Þjálfari Celtic ætlar liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júlí 2015 15:00 Vísir/Getty Stjarnan og Celtic eigast við í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en þjálfari skoska liðsins, Norðmaðurinn Ronny Deila, segir að markmið félagsins sé einfalt fyrir komandi tímabil. „Markmiðin eru þau sömu í ár og þau voru í fyrra,“ sagði hann við fjölmiðla ytra. „Við viljum komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og vinna allt sem hægt er að vinna í Skotlandi.“ Celtic varð skoskur meistari og deildarbikarmeistari í fyrra en komst ekki í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra þrátt fyrir að hafa fengið annað tækifæri eftir að hafa dottið úr leik. Fyrst tapaði Celtic fyrir Legia Varsjá, samanlagt 6-1, en pólska liðinu var vísað úr keppni vegna mistaka forráðamanna pólska félagsins. Celtic tapaði svo fyrir Maribor frá Slóveníu í lokaumferð forkeppninngar, 4-3. „Aðalatriðið er að vinna deildina heima svo við komumst aftur í Evrópukeppnina að ári. En það væri afar mikilvægt fyrir okkur að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar,“ sagði Deila. „Það væri gott fyrsta skref. Ef okkur tekst að komast í riðlakeppnina þá getum við rætt um ný markmið.“ Deila hefur nú verið í starfinu í eitt ár en fyrsta verkefni hans með Celtic var að slá KR úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Sem honum tókst. „Þegar ég kom til starfa vissi ég nánast ekkert um lið mitt. Ég þekkti lítið til andstæðinga okkar og allt var nýtt fyrir mér. En við höfum nú spilað 12-14 leiki í Evrópukeppnum og sú reynsla mun hjálpa mér og öllu liðinu til að vera betur undirbúið í þetta skiptið.“Leikur Celtic og Stjörnunnar hefst klukkan 18.45 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll skoðaði ekkert leiki Celtic á móti KR í fyrra Rúnar Páll Sigmundsson og lærisveinar hans hjá Stjörnunni eru staddir í Glasgow í Skotlandi þar sem þeir mæta skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun. 14. júlí 2015 22:00 Ég stend núna úti á miðjum velli og það eru truflaðar aðstæður hérna Stjörnumenn mæta Celtic í Meistaradeildinni í kvöld. 15. júlí 2015 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Stjarnan og Celtic eigast við í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en þjálfari skoska liðsins, Norðmaðurinn Ronny Deila, segir að markmið félagsins sé einfalt fyrir komandi tímabil. „Markmiðin eru þau sömu í ár og þau voru í fyrra,“ sagði hann við fjölmiðla ytra. „Við viljum komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og vinna allt sem hægt er að vinna í Skotlandi.“ Celtic varð skoskur meistari og deildarbikarmeistari í fyrra en komst ekki í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra þrátt fyrir að hafa fengið annað tækifæri eftir að hafa dottið úr leik. Fyrst tapaði Celtic fyrir Legia Varsjá, samanlagt 6-1, en pólska liðinu var vísað úr keppni vegna mistaka forráðamanna pólska félagsins. Celtic tapaði svo fyrir Maribor frá Slóveníu í lokaumferð forkeppninngar, 4-3. „Aðalatriðið er að vinna deildina heima svo við komumst aftur í Evrópukeppnina að ári. En það væri afar mikilvægt fyrir okkur að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar,“ sagði Deila. „Það væri gott fyrsta skref. Ef okkur tekst að komast í riðlakeppnina þá getum við rætt um ný markmið.“ Deila hefur nú verið í starfinu í eitt ár en fyrsta verkefni hans með Celtic var að slá KR úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Sem honum tókst. „Þegar ég kom til starfa vissi ég nánast ekkert um lið mitt. Ég þekkti lítið til andstæðinga okkar og allt var nýtt fyrir mér. En við höfum nú spilað 12-14 leiki í Evrópukeppnum og sú reynsla mun hjálpa mér og öllu liðinu til að vera betur undirbúið í þetta skiptið.“Leikur Celtic og Stjörnunnar hefst klukkan 18.45 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll skoðaði ekkert leiki Celtic á móti KR í fyrra Rúnar Páll Sigmundsson og lærisveinar hans hjá Stjörnunni eru staddir í Glasgow í Skotlandi þar sem þeir mæta skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun. 14. júlí 2015 22:00 Ég stend núna úti á miðjum velli og það eru truflaðar aðstæður hérna Stjörnumenn mæta Celtic í Meistaradeildinni í kvöld. 15. júlí 2015 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Rúnar Páll skoðaði ekkert leiki Celtic á móti KR í fyrra Rúnar Páll Sigmundsson og lærisveinar hans hjá Stjörnunni eru staddir í Glasgow í Skotlandi þar sem þeir mæta skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun. 14. júlí 2015 22:00
Ég stend núna úti á miðjum velli og það eru truflaðar aðstæður hérna Stjörnumenn mæta Celtic í Meistaradeildinni í kvöld. 15. júlí 2015 06:00