Rúmlega helmingur unglinga vill flytja af landi brott Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 23:15 Ríflega helmingur unglinga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri vill flytja af landi brott en tæpur þriðjungur jafnaldra þeirra annars staðar á Norðurlandi. vísir/vilhelm Rúmlega helmingur íslenskra ungmenna vill helst búa í útlöndunum í framtíðinni ef marka má nýja rannsókn Háskólans á Akureyri. Það eru um 70 prósent aukning frá árinu 2007 þegar um þriðjungur ungmenna sagðist vilja flytja af landi brott.Akureyri Vikublað greinir frá rannsókninni en hún er hluti evrópsku ESPAD rannsóknarinnar og nær til allra íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla. Hátt í fjögur þúsund íslenskir unglingar tóku þátt í ár en rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti og svarhlutfallið alla jafna gott, um 85-92%. Fyrir hrun árin, 2003 og 2007, vildi um þriðjungur íslenskra unglinga helst búa erlendis en réttur helmingur þeirra árið 2015. Þessi hlutföll eru lítið eitt hærri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.Þóroddur Bjarnason prófessor.vísir/gvaHaft er eftir yfirmanni rannsóknarinnar, Þóroddi Bjarnasyni prófessor á vefsíðu Vikublaðsins, að mikilvægt sé að taka þessa viðhorfsbreytingu alvarlega. Hann telur þó ekki sérstaka ástæðu til að óttast aðdráttarafl annarra landa. „Það er hins vegar okkar sem eldri erum að skapa hér samfélag sem gott er að flytja til, hvort fólk á hér rætur eða ekki. Í þessari alþjóðlegu samkeppni er fjölbreytni búsetukosta í stærri og smærri byggðarlögum lykilatriði þannig að sem flestir vilji snúa heim aftur með nýja þekkingu og reynslu, og ekki síður til að fólk með rætur í öðrum byggðarlögum eða öðrum löndum geti fundið hér framtíðarheimili, hvort sem það kemur hingað á eigin vegum eða til dæmis með maka á heimleið,“ segir Þóroddur í samtali við Akureyri Vikublað.Þá leiðir rannsókn Háskólans einnig í ljós að sífellt færri ungmenni sjá höfuðborgarsvæðið sem framtíðarheimili sitt. Það stafar einn helst af minnkandi áhuga unglinga höfuðborgarsvæðisins á því að búa þar áfram í framtíðinni, lækkaði úr 53 prósent árið 2003 í 36 prósent árið 2015. Þá lækkar einnig áhugi landsbyggðarunglinga á því að búa áfram á landsbyggðinni á milli kannanna, úr 55 prósent árið 2003 í 39 prósent árið 2015. Þóroddur telur þessar niðurstöður vera til marks um aukna alþjóðlega strauma um land allt. „Stundum hefur því verið haldið fram að fólksflutningar innanlands séu einkum milli Reykjavíkur og landsbyggðanna en flutningar milli landa séu milli Reykjavíkur og annarra landa. Myndin er þó talsvert flóknari og hefur breyst talsvert á síðustu árum,” segir Þóroddur en betur má glöggva sig á niðurstöðum hans hér. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Rúmlega helmingur íslenskra ungmenna vill helst búa í útlöndunum í framtíðinni ef marka má nýja rannsókn Háskólans á Akureyri. Það eru um 70 prósent aukning frá árinu 2007 þegar um þriðjungur ungmenna sagðist vilja flytja af landi brott.Akureyri Vikublað greinir frá rannsókninni en hún er hluti evrópsku ESPAD rannsóknarinnar og nær til allra íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla. Hátt í fjögur þúsund íslenskir unglingar tóku þátt í ár en rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti og svarhlutfallið alla jafna gott, um 85-92%. Fyrir hrun árin, 2003 og 2007, vildi um þriðjungur íslenskra unglinga helst búa erlendis en réttur helmingur þeirra árið 2015. Þessi hlutföll eru lítið eitt hærri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.Þóroddur Bjarnason prófessor.vísir/gvaHaft er eftir yfirmanni rannsóknarinnar, Þóroddi Bjarnasyni prófessor á vefsíðu Vikublaðsins, að mikilvægt sé að taka þessa viðhorfsbreytingu alvarlega. Hann telur þó ekki sérstaka ástæðu til að óttast aðdráttarafl annarra landa. „Það er hins vegar okkar sem eldri erum að skapa hér samfélag sem gott er að flytja til, hvort fólk á hér rætur eða ekki. Í þessari alþjóðlegu samkeppni er fjölbreytni búsetukosta í stærri og smærri byggðarlögum lykilatriði þannig að sem flestir vilji snúa heim aftur með nýja þekkingu og reynslu, og ekki síður til að fólk með rætur í öðrum byggðarlögum eða öðrum löndum geti fundið hér framtíðarheimili, hvort sem það kemur hingað á eigin vegum eða til dæmis með maka á heimleið,“ segir Þóroddur í samtali við Akureyri Vikublað.Þá leiðir rannsókn Háskólans einnig í ljós að sífellt færri ungmenni sjá höfuðborgarsvæðið sem framtíðarheimili sitt. Það stafar einn helst af minnkandi áhuga unglinga höfuðborgarsvæðisins á því að búa þar áfram í framtíðinni, lækkaði úr 53 prósent árið 2003 í 36 prósent árið 2015. Þá lækkar einnig áhugi landsbyggðarunglinga á því að búa áfram á landsbyggðinni á milli kannanna, úr 55 prósent árið 2003 í 39 prósent árið 2015. Þóroddur telur þessar niðurstöður vera til marks um aukna alþjóðlega strauma um land allt. „Stundum hefur því verið haldið fram að fólksflutningar innanlands séu einkum milli Reykjavíkur og landsbyggðanna en flutningar milli landa séu milli Reykjavíkur og annarra landa. Myndin er þó talsvert flóknari og hefur breyst talsvert á síðustu árum,” segir Þóroddur en betur má glöggva sig á niðurstöðum hans hér.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira