Tregafullur Tsipras vinnur að stuðningi við frumvörp innan gríska þingsins Atli Ísleifsson skrifar 15. júlí 2015 10:58 Dagarnir hafa verið annasamnir hjá Alexis Tsipras síðustu daga. Vísir/AFP Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja stuðning við fjögur lagafrumvörp innan gríska þingsins til að tryggja frekari neyðarlán til grískra yfirvalda. Grískir þingmenn munu greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en samþykkt þeirra er forsenda þess að Evrópusambandið tryggi Grikkjum frekari lán til bjargar efnahag landsins. Frumvörpin miða meðal annars að því að hækka eftirlaunaaldur, hækka virðisaukaskatt og að tryggja sjálfstæði hagstofu landsins.Skrifaði undir til að forða Grikklandi frá stórslysiTsipras hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki trú á samkomulaginu sem náðist á mánudagsmorguninn í Brussel og hafa fjölmargir stjórnarþingmenn sagt að þeir ætli ekki að greiða atkvæði með frumvörpunum. Tsipras þarf því að öllum líkindum að treysta á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna. Falli stjórnarmeirihluti Tsipras má búast við að boðað verði til þingkosninga í landinu.Skýrsla AGS flækir stöðunaNýbirt skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur enn bætt á óvissuna í kringum atkvæðagreiðsluna í gríska þinginu, en einnig þeirri í því þýska, sem einnig þarf að samþykkja samkomulag mánudagsins. Skýrslu AGS var gerð fyrir fund leiðtoga ESB um helgina þar sem rök eru færð fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið, nema skuldir gríska ríkisins verði afskrifaðar mun meira en ríkisstjórnir í Evrópu, sér í lagi sú þýska, séu tilbúnar að samþykkja.Ekki í aðstöðu til að taka upp drökmuna Tsipras sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið í gærkvöldi að þrátt fyrir að samkomulaginu við lánardrottna hafi verið þröngvað upp á Grikki, þá hafi það bjargað Grikklandi frá því að yfirgefa evrusamstarfið. Sagði hann að samkomulagið yrði að ná fram að ganga. Grikkland sé ekki í neinni aðstöðu til að taka upp drökmuna á ný. Ekki einungis muni bankarnir fara í þrot heldur myndi slíkt leiða til mikilla vandamála annars staðar í samfélaginu.Axlar fulla ábyrgðTsipras sagðist axla fulla ábyrgð á ýmsum þeim mistökum sem hafi verið gerð, auk þess að hafa skrifað undir samkomulag sem hann trúi ekki . Hann hafi hins vegar gert það til að koma í veg fyrir stórslys í Grikklandi – hrun fjármálakerfisins. „Nú ber mér skylda til að innleiða samkomulagið,“ sagði Tsipras. Grikkland Tengdar fréttir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54 Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja stuðning við fjögur lagafrumvörp innan gríska þingsins til að tryggja frekari neyðarlán til grískra yfirvalda. Grískir þingmenn munu greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en samþykkt þeirra er forsenda þess að Evrópusambandið tryggi Grikkjum frekari lán til bjargar efnahag landsins. Frumvörpin miða meðal annars að því að hækka eftirlaunaaldur, hækka virðisaukaskatt og að tryggja sjálfstæði hagstofu landsins.Skrifaði undir til að forða Grikklandi frá stórslysiTsipras hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki trú á samkomulaginu sem náðist á mánudagsmorguninn í Brussel og hafa fjölmargir stjórnarþingmenn sagt að þeir ætli ekki að greiða atkvæði með frumvörpunum. Tsipras þarf því að öllum líkindum að treysta á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna. Falli stjórnarmeirihluti Tsipras má búast við að boðað verði til þingkosninga í landinu.Skýrsla AGS flækir stöðunaNýbirt skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur enn bætt á óvissuna í kringum atkvæðagreiðsluna í gríska þinginu, en einnig þeirri í því þýska, sem einnig þarf að samþykkja samkomulag mánudagsins. Skýrslu AGS var gerð fyrir fund leiðtoga ESB um helgina þar sem rök eru færð fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið, nema skuldir gríska ríkisins verði afskrifaðar mun meira en ríkisstjórnir í Evrópu, sér í lagi sú þýska, séu tilbúnar að samþykkja.Ekki í aðstöðu til að taka upp drökmuna Tsipras sagði í viðtali við gríska ríkissjónvarpið í gærkvöldi að þrátt fyrir að samkomulaginu við lánardrottna hafi verið þröngvað upp á Grikki, þá hafi það bjargað Grikklandi frá því að yfirgefa evrusamstarfið. Sagði hann að samkomulagið yrði að ná fram að ganga. Grikkland sé ekki í neinni aðstöðu til að taka upp drökmuna á ný. Ekki einungis muni bankarnir fara í þrot heldur myndi slíkt leiða til mikilla vandamála annars staðar í samfélaginu.Axlar fulla ábyrgðTsipras sagðist axla fulla ábyrgð á ýmsum þeim mistökum sem hafi verið gerð, auk þess að hafa skrifað undir samkomulag sem hann trúi ekki . Hann hafi hins vegar gert það til að koma í veg fyrir stórslys í Grikklandi – hrun fjármálakerfisins. „Nú ber mér skylda til að innleiða samkomulagið,“ sagði Tsipras.
Grikkland Tengdar fréttir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54 Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Í skýrslu sem AGS gerði um skuldastöðu Grikklands eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið. 14. júlí 2015 23:54
Skiptar skoðanir um nýjan samning Grikkir eru eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB með nýjum samningi um neyðarlán. 14. júlí 2015 07:00
Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40
Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28