vegar að vitnisburður stúlkunnar hafi verið breytilegur um sumt og að hún hafi munað sumt illa.Mótmæltu upptöku myndbands Þá nefnir dómurinn sérstaklega að svo virðist sem hún hafi fyrst greint frá nauðgun eftir að ljóst var að hluti atburðanna hafi verið teknir upp á myndband. Stúlkan og nokkrir piltanna munu samkvæmt vitnisburði hafa verið ósátt við upptöku myndbands og mótmælt. Dæmdi hafi sagst ekki vera að taka upp myndband heldur aðeins að nota ljósið á síma sínum til að lýsa upp herbergið. Fullyrti hann að enginn hefði mótmælt upptökunni, aðeins ljósinu. Í vitnaleiðslum fyrir dómi kemur einnig fram að stúlkan hafi sagt við vinkonur sínar að hún ætlaði að segja atburðinn hafa verið nauðgun færi fyrrnefnd myndbandsupptaka í dreifingu. Dómurinn vísar einnig til þess sem sást í myndbandsupptöku úr eftirlitsmyndavél í húsinu þar sem atburðirnir áttu sér stað. Á upptökunni sést hún tala í síma og sækja þýfi sem komið hafði verið fyrir undir stiga í húsinu. Dómurinn segir að af þessari upptöku verði ekki ráðið að hún hafi skömmu fyrr orðið fyrir því alvarlega broti sem lýst var í ákærunni.Einn dómarinn skilaði sératkvæði Sem fyrr segir hlaut elsti pilturinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm auk þess sem hann þarf að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur fyrir að taka upp án hennar samþykkis. Hann var hins vegar sýknaður af því að hafa sýnt samnemendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti myndbandi. Einn dómari í málinu, Arngrímur Ísberg, skilaði sératkvæði í þessum ákærulið en hann taldi komna fram lögfulla sönnun þess að ákærði hefði sýnt myndbandið. Um alvarlegt brort væri að ræða og mikla meingerð af hálfu ákærða gagnvart stúlkunni og ætti refsing hans því að vera þyngri og miskabætur hærri.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra var efnislega á sama veg. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði komið fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykkt því sem fram fór í íbúðinni. Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs en stúlkan varð átján ára í sumar. Einn piltanna, sá elsti, hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa tekið upp hluta þess sem fram fór í svefnherberginu.Í niðurstöðu dómsins segir að hinir ákærðu hafi hver um sig lýst málinu efnislega á sama veg frá upphafi, allt frá því að þeir voru í einangrun og gæsluvarðhaldi í kjölfar þess að hafa verið handteknir. Dómurinn segir hins vegar að vitnisburður stúlkunnar hafi verið breytilegur um sumt og að hún hafi munað sumt illa.Mótmæltu upptöku myndbands Þá nefnir dómurinn sérstaklega að svo virðist sem hún hafi fyrst greint frá nauðgun eftir að ljóst var að hluti atburðanna hafi verið teknir upp á myndband. Stúlkan og nokkrir piltanna munu samkvæmt vitnisburði hafa verið ósátt við upptöku myndbands og mótmælt. Dæmdi hafi sagst ekki vera að taka upp myndband heldur aðeins að nota ljósið á síma sínum til að lýsa upp herbergið. Fullyrti hann að enginn hefði mótmælt upptökunni, aðeins ljósinu. Í vitnaleiðslum fyrir dómi kemur einnig fram að stúlkan hafi sagt við vinkonur sínar að hún ætlaði að segja atburðinn hafa verið nauðgun færi fyrrnefnd myndbandsupptaka í dreifingu. Dómurinn vísar einnig til þess sem sást í myndbandsupptöku úr eftirlitsmyndavél í húsinu þar sem atburðirnir áttu sér stað. Á upptökunni sést hún tala í síma og sækja þýfi sem komið hafði verið fyrir undir stiga í húsinu. Dómurinn segir að af þessari upptöku verði ekki ráðið að hún hafi skömmu fyrr orðið fyrir því alvarlega broti sem lýst var í ákærunni.Einn dómarinn skilaði sératkvæði Sem fyrr segir hlaut elsti pilturinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm auk þess sem hann þarf að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur fyrir að taka upp án hennar samþykkis. Hann var hins vegar sýknaður af því að hafa sýnt samnemendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti myndbandi. Einn dómari í málinu, Arngrímur Ísberg, skilaði sératkvæði í þessum ákærulið en hann taldi komna fram lögfulla sönnun þess að ákærði hefði sýnt myndbandið. Um alvarlegt brort væri að ræða og mikla meingerð af hálfu ákærða gagnvart stúlkunni og ætti refsing hans því að vera þyngri og miskabætur hærri.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15