Rúmlega helmingur unglinga vill flytja af landi brott Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 23:15 Ríflega helmingur unglinga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri vill flytja af landi brott en tæpur þriðjungur jafnaldra þeirra annars staðar á Norðurlandi. vísir/vilhelm Rúmlega helmingur íslenskra ungmenna vill helst búa í útlöndunum í framtíðinni ef marka má nýja rannsókn Háskólans á Akureyri. Það eru um 70 prósent aukning frá árinu 2007 þegar um þriðjungur ungmenna sagðist vilja flytja af landi brott.Akureyri Vikublað greinir frá rannsókninni en hún er hluti evrópsku ESPAD rannsóknarinnar og nær til allra íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla. Hátt í fjögur þúsund íslenskir unglingar tóku þátt í ár en rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti og svarhlutfallið alla jafna gott, um 85-92%. Fyrir hrun árin, 2003 og 2007, vildi um þriðjungur íslenskra unglinga helst búa erlendis en réttur helmingur þeirra árið 2015. Þessi hlutföll eru lítið eitt hærri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.Þóroddur Bjarnason prófessor.vísir/gvaHaft er eftir yfirmanni rannsóknarinnar, Þóroddi Bjarnasyni prófessor á vefsíðu Vikublaðsins, að mikilvægt sé að taka þessa viðhorfsbreytingu alvarlega. Hann telur þó ekki sérstaka ástæðu til að óttast aðdráttarafl annarra landa. „Það er hins vegar okkar sem eldri erum að skapa hér samfélag sem gott er að flytja til, hvort fólk á hér rætur eða ekki. Í þessari alþjóðlegu samkeppni er fjölbreytni búsetukosta í stærri og smærri byggðarlögum lykilatriði þannig að sem flestir vilji snúa heim aftur með nýja þekkingu og reynslu, og ekki síður til að fólk með rætur í öðrum byggðarlögum eða öðrum löndum geti fundið hér framtíðarheimili, hvort sem það kemur hingað á eigin vegum eða til dæmis með maka á heimleið,“ segir Þóroddur í samtali við Akureyri Vikublað.Þá leiðir rannsókn Háskólans einnig í ljós að sífellt færri ungmenni sjá höfuðborgarsvæðið sem framtíðarheimili sitt. Það stafar einn helst af minnkandi áhuga unglinga höfuðborgarsvæðisins á því að búa þar áfram í framtíðinni, lækkaði úr 53 prósent árið 2003 í 36 prósent árið 2015. Þá lækkar einnig áhugi landsbyggðarunglinga á því að búa áfram á landsbyggðinni á milli kannanna, úr 55 prósent árið 2003 í 39 prósent árið 2015. Þóroddur telur þessar niðurstöður vera til marks um aukna alþjóðlega strauma um land allt. „Stundum hefur því verið haldið fram að fólksflutningar innanlands séu einkum milli Reykjavíkur og landsbyggðanna en flutningar milli landa séu milli Reykjavíkur og annarra landa. Myndin er þó talsvert flóknari og hefur breyst talsvert á síðustu árum,” segir Þóroddur en betur má glöggva sig á niðurstöðum hans hér. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Rúmlega helmingur íslenskra ungmenna vill helst búa í útlöndunum í framtíðinni ef marka má nýja rannsókn Háskólans á Akureyri. Það eru um 70 prósent aukning frá árinu 2007 þegar um þriðjungur ungmenna sagðist vilja flytja af landi brott.Akureyri Vikublað greinir frá rannsókninni en hún er hluti evrópsku ESPAD rannsóknarinnar og nær til allra íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla. Hátt í fjögur þúsund íslenskir unglingar tóku þátt í ár en rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti og svarhlutfallið alla jafna gott, um 85-92%. Fyrir hrun árin, 2003 og 2007, vildi um þriðjungur íslenskra unglinga helst búa erlendis en réttur helmingur þeirra árið 2015. Þessi hlutföll eru lítið eitt hærri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.Þóroddur Bjarnason prófessor.vísir/gvaHaft er eftir yfirmanni rannsóknarinnar, Þóroddi Bjarnasyni prófessor á vefsíðu Vikublaðsins, að mikilvægt sé að taka þessa viðhorfsbreytingu alvarlega. Hann telur þó ekki sérstaka ástæðu til að óttast aðdráttarafl annarra landa. „Það er hins vegar okkar sem eldri erum að skapa hér samfélag sem gott er að flytja til, hvort fólk á hér rætur eða ekki. Í þessari alþjóðlegu samkeppni er fjölbreytni búsetukosta í stærri og smærri byggðarlögum lykilatriði þannig að sem flestir vilji snúa heim aftur með nýja þekkingu og reynslu, og ekki síður til að fólk með rætur í öðrum byggðarlögum eða öðrum löndum geti fundið hér framtíðarheimili, hvort sem það kemur hingað á eigin vegum eða til dæmis með maka á heimleið,“ segir Þóroddur í samtali við Akureyri Vikublað.Þá leiðir rannsókn Háskólans einnig í ljós að sífellt færri ungmenni sjá höfuðborgarsvæðið sem framtíðarheimili sitt. Það stafar einn helst af minnkandi áhuga unglinga höfuðborgarsvæðisins á því að búa þar áfram í framtíðinni, lækkaði úr 53 prósent árið 2003 í 36 prósent árið 2015. Þá lækkar einnig áhugi landsbyggðarunglinga á því að búa áfram á landsbyggðinni á milli kannanna, úr 55 prósent árið 2003 í 39 prósent árið 2015. Þóroddur telur þessar niðurstöður vera til marks um aukna alþjóðlega strauma um land allt. „Stundum hefur því verið haldið fram að fólksflutningar innanlands séu einkum milli Reykjavíkur og landsbyggðanna en flutningar milli landa séu milli Reykjavíkur og annarra landa. Myndin er þó talsvert flóknari og hefur breyst talsvert á síðustu árum,” segir Þóroddur en betur má glöggva sig á niðurstöðum hans hér.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira