„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Kristján Már Unnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. október 2015 11:09 Myndin er lýsandi fyrir ástandið. Vísir/Stöð 2 Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. „Það hefur minnkað töluvert rennslið hérna niðri við Eldvatnsbrúna niður við Ása en rennslið hér austur með þjóðveginum það hefur aukist svona hérna austur með hrauninu. Það er farið að renna yfir afleggjarann að Skál, alveg upp við þjóðveginn, það lekur beggja megin vegar þó það fari ekki yfir veginn neins staðar. Þá er að safnast beggja megin þjóðvegarins,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Staðan er ekki góð eins og sjá má.Vísir/Stöð 2 Sveinn segir töluverðar skemmdir hafa orðið á túnum bænda, sveitavegum og á brúm. Þá lokuðust tveir bæir af þar sem það flæddi yfir vegi að þeim. Tekist hefur að halda þjóðveginum opnum en aukin viðbúnaður er þó hjá lögreglunni ef það kemur til þess að loka þurfi. „Þetta tekur svo langan tíma að renna hérna í gegnum hraunið og svona áhrifin, endanlegu áhrifin, á þjóðveginn sjáum við ekkert kannski fyrr en í dag eða á morgun,“ segir Sveinn Kristján. Hlaupið í Skaftá er það mesta frá því mælingar hófust árið 1971. Rennslið í ánni varð þegar mest var allt að tvöfalt meira en áður hefur sést. Bændur horfa margir hverjir upp á töluvert tjón á túnum sínum. Við bæinn Flögu líkist túnið helst stöðuvatni en vatnið er hærra en girðingarstaurar sem þar er að finna. Gunnar Sveinsson bóndi í Flögu segir að sér hafi ekki órað fyrir að svo mikið vatn myndi fylgja flóðinu. „Þetta verður bara drulla og ógeð á þeim sko til að byrja með svo jafnar það sig að einhverju leyti. Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina í þessu. Það brýtur stöðugt á og hækkar vatnsborðið,“ segir Gunnar. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. „Það hefur minnkað töluvert rennslið hérna niðri við Eldvatnsbrúna niður við Ása en rennslið hér austur með þjóðveginum það hefur aukist svona hérna austur með hrauninu. Það er farið að renna yfir afleggjarann að Skál, alveg upp við þjóðveginn, það lekur beggja megin vegar þó það fari ekki yfir veginn neins staðar. Þá er að safnast beggja megin þjóðvegarins,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Staðan er ekki góð eins og sjá má.Vísir/Stöð 2 Sveinn segir töluverðar skemmdir hafa orðið á túnum bænda, sveitavegum og á brúm. Þá lokuðust tveir bæir af þar sem það flæddi yfir vegi að þeim. Tekist hefur að halda þjóðveginum opnum en aukin viðbúnaður er þó hjá lögreglunni ef það kemur til þess að loka þurfi. „Þetta tekur svo langan tíma að renna hérna í gegnum hraunið og svona áhrifin, endanlegu áhrifin, á þjóðveginn sjáum við ekkert kannski fyrr en í dag eða á morgun,“ segir Sveinn Kristján. Hlaupið í Skaftá er það mesta frá því mælingar hófust árið 1971. Rennslið í ánni varð þegar mest var allt að tvöfalt meira en áður hefur sést. Bændur horfa margir hverjir upp á töluvert tjón á túnum sínum. Við bæinn Flögu líkist túnið helst stöðuvatni en vatnið er hærra en girðingarstaurar sem þar er að finna. Gunnar Sveinsson bóndi í Flögu segir að sér hafi ekki órað fyrir að svo mikið vatn myndi fylgja flóðinu. „Þetta verður bara drulla og ógeð á þeim sko til að byrja með svo jafnar það sig að einhverju leyti. Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina í þessu. Það brýtur stöðugt á og hækkar vatnsborðið,“ segir Gunnar.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira