"Gluggarnir bráðnuðu og flugfreyjurnar öskruðu á okkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2015 21:00 Blessunarlega var hægt að hemja eldinn fljótt og örugglega. Vísir/EPA „Ég fann flugmanninn negla niður á bremsurnar. Hvað hann var fljótur að grípa til aðgerða bjargaði lífi okkar. Ég þori varla að hugsa til enda hvað hefði gerst ef flugvélin hefði tekið á loft.“ Svo skrifar breski blaðamaðurinn Jacob Steinberg sem var um borð í vél British Airways sem kviknaði í við flugtak frá Las Vegas fyrr í dag.Steinberg, sem starfar hjá breska fjölmiðlinum Guardian skrifaði um reynsluna fyrr í dag. „Maður fann að flugmennirnir áttu í erfiðleikum með að stöðva flugvélina en þeim tókst það um mínútu eftir að vélin fór að hægja á sér.“Eftir að vélin stöðvaðist var ekki ljóst hvort að rýma ætti vélina og segir Steinberg frá því að margir hafi setið rólegir á meðan aðrir hafi hlupið fremst í vélina, sumir hafi jafnvel reynt að ná í farangur sinn. Hann hafi hinsvegar ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. „Flugfreyjan sagði að allir ættu að vera rólegir. Sumir hlupu hinsvegar af stað á meðan aðrir reyndu að ná í farangur sinn. Við sem sátum hægra megin sáum ekki hvað var að enda kviknaði í hreyflinum vinstra megin. Ég sat og hugsaði með mér að allt væri í lagi og við myndum fara á stað þegar búið væri að ganga úr skugga um að ekkert væri að.“aftermath of british airways flight 2276 pic.twitter.com/mpHgcuiXMM— CastroBelRico (@SuaveCastro) September 9, 2015 Talið er að flugmenn vélarinnar hafi komið í veg fyrir stórslys með því að hætta skyndilega við flugtak og skipa fyrir um að vélin yrði rýmd en mikið manntjón hefur orðið áður þegar farþegum er ekki skipað að yfirgefa vélar eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er að kviknað er í flugvélinni. „Lyktin af reyknum var mjög óþægileg. Brennt gúmmí, mjög bitur lykt. Einn farþegi sagði mér að tveir gluggar hefðu bráðnað. Þá var kominn tími á að verða hræddur,“ skrifar Steinberg. „Reykurinn barst inn í flugvélina og þá sá maður að flugfreyjunar voru orðnar hræddar. Þær öskruðu á okkur að hlaupa út og það varð troðningur en blessunarlega komumst við út. Þegar við komum út á flugbrautina hlupum við bara eitthvað. Við vissum ekkert hvert við áttum að fara.“To give you an idea of what the fire was like (that's my mate Jez, who just had a knee reconstruction, on the run). pic.twitter.com/snpHGFyxIC— Jacob Steinberg (@JacobSteinberg) September 8, 2015 They opened the back door and slide went down and smoke started coming in plane, followed by mad dash to front. A lot of panic— Jacob Steinberg (@JacobSteinberg) September 8, 2015 Sérfræðingar í flugöryggi segja að viðbrögð flugmannana hafi verið til fyrirmyndar og þeir hafi fylgt öllum öryggisreglum sem eiga við þegar kviknar í hreyfli. „Á meðan við bíðum eftir ýtarlegri rannsókn á tildrögum þess að kviknað hafi í hreyflinum er óhætt að segja að allir flugmenn geti séð hversu fagmannlega flugmenn vélarinnar hafi staðið sig í þessu tilviki,“ sagði í yfirlýsingu frá Samtökum breskra flugmanna.Flugstjórinn, hinn 63 ára gamli Chris Henkey, er mikill reynslubolti og hefur verið flugmaður í 42 ár en segist aldrei hafa lent í viðlíka áður Hann var að fljúga eitt af sínum síðustu flugum en hann átti að fara á eftirlaun í næstu viku. Henkey ræddi við farþega flugvélarinnar eftir slysið sem voru skiljanlega mjög þakklátir og klöppuðu fyrir honum. „Hann talaði við nokkra af farþegum flugvélarinnar eftir slysið. Hann var náhvítur í framan. Við tókum í hendina á honum en það eru ekki til nógu mörg orð til að lýsa þakklætti okkar í hans garð“, skrifaði Steinberg að lokum. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
„Ég fann flugmanninn negla niður á bremsurnar. Hvað hann var fljótur að grípa til aðgerða bjargaði lífi okkar. Ég þori varla að hugsa til enda hvað hefði gerst ef flugvélin hefði tekið á loft.“ Svo skrifar breski blaðamaðurinn Jacob Steinberg sem var um borð í vél British Airways sem kviknaði í við flugtak frá Las Vegas fyrr í dag.Steinberg, sem starfar hjá breska fjölmiðlinum Guardian skrifaði um reynsluna fyrr í dag. „Maður fann að flugmennirnir áttu í erfiðleikum með að stöðva flugvélina en þeim tókst það um mínútu eftir að vélin fór að hægja á sér.“Eftir að vélin stöðvaðist var ekki ljóst hvort að rýma ætti vélina og segir Steinberg frá því að margir hafi setið rólegir á meðan aðrir hafi hlupið fremst í vélina, sumir hafi jafnvel reynt að ná í farangur sinn. Hann hafi hinsvegar ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. „Flugfreyjan sagði að allir ættu að vera rólegir. Sumir hlupu hinsvegar af stað á meðan aðrir reyndu að ná í farangur sinn. Við sem sátum hægra megin sáum ekki hvað var að enda kviknaði í hreyflinum vinstra megin. Ég sat og hugsaði með mér að allt væri í lagi og við myndum fara á stað þegar búið væri að ganga úr skugga um að ekkert væri að.“aftermath of british airways flight 2276 pic.twitter.com/mpHgcuiXMM— CastroBelRico (@SuaveCastro) September 9, 2015 Talið er að flugmenn vélarinnar hafi komið í veg fyrir stórslys með því að hætta skyndilega við flugtak og skipa fyrir um að vélin yrði rýmd en mikið manntjón hefur orðið áður þegar farþegum er ekki skipað að yfirgefa vélar eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er að kviknað er í flugvélinni. „Lyktin af reyknum var mjög óþægileg. Brennt gúmmí, mjög bitur lykt. Einn farþegi sagði mér að tveir gluggar hefðu bráðnað. Þá var kominn tími á að verða hræddur,“ skrifar Steinberg. „Reykurinn barst inn í flugvélina og þá sá maður að flugfreyjunar voru orðnar hræddar. Þær öskruðu á okkur að hlaupa út og það varð troðningur en blessunarlega komumst við út. Þegar við komum út á flugbrautina hlupum við bara eitthvað. Við vissum ekkert hvert við áttum að fara.“To give you an idea of what the fire was like (that's my mate Jez, who just had a knee reconstruction, on the run). pic.twitter.com/snpHGFyxIC— Jacob Steinberg (@JacobSteinberg) September 8, 2015 They opened the back door and slide went down and smoke started coming in plane, followed by mad dash to front. A lot of panic— Jacob Steinberg (@JacobSteinberg) September 8, 2015 Sérfræðingar í flugöryggi segja að viðbrögð flugmannana hafi verið til fyrirmyndar og þeir hafi fylgt öllum öryggisreglum sem eiga við þegar kviknar í hreyfli. „Á meðan við bíðum eftir ýtarlegri rannsókn á tildrögum þess að kviknað hafi í hreyflinum er óhætt að segja að allir flugmenn geti séð hversu fagmannlega flugmenn vélarinnar hafi staðið sig í þessu tilviki,“ sagði í yfirlýsingu frá Samtökum breskra flugmanna.Flugstjórinn, hinn 63 ára gamli Chris Henkey, er mikill reynslubolti og hefur verið flugmaður í 42 ár en segist aldrei hafa lent í viðlíka áður Hann var að fljúga eitt af sínum síðustu flugum en hann átti að fara á eftirlaun í næstu viku. Henkey ræddi við farþega flugvélarinnar eftir slysið sem voru skiljanlega mjög þakklátir og klöppuðu fyrir honum. „Hann talaði við nokkra af farþegum flugvélarinnar eftir slysið. Hann var náhvítur í framan. Við tókum í hendina á honum en það eru ekki til nógu mörg orð til að lýsa þakklætti okkar í hans garð“, skrifaði Steinberg að lokum.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira