Telur rétt á að taka við tíu sinnum fleiri flóttamönnum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 30. ágúst 2015 21:04 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segist telja að stjórnvöld eigi að bjóðast til að taka við fimmhundruð flóttamönnum frá Sýrlandi en flokkurinn undirbýr þingmál þess efnis sem verður lagt fram á haustdögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum í gær að íslensk stjórnvöld þyrftu að hafa hraðar hendur og rétta hjálparhönd vegna þess neyðarástands sem væri hjá flóttamönnum. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnt fyrir nánasarlegt framlag til flóttamannahjálpar en fyrirhugað er að taka á móti fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum.Ráðherra vill skoða fjölgunEygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segist tilbúin til að skoða að fjölga í þessum hópi segist þó ekki vilja nefna hversu mörgum til viðbótar verði hægt að hjálpa. Hún segist fagna vilja sveitarfélaga og einstaklinga til að gera meira og vill að þúsundir fólks sem hafa lýst yfir vilja til að taka á móti fleiri flóttamönnum stígi fram og bjóði fram aðstoð sína. Það þurfi húsnæði, atvinnu og föt fyrir þetta folk. Hún segist fagna vilja einstaklinga og sveitarfélaga til að gera meira. Það sé undir þeim komið hversu mörgum flóttamönnum við getum tekið á móti.Segir núverandi ríkisstjórn hafa aukið aðstoðinaEygló sagði ennfremur að stjórnarandstaðan hefði snúið við blaðinu í málefnum flóttamanna. Hún hefði skorið niður aðstoðina í stjórnartíð sinni en vildi nú taka við flóttamönnum. Árni Páll Árnason segir alrangt að síðasta ríkisstjórn hafi ekki viljað hjálpa flóttamönnum. Uppi séu fordæmalausar aðstæður í Evrópu og hann undrast að ráðherra sé að draga umræðuna ofan í forarpytt hefðbundins stjórnmálaþrass. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar undirbýr þingsályktunartillögu um að taka beri á móti fimmhundruð flóttamönnum og leitar að meðflutningsmönnum úr öllum flokkum. „Þetta er brýnt mál fyrir okkur öll og þjóðin verður að standa saman um það,“ segir Árni Páll. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segist telja að stjórnvöld eigi að bjóðast til að taka við fimmhundruð flóttamönnum frá Sýrlandi en flokkurinn undirbýr þingmál þess efnis sem verður lagt fram á haustdögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum í gær að íslensk stjórnvöld þyrftu að hafa hraðar hendur og rétta hjálparhönd vegna þess neyðarástands sem væri hjá flóttamönnum. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnt fyrir nánasarlegt framlag til flóttamannahjálpar en fyrirhugað er að taka á móti fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum.Ráðherra vill skoða fjölgunEygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segist tilbúin til að skoða að fjölga í þessum hópi segist þó ekki vilja nefna hversu mörgum til viðbótar verði hægt að hjálpa. Hún segist fagna vilja sveitarfélaga og einstaklinga til að gera meira og vill að þúsundir fólks sem hafa lýst yfir vilja til að taka á móti fleiri flóttamönnum stígi fram og bjóði fram aðstoð sína. Það þurfi húsnæði, atvinnu og föt fyrir þetta folk. Hún segist fagna vilja einstaklinga og sveitarfélaga til að gera meira. Það sé undir þeim komið hversu mörgum flóttamönnum við getum tekið á móti.Segir núverandi ríkisstjórn hafa aukið aðstoðinaEygló sagði ennfremur að stjórnarandstaðan hefði snúið við blaðinu í málefnum flóttamanna. Hún hefði skorið niður aðstoðina í stjórnartíð sinni en vildi nú taka við flóttamönnum. Árni Páll Árnason segir alrangt að síðasta ríkisstjórn hafi ekki viljað hjálpa flóttamönnum. Uppi séu fordæmalausar aðstæður í Evrópu og hann undrast að ráðherra sé að draga umræðuna ofan í forarpytt hefðbundins stjórnmálaþrass. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar undirbýr þingsályktunartillögu um að taka beri á móti fimmhundruð flóttamönnum og leitar að meðflutningsmönnum úr öllum flokkum. „Þetta er brýnt mál fyrir okkur öll og þjóðin verður að standa saman um það,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira