Bandarískir hermenn felldu háttsettan leiðtoga ISIS í Sýrlandi Samúel Karl Ólaosn skrifar 16. maí 2015 13:36 Bandarískir sérsveitarmenn á æfingu. Vísir/AFP Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í nótt árás á búðir háttsetts leiðtoga Íslamska ríkisins í Austur-Sýrlandi. Tilgangur árásarinnar var að handsama Abu Sayyaf sem féll í bardögum við hermennina, en eiginkona hans var handsömuð. Þetta kom fram í tilkynningu frá Pentagon í morgun. Þetta er einungis í annað sinn sem vitað er til þess að bandarískir hermenn hafi farið inn í Sýrland. Hitt skiptið var þegar hermenn reyndu að bjarga bandarískum gíslum ISIS, sem höfðu verið færðir áður en árásin var gerð. Sayyaf stýrði sölu ISIS á olíu og gasi, sem og öðrum fjárhagslegum atriðum. Þar að auki er hann sagður hafa tekið þátt í skipulagningu hernaðaraðgerða ISIS. Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi heimilað árásina. Enginn af hermönnunum féll í árásinni, en á vef CNN segir að um tólf vígamenn hafi verið felldir.AP fréttaveitan segir frá því að hermennirnir hafi bjargað konu sem tilheyrir minnihlutahópi Jadsída úr haldi hjónanna Abu og Umm Sayyaf. Svo virðist sem að hún hafi verið þræll þeirra hjóna en ISIS handamaði hundruð Jadsída í fyrra. Á vef BBC segir að fjölmiðlar í Sýrlandi hafi sagt fréttir af því að sýrlenski herinn hafi fellt minnst fjörutíu vígamenn og þar á meðal „olíuráðherra ISIS“ í hernaðaraðgerð í nótt. Mið-Austurlönd Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í nótt árás á búðir háttsetts leiðtoga Íslamska ríkisins í Austur-Sýrlandi. Tilgangur árásarinnar var að handsama Abu Sayyaf sem féll í bardögum við hermennina, en eiginkona hans var handsömuð. Þetta kom fram í tilkynningu frá Pentagon í morgun. Þetta er einungis í annað sinn sem vitað er til þess að bandarískir hermenn hafi farið inn í Sýrland. Hitt skiptið var þegar hermenn reyndu að bjarga bandarískum gíslum ISIS, sem höfðu verið færðir áður en árásin var gerð. Sayyaf stýrði sölu ISIS á olíu og gasi, sem og öðrum fjárhagslegum atriðum. Þar að auki er hann sagður hafa tekið þátt í skipulagningu hernaðaraðgerða ISIS. Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi heimilað árásina. Enginn af hermönnunum féll í árásinni, en á vef CNN segir að um tólf vígamenn hafi verið felldir.AP fréttaveitan segir frá því að hermennirnir hafi bjargað konu sem tilheyrir minnihlutahópi Jadsída úr haldi hjónanna Abu og Umm Sayyaf. Svo virðist sem að hún hafi verið þræll þeirra hjóna en ISIS handamaði hundruð Jadsída í fyrra. Á vef BBC segir að fjölmiðlar í Sýrlandi hafi sagt fréttir af því að sýrlenski herinn hafi fellt minnst fjörutíu vígamenn og þar á meðal „olíuráðherra ISIS“ í hernaðaraðgerð í nótt.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira