„Erfitt að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2015 13:54 Vísir/Daníel/GVA Samtökin Stígamót sem berjast gegn kynferðisofbeldi segja að nú sé svo komið að erfitt sé að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi. Jafnvel sé best að mæla með því að ráða fólki frá því að kæra. Ekki sé hægt að setja fólk í þá stöðu að vera kært fyrir rangar sakagiftir og að þurfa að sanna að nauðgun hafi átt sér stað, eftir að lögreglunni tókst ekki að sanna það. „Það er ekki bara vonlítið að ná fram réttlæti, heldur á fólk á hættu að vera úthrópað glæpafólk. Það getur átt von á að vera kært fyrir falskar ásakanir og þurfa þá að sanna það sem lögreglunni tekst oftast ekki að sanna, að nauðgun hafi átt sér stað. Í þá stöðu er ekki hægt að setja fólk og það er óviðunandi,“ segir á Facebooksíðu Stígamóta. Nú í morgun var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fimm piltar voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í fyrra. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa kynferðismök við sextán ára stúlku gegn vilja hennar.Sjá einnig: Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður eins þeirra, sagði við DV í morgun að piltarnir íhugi nú að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. Þar sagði Sveinn að dómurinn væri blaut tuska í andlitið á dómstóli götunnar og að niðurstaðan væri líka þörf ábending til Stígamóta. „Þetta er lexía fyrir íslenskt samfélag. Þegar svona brot koma upp eiga menn að halda aðeins aftur af sér og treysta lögreglu og dómstólum að klára málin. Þetta er líka þörf ábending til Stígamóta um að sinna sínum fórnarlömbum en ekki kynda undir ófriðarbálið þegar málin eru í upphafi málsmeðferðar.“Nú rignir eldi og brennisteini eins og stundum áður. Það er svo komið að okkur sýnist ekki bara erfitt að mæla með því...Posted by Stígamót on Friday, November 20, 2015 Tengdar fréttir Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum. 20. nóvember 2015 11:42 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Samtökin Stígamót sem berjast gegn kynferðisofbeldi segja að nú sé svo komið að erfitt sé að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi. Jafnvel sé best að mæla með því að ráða fólki frá því að kæra. Ekki sé hægt að setja fólk í þá stöðu að vera kært fyrir rangar sakagiftir og að þurfa að sanna að nauðgun hafi átt sér stað, eftir að lögreglunni tókst ekki að sanna það. „Það er ekki bara vonlítið að ná fram réttlæti, heldur á fólk á hættu að vera úthrópað glæpafólk. Það getur átt von á að vera kært fyrir falskar ásakanir og þurfa þá að sanna það sem lögreglunni tekst oftast ekki að sanna, að nauðgun hafi átt sér stað. Í þá stöðu er ekki hægt að setja fólk og það er óviðunandi,“ segir á Facebooksíðu Stígamóta. Nú í morgun var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fimm piltar voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í fyrra. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa kynferðismök við sextán ára stúlku gegn vilja hennar.Sjá einnig: Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður eins þeirra, sagði við DV í morgun að piltarnir íhugi nú að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. Þar sagði Sveinn að dómurinn væri blaut tuska í andlitið á dómstóli götunnar og að niðurstaðan væri líka þörf ábending til Stígamóta. „Þetta er lexía fyrir íslenskt samfélag. Þegar svona brot koma upp eiga menn að halda aðeins aftur af sér og treysta lögreglu og dómstólum að klára málin. Þetta er líka þörf ábending til Stígamóta um að sinna sínum fórnarlömbum en ekki kynda undir ófriðarbálið þegar málin eru í upphafi málsmeðferðar.“Nú rignir eldi og brennisteini eins og stundum áður. Það er svo komið að okkur sýnist ekki bara erfitt að mæla með því...Posted by Stígamót on Friday, November 20, 2015
Tengdar fréttir Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum. 20. nóvember 2015 11:42 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum. 20. nóvember 2015 11:42
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15