Kúrdar brutu stóra sókn ISIS á bak aftur Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2015 11:15 Meðlimur Peshmergasveitanna á varðbergi við Mosul. Vísir/AFP Peshmergasveitir Kúrda brutu í gær stóra árás Íslamska ríkisins nærri Mosul á bak aftur. Minnst 300 þungvopnaðir vígamenn réðust á víglínur Kúrda á minnst fjórum stöðum og hófst árásin á miðvikudaginn. Bandaríkin komu Kúrdum til hjálpar og gerðu loftárásir í 17 klukkustundir. Talið er að um 180 vígamenn ISIS hafi verið felldir í loftárásunum og Kúrdar segjast einnig hafa fellt fjölda vígamanna. Við árásirnar notuðust vígamennirnir við bílsprengjur, vélbyssur, sprengjuvörpur og brynvarðar jarðýtur, samkvæmt frétt Washington Post. Kúrdar segja að tugir hafi fallið þeirra megin. Kúrdar hafa setið um Mosul um nokkurt skeið. Þeir vilja þó ekki reyna að frelsa borgina þar sem ekki er víst að heimamenn myndu taka Kúrdum fagnandi. Því ætla Írakar að safna liði Íraka við borgina sem eiga að ná henni aftur, en ISIS hertóku Mosul í leiftursókn sinni í fyrrasumar. Fyrst vilja Írakar þá ná borginni Ramadi. Þá hafa tyrkneskir hermenn einnig haldið til fyrir utan borgina þar sem þeir hafa þjálfað íraska Kúrda. Vera þeirra þar hefur reitt yfirvöldí Bagdad til reiði.Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hitti leiðtoga Kúrda í Írak í Irbil í gær. Hann sagði að árásin hefði sýnt getu Peshmerga sveitanna og þá sérstaklega þegar þær eru studdar af loftárásum. Embættismenn Kúrda sem Carter ræddi við fóru fram á frekari sendingar af vopnum og búnaði eins og brynvörðum bílum og nætursjónaukum frá Bandaríkjunum. Carter sagðist ætla að sjá til þess að vopnasendingum yrði flýtt. Mið-Austurlönd Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira
Peshmergasveitir Kúrda brutu í gær stóra árás Íslamska ríkisins nærri Mosul á bak aftur. Minnst 300 þungvopnaðir vígamenn réðust á víglínur Kúrda á minnst fjórum stöðum og hófst árásin á miðvikudaginn. Bandaríkin komu Kúrdum til hjálpar og gerðu loftárásir í 17 klukkustundir. Talið er að um 180 vígamenn ISIS hafi verið felldir í loftárásunum og Kúrdar segjast einnig hafa fellt fjölda vígamanna. Við árásirnar notuðust vígamennirnir við bílsprengjur, vélbyssur, sprengjuvörpur og brynvarðar jarðýtur, samkvæmt frétt Washington Post. Kúrdar segja að tugir hafi fallið þeirra megin. Kúrdar hafa setið um Mosul um nokkurt skeið. Þeir vilja þó ekki reyna að frelsa borgina þar sem ekki er víst að heimamenn myndu taka Kúrdum fagnandi. Því ætla Írakar að safna liði Íraka við borgina sem eiga að ná henni aftur, en ISIS hertóku Mosul í leiftursókn sinni í fyrrasumar. Fyrst vilja Írakar þá ná borginni Ramadi. Þá hafa tyrkneskir hermenn einnig haldið til fyrir utan borgina þar sem þeir hafa þjálfað íraska Kúrda. Vera þeirra þar hefur reitt yfirvöldí Bagdad til reiði.Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hitti leiðtoga Kúrda í Írak í Irbil í gær. Hann sagði að árásin hefði sýnt getu Peshmerga sveitanna og þá sérstaklega þegar þær eru studdar af loftárásum. Embættismenn Kúrda sem Carter ræddi við fóru fram á frekari sendingar af vopnum og búnaði eins og brynvörðum bílum og nætursjónaukum frá Bandaríkjunum. Carter sagðist ætla að sjá til þess að vopnasendingum yrði flýtt.
Mið-Austurlönd Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira