Hópnauðgunarmálið spegill á samfélag klámvæðingar Una Sighvatsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 19:30 Eins og svo oft þegar um kynferðisbrot er að ræða stóð orð gegn orði í hópnauðgunarmálinu sem sýknað var í í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þrír dómarar mátu það svo að vitnisburður sextán ára stúlku hefði ekki næga stoð, í öðrum gögnum málsins, til þess að hann dygði sem sönnun gegn eindreginni neitun piltanna fimm sem hún kærði. Þegar dómurinn er skoðaður vekur athygli hve upplifun ungmennanna virðist hafa verið ólík af því hvað var í raun að eiga sér stað þegar piltarnir fimm skiptust á að hafa „margs konar kynferðismök" við stúlkuna. Framburður stúlkunnar er sá að hún hafi stofnað til kynna með einum piltanna en að þátttaka hinna fjögurra hafi verið gegn hennar vilja, hún hafi orðið hrædd, misst tök á aðstæðum og frosið. Móðir hennar sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu um að piltarnir hafi verið að svala fýsnum sínum á dóttur hennar og skeytt engu um hana, enginn hafa spurt hana hvað hún vildi eða hvernig henni leið. Piltarnir segjast hinsvegar hafa talið stúlkuna taka þátt sjálfviljuga. Ekkert hafi gefið til kynna að hún væri hrædd. Sá sem síðastur kom inn í herbergið lýsir því orðrétt þannig fyrir dómi að það sem fyrir augu bar hafi verið „algjörlega venjulegt kynlíf".Samfélagið horfi í eigin barm María Rut Kristinsdóttir, talskona Druslugöngunnar, segir mál sem þessi ákveðinn spegil á samfélagið. „Það sem blasir við mér er þetta: Það er augljóst mál að ákveðin klámvæðing er að eiga sér stað í samfélaginu okkar og að þessi mörk milli ofbeldis og kynlífs eru alltaf að verða óljósari. Við erum oft að sjá dæmi um mál þar sem einn einstaklingur upplifir kynlíf og hinn einstaklingurinn upplifir ofbeldi. Og hvað getum við þá gert? Við hljótum að þurfa að horfa í eigin barm sem samfélag og skoða, hvernig erum við að ala upp næstu kynslóð? Erum við að senda eðlileg skilaboð?" María Rut bendir auk þess á að einungis 10% þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi taki það skref að kæra, sem sé áhyggjuefni. Hún segir mikilvægt að betur sé hlúð að þeim brotaþolum sem fara inn í kerfið. „Ég held að við vitum það alveg að réttarkerfið sem slíkt er í lagi. Það eru tiltölulega ný ákvæði um það hvernig bregðast eigi við þessum málaflokki innan réttarríkisins. Ég er frekar á því að líta þurfi á hvernig verkferlar eru innan lögreglu, gagnvart neyðarmótttökunni og gagnvart réttargæslumönnum, sem hafa til dæmis ekki aðgang að gögnum meðan aðrir lögmenn hafa það. Ég held að þetta séu lítil mál sem væri hægt að fara í strax." Þess utan sé þörf á aukinni fræðslu. Samfélagið þurfi að líta í eigin barm. „Ég held að þarna snúist þetta allt um fræðslu, vitundarvakningu og umræðu. Við þurfum að opna umræðuna um kynlíf og kynferðisofbeldi og allt ofbeldi ef út í það er farði. Með aukinni umræðu upprætum við vanþekkingu á þessum málaflokki Tengdar fréttir Aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir „Og það mun hann alls ekki gera,“ segir verjandi eins piltana fimm sem sýknaðir voru í héraði í dag. 20. nóvember 2015 22:54 Ingibjörg Sólrún harmar sýknudóminn í dag Segir engin áhöld um að atburðurinn hafi átt sér stað. 20. nóvember 2015 19:24 Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Eins og svo oft þegar um kynferðisbrot er að ræða stóð orð gegn orði í hópnauðgunarmálinu sem sýknað var í í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þrír dómarar mátu það svo að vitnisburður sextán ára stúlku hefði ekki næga stoð, í öðrum gögnum málsins, til þess að hann dygði sem sönnun gegn eindreginni neitun piltanna fimm sem hún kærði. Þegar dómurinn er skoðaður vekur athygli hve upplifun ungmennanna virðist hafa verið ólík af því hvað var í raun að eiga sér stað þegar piltarnir fimm skiptust á að hafa „margs konar kynferðismök" við stúlkuna. Framburður stúlkunnar er sá að hún hafi stofnað til kynna með einum piltanna en að þátttaka hinna fjögurra hafi verið gegn hennar vilja, hún hafi orðið hrædd, misst tök á aðstæðum og frosið. Móðir hennar sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu um að piltarnir hafi verið að svala fýsnum sínum á dóttur hennar og skeytt engu um hana, enginn hafa spurt hana hvað hún vildi eða hvernig henni leið. Piltarnir segjast hinsvegar hafa talið stúlkuna taka þátt sjálfviljuga. Ekkert hafi gefið til kynna að hún væri hrædd. Sá sem síðastur kom inn í herbergið lýsir því orðrétt þannig fyrir dómi að það sem fyrir augu bar hafi verið „algjörlega venjulegt kynlíf".Samfélagið horfi í eigin barm María Rut Kristinsdóttir, talskona Druslugöngunnar, segir mál sem þessi ákveðinn spegil á samfélagið. „Það sem blasir við mér er þetta: Það er augljóst mál að ákveðin klámvæðing er að eiga sér stað í samfélaginu okkar og að þessi mörk milli ofbeldis og kynlífs eru alltaf að verða óljósari. Við erum oft að sjá dæmi um mál þar sem einn einstaklingur upplifir kynlíf og hinn einstaklingurinn upplifir ofbeldi. Og hvað getum við þá gert? Við hljótum að þurfa að horfa í eigin barm sem samfélag og skoða, hvernig erum við að ala upp næstu kynslóð? Erum við að senda eðlileg skilaboð?" María Rut bendir auk þess á að einungis 10% þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi taki það skref að kæra, sem sé áhyggjuefni. Hún segir mikilvægt að betur sé hlúð að þeim brotaþolum sem fara inn í kerfið. „Ég held að við vitum það alveg að réttarkerfið sem slíkt er í lagi. Það eru tiltölulega ný ákvæði um það hvernig bregðast eigi við þessum málaflokki innan réttarríkisins. Ég er frekar á því að líta þurfi á hvernig verkferlar eru innan lögreglu, gagnvart neyðarmótttökunni og gagnvart réttargæslumönnum, sem hafa til dæmis ekki aðgang að gögnum meðan aðrir lögmenn hafa það. Ég held að þetta séu lítil mál sem væri hægt að fara í strax." Þess utan sé þörf á aukinni fræðslu. Samfélagið þurfi að líta í eigin barm. „Ég held að þarna snúist þetta allt um fræðslu, vitundarvakningu og umræðu. Við þurfum að opna umræðuna um kynlíf og kynferðisofbeldi og allt ofbeldi ef út í það er farði. Með aukinni umræðu upprætum við vanþekkingu á þessum málaflokki
Tengdar fréttir Aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir „Og það mun hann alls ekki gera,“ segir verjandi eins piltana fimm sem sýknaðir voru í héraði í dag. 20. nóvember 2015 22:54 Ingibjörg Sólrún harmar sýknudóminn í dag Segir engin áhöld um að atburðurinn hafi átt sér stað. 20. nóvember 2015 19:24 Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Aldrei íhugað að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir „Og það mun hann alls ekki gera,“ segir verjandi eins piltana fimm sem sýknaðir voru í héraði í dag. 20. nóvember 2015 22:54
Ingibjörg Sólrún harmar sýknudóminn í dag Segir engin áhöld um að atburðurinn hafi átt sér stað. 20. nóvember 2015 19:24
Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" "Ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti" 20. nóvember 2015 19:21
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15