Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Tómas Þór Þórðarsson skrifar 9. september 2015 07:30 Lars Lagerback fagnar hér stiginu gegn Kasakstan. Vísir/Vilhelm Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. Allt hefur verið fyrirgefið og hefur Lars fengið algjöra uppreisn æru. „Lars elskar Ísland. Ég hef aldrei séð hann svona ánægðan,“ segir sænski blaðamaðurinn Robert Börjesson, einn helsti fótboltaskríbent Svía sem starfar á Expressen, um landsliðsþjálfarann í fótbolta, Lars Lagerbäck. Robert var, eins og fleiri sænskir blaðamenn, staddur á Laugardalsvellinum þegar Ísland tryggði sér sæti á EM 2016. Sænska pressan, sem var vægast sagt óvægin í garð Lars undir það síðasta þegar hann stýrði sænska landsliðinu, hefur fylgt árangri hans eftir á Íslandi. Börjesson segir Lars vera vinsælli í dag en hann var á hátindinum með Svíþjóð. „Honum leið ekki illa undir það síðasta,“ segir Börjesson. „Svíar eru bara kröfuharðir og ef ég á að vera alveg heiðarlegur urðum við einfaldlega gráðugir. Okkur fannst það orðið sjálfsagður hlutur að við spiluðum á HM og EM.“Svíþjóð er með Zlatan Lars, fyrst ásamt Tommy Söderberg og síðar einn, kom sænska liðinu á fimm stórmót í röð frá 2000-2008; tvær heimsmeistarakeppnir og þrjú Evrópumót. „Fólk var farið að heimta að við kæmumst í undanúrslit eða úrslit á stórmótum. Svíþjóð er bara lítið land og við stóðum okkur ágætlega. Þetta var mjög ósanngjörn krafa og gagnrýni á Lars. Flestir átta sig á því núna hversu ósanngjarnt þetta var eins og árangurinn hefur verið eftir að Lars hætti,“ segir Börjesson. Hann segir að allir hafi verið meðvitaðir um að Lars væri góður þjálfari, en þeir vildu meira. Þeir vildu nýtt andlit sem gæti farið með liðið lengra á stórmótunum. Erik Hamrén tók við liðinu og mistókst að koma því á HM. „Ísland var með Svíum í umspili um sæti á HM. Og núna er Lars búinn að koma Íslandi á EM í september þegar Svíþjóð er enn í basli í sínum riðli. Ég vil benda á að Erik Hamrén er með Zlatan Ibrahimovic í sínu liði. Ég vil samt ítreka að fólk áttaði sig á hversu flottur þjálfari Lars er, það hélt bara að Hamrén væri maðurinn sem gæti jafnvel unnið stórmót,“ segir Börjesson.„Lars er með svo mikla reynslu og hún í bland við þennan leikmannhóp sem gerir allt sem hann biður um er fullkomin blanda.“Vísir/VilhelmAftur elskaður og dáður Samband Lars við sænska blaðamenn hefur batnað til muna á undanförnum árum en samband hans við þá var stirt lengi vel þegar hann stýrði sænska liðinu. Börjesson vill þó meina að hann hafi átt sína sök á því. „Sænska pressan var óvægin í hans garð. Sérstaklega undir lokin þegar mikið var um skoðanagreinar þar sem menn vildu hann burt. Hann vill helst bara tala um fótbolta en þegar þú ert með stjörnur eins og Zlatan og Freddy Ljungberg í liðinu sem allir vita að þola ekki hvor annan verður þú að geta svarað spurningum um það,“ segir Börjesson. Eftir að hafa verið í kringum Lars með íslenska liðið segir Börjesson að þessi 67 ára gamli Svíi hafi fundið fullkominn samastað. „Þetta er fullkomið lið fyrir hann og ég held í alvöru að Ísland geti farið ágætlega langt á EM,“ segir hann og heldur áfram: „Lars er með svo mikla reynslu og hún í bland við þennan leikmannhóp sem gerir allt sem hann biður um er fullkomin blanda. Leikmennirnir sjá hann sem sigurvegara og hann býr til sigurviðhorf innan hópsins. Við sjáum alveg þetta viðhorf vanta í liðinu okkar í dag miðað við liðin sem Lars stýrði hérna. Þetta er áberandi. “ Eins og frægt er orðið var Lars Lagerbäck einu sinni kosinn leiðinlegasti maður Svíþjóðar. Sama hversu mikil alvara var á bak við það sýnir það á hvaða stað hann var á sínum tíma. Þrátt fyrir góðan árangur með sænska liðið kvaddi hann sína heimaþjóð að einhverju leyti í sárum en öll leiðindi eru á bak og burt, þökk sé árangri hans með íslenska liðið. „Hann er vinsælli núna en áður. Hann hefur fengið algjöra uppreisn æru og er elskaður og dáður meira en þegar hann var sem vinsælastur hérna. Og þetta eru stór orð hjá mér því um tíma var hann gríðarlega vinsæll hérna. Það var bara þetta síðasta ár sem skildi eftir smá óbragð í munni allra,“ segir Börjesson. „Nú er Lars búinn að gera íslenska liðið betra en það sænska. Það var sjokk að sjá FIFA-listann á sínum tíma en við erum að átta okkur á að þetta er sátt og við fögnum með Lars.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Biðin er loksins á enda Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok. 7. september 2015 07:00 Lars: Ég er ekki hetja Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson lýstu þakklæti sínu og stolti á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:52 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00 Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. Allt hefur verið fyrirgefið og hefur Lars fengið algjöra uppreisn æru. „Lars elskar Ísland. Ég hef aldrei séð hann svona ánægðan,“ segir sænski blaðamaðurinn Robert Börjesson, einn helsti fótboltaskríbent Svía sem starfar á Expressen, um landsliðsþjálfarann í fótbolta, Lars Lagerbäck. Robert var, eins og fleiri sænskir blaðamenn, staddur á Laugardalsvellinum þegar Ísland tryggði sér sæti á EM 2016. Sænska pressan, sem var vægast sagt óvægin í garð Lars undir það síðasta þegar hann stýrði sænska landsliðinu, hefur fylgt árangri hans eftir á Íslandi. Börjesson segir Lars vera vinsælli í dag en hann var á hátindinum með Svíþjóð. „Honum leið ekki illa undir það síðasta,“ segir Börjesson. „Svíar eru bara kröfuharðir og ef ég á að vera alveg heiðarlegur urðum við einfaldlega gráðugir. Okkur fannst það orðið sjálfsagður hlutur að við spiluðum á HM og EM.“Svíþjóð er með Zlatan Lars, fyrst ásamt Tommy Söderberg og síðar einn, kom sænska liðinu á fimm stórmót í röð frá 2000-2008; tvær heimsmeistarakeppnir og þrjú Evrópumót. „Fólk var farið að heimta að við kæmumst í undanúrslit eða úrslit á stórmótum. Svíþjóð er bara lítið land og við stóðum okkur ágætlega. Þetta var mjög ósanngjörn krafa og gagnrýni á Lars. Flestir átta sig á því núna hversu ósanngjarnt þetta var eins og árangurinn hefur verið eftir að Lars hætti,“ segir Börjesson. Hann segir að allir hafi verið meðvitaðir um að Lars væri góður þjálfari, en þeir vildu meira. Þeir vildu nýtt andlit sem gæti farið með liðið lengra á stórmótunum. Erik Hamrén tók við liðinu og mistókst að koma því á HM. „Ísland var með Svíum í umspili um sæti á HM. Og núna er Lars búinn að koma Íslandi á EM í september þegar Svíþjóð er enn í basli í sínum riðli. Ég vil benda á að Erik Hamrén er með Zlatan Ibrahimovic í sínu liði. Ég vil samt ítreka að fólk áttaði sig á hversu flottur þjálfari Lars er, það hélt bara að Hamrén væri maðurinn sem gæti jafnvel unnið stórmót,“ segir Börjesson.„Lars er með svo mikla reynslu og hún í bland við þennan leikmannhóp sem gerir allt sem hann biður um er fullkomin blanda.“Vísir/VilhelmAftur elskaður og dáður Samband Lars við sænska blaðamenn hefur batnað til muna á undanförnum árum en samband hans við þá var stirt lengi vel þegar hann stýrði sænska liðinu. Börjesson vill þó meina að hann hafi átt sína sök á því. „Sænska pressan var óvægin í hans garð. Sérstaklega undir lokin þegar mikið var um skoðanagreinar þar sem menn vildu hann burt. Hann vill helst bara tala um fótbolta en þegar þú ert með stjörnur eins og Zlatan og Freddy Ljungberg í liðinu sem allir vita að þola ekki hvor annan verður þú að geta svarað spurningum um það,“ segir Börjesson. Eftir að hafa verið í kringum Lars með íslenska liðið segir Börjesson að þessi 67 ára gamli Svíi hafi fundið fullkominn samastað. „Þetta er fullkomið lið fyrir hann og ég held í alvöru að Ísland geti farið ágætlega langt á EM,“ segir hann og heldur áfram: „Lars er með svo mikla reynslu og hún í bland við þennan leikmannhóp sem gerir allt sem hann biður um er fullkomin blanda. Leikmennirnir sjá hann sem sigurvegara og hann býr til sigurviðhorf innan hópsins. Við sjáum alveg þetta viðhorf vanta í liðinu okkar í dag miðað við liðin sem Lars stýrði hérna. Þetta er áberandi. “ Eins og frægt er orðið var Lars Lagerbäck einu sinni kosinn leiðinlegasti maður Svíþjóðar. Sama hversu mikil alvara var á bak við það sýnir það á hvaða stað hann var á sínum tíma. Þrátt fyrir góðan árangur með sænska liðið kvaddi hann sína heimaþjóð að einhverju leyti í sárum en öll leiðindi eru á bak og burt, þökk sé árangri hans með íslenska liðið. „Hann er vinsælli núna en áður. Hann hefur fengið algjöra uppreisn æru og er elskaður og dáður meira en þegar hann var sem vinsælastur hérna. Og þetta eru stór orð hjá mér því um tíma var hann gríðarlega vinsæll hérna. Það var bara þetta síðasta ár sem skildi eftir smá óbragð í munni allra,“ segir Börjesson. „Nú er Lars búinn að gera íslenska liðið betra en það sænska. Það var sjokk að sjá FIFA-listann á sínum tíma en við erum að átta okkur á að þetta er sátt og við fögnum með Lars.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Biðin er loksins á enda Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok. 7. september 2015 07:00 Lars: Ég er ekki hetja Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson lýstu þakklæti sínu og stolti á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:52 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00 Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Biðin er loksins á enda Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok. 7. september 2015 07:00
Lars: Ég er ekki hetja Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson lýstu þakklæti sínu og stolti á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:52
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01
Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00
Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti