Þóttist vera látin og lifði af Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2015 14:32 Nemendur skólans faðmast á minningarathöfn í gær. Vísir/GETTY Ung kona lifði af skotárás í háskóla í Oregon af því að hún var útötuð blóði samnemanda síns. Þegar byssumaðurinn kom að henni sagði hann að hún hlyti að vera dáin. Þetta segir faðir stúlkunnar sem segir að árásarmaðurinn hafi tekið nemendur af lífi þar sem þau lágu í blóði sínu. „Því næst gekk hann yfir Lacey og skaut þann næsta. Ungur maður lét lífið á sorglegum og hræðilegum degi og blóð hans bjargaði lífi dóttur minnar,“ segir faðirinn, Randy Scroggins, um hvernig dóttir hans Lacey komst lífs af þegar Chris Mercer myrti níu manns í háskóla í Oregon í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Scroggins ræddi atvikið í viðtali við fjölmiðla en á meðan því stóð fékk hann símtal frá móður drengsins sem lá á dóttur hans og bjargaði þannig lífi hennar.Scroggins lýsti árásinni eins og dóttir hans hafði sagt honum frá henni. Mercer byrjaði á því að skjóta kennarann og sagði nemendum að skríða að miðju kennslustofunnar. Þar skaut hann á þau þar sem þau lágu á gólfinu og síðan á hvert og eitt þeirra. Faðir Chris Mercer sem heitir Ian Mercer segist ekki hafa vitað til þess að sonur sinn ætti eins margar byssur og raunin var og kallar hann eftir hertri vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Chris Mercer átti fjölda skotvopna sem fundust á heimili hans og á honum eftir að hann framdi sjálfsmorð við Umpqua háskólann. Ian Mercer ræddi við CNN í gær og sagði hann hug sinn vera með fjölskyldum fórnarlambanna. „Ég veit að orð mín munu ekki færa fjölskyldurnar saman aftur. Ég veit að það er ekkert sem ég get sagt sem mun breyta því sem gerðist. En ég bið ykkur um að trúa mér, hugur minn er með öllum fjölskyldunum og ég vona að þær komist í gegnum þetta.“ Hann segir son sinn hafa búið hjá móður sinni og að þeir hefðu ekki hist í tvö ár. Ian vildi ekki segja til um hvort að sonur sinn hefði átt við geðræn vandamál að stríða og sagði að það myndi koma í ljós við rannsókn lögreglunnar. Tengdar fréttir Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Bandaríkjaforseti segist engin völd hafa til að breyta byssulögum. Meðan þing og ríkisstjórar vilji engu breyta megi búast við fleiri skotárásum og fjöldamorðum. 3. október 2015 08:00 Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57 Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg Chris Mercer bað eitt fórnarlamb sitt, sem hann leyfði að lifa, að koma pakka til lögreglunnar. 3. október 2015 20:01 Skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna: Þegar John Oliver komst að því að fólkið er hluti vandamálsins Ástralir glímdu við sams konar vanda og Bandaríkjamenn en gjörbreyttu skotvopnalöggjöfinni til hins betra. 3. október 2015 10:00 Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt. 2. október 2015 13:00 Spurði fórnarlömb út í trú þeirra Chris Harper Mercer, 26 ára, myrti níu manns í Umpqua skólanum áður en hann var felldur af lögreglu. 2. október 2015 08:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ung kona lifði af skotárás í háskóla í Oregon af því að hún var útötuð blóði samnemanda síns. Þegar byssumaðurinn kom að henni sagði hann að hún hlyti að vera dáin. Þetta segir faðir stúlkunnar sem segir að árásarmaðurinn hafi tekið nemendur af lífi þar sem þau lágu í blóði sínu. „Því næst gekk hann yfir Lacey og skaut þann næsta. Ungur maður lét lífið á sorglegum og hræðilegum degi og blóð hans bjargaði lífi dóttur minnar,“ segir faðirinn, Randy Scroggins, um hvernig dóttir hans Lacey komst lífs af þegar Chris Mercer myrti níu manns í háskóla í Oregon í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Scroggins ræddi atvikið í viðtali við fjölmiðla en á meðan því stóð fékk hann símtal frá móður drengsins sem lá á dóttur hans og bjargaði þannig lífi hennar.Scroggins lýsti árásinni eins og dóttir hans hafði sagt honum frá henni. Mercer byrjaði á því að skjóta kennarann og sagði nemendum að skríða að miðju kennslustofunnar. Þar skaut hann á þau þar sem þau lágu á gólfinu og síðan á hvert og eitt þeirra. Faðir Chris Mercer sem heitir Ian Mercer segist ekki hafa vitað til þess að sonur sinn ætti eins margar byssur og raunin var og kallar hann eftir hertri vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Chris Mercer átti fjölda skotvopna sem fundust á heimili hans og á honum eftir að hann framdi sjálfsmorð við Umpqua háskólann. Ian Mercer ræddi við CNN í gær og sagði hann hug sinn vera með fjölskyldum fórnarlambanna. „Ég veit að orð mín munu ekki færa fjölskyldurnar saman aftur. Ég veit að það er ekkert sem ég get sagt sem mun breyta því sem gerðist. En ég bið ykkur um að trúa mér, hugur minn er með öllum fjölskyldunum og ég vona að þær komist í gegnum þetta.“ Hann segir son sinn hafa búið hjá móður sinni og að þeir hefðu ekki hist í tvö ár. Ian vildi ekki segja til um hvort að sonur sinn hefði átt við geðræn vandamál að stríða og sagði að það myndi koma í ljós við rannsókn lögreglunnar.
Tengdar fréttir Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Bandaríkjaforseti segist engin völd hafa til að breyta byssulögum. Meðan þing og ríkisstjórar vilji engu breyta megi búast við fleiri skotárásum og fjöldamorðum. 3. október 2015 08:00 Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57 Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg Chris Mercer bað eitt fórnarlamb sitt, sem hann leyfði að lifa, að koma pakka til lögreglunnar. 3. október 2015 20:01 Skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna: Þegar John Oliver komst að því að fólkið er hluti vandamálsins Ástralir glímdu við sams konar vanda og Bandaríkjamenn en gjörbreyttu skotvopnalöggjöfinni til hins betra. 3. október 2015 10:00 Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt. 2. október 2015 13:00 Spurði fórnarlömb út í trú þeirra Chris Harper Mercer, 26 ára, myrti níu manns í Umpqua skólanum áður en hann var felldur af lögreglu. 2. október 2015 08:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Skorar á þjóð sína að þrýsta á þingið Bandaríkjaforseti segist engin völd hafa til að breyta byssulögum. Meðan þing og ríkisstjórar vilji engu breyta megi búast við fleiri skotárásum og fjöldamorðum. 3. október 2015 08:00
Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57
Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg Chris Mercer bað eitt fórnarlamb sitt, sem hann leyfði að lifa, að koma pakka til lögreglunnar. 3. október 2015 20:01
Skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna: Þegar John Oliver komst að því að fólkið er hluti vandamálsins Ástralir glímdu við sams konar vanda og Bandaríkjamenn en gjörbreyttu skotvopnalöggjöfinni til hins betra. 3. október 2015 10:00
Mun fleiri hafa látið lífið í skotárásum en í hryðjuverkaárásum Barack Obama flutti tilfinningaþrungna ræðu í Hvíta húsinu í nótt. 2. október 2015 13:00
Spurði fórnarlömb út í trú þeirra Chris Harper Mercer, 26 ára, myrti níu manns í Umpqua skólanum áður en hann var felldur af lögreglu. 2. október 2015 08:15