Hjálpargögn send til Nepal Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2015 13:31 Nú þegar hefur UNICEF sent 120 tonn af lífsnauðsynlegum hjálpargögnum með flugi til Kathmandu. Vísir/AFP Skortur er á vatni, mat, rafmagni og hætt er við sjúkdómum í Nepal. Talsmaður yfirvalda þar í landi hefur beðið alþjóðasamfélagið um að koma þeim til hjálpar og nágrannar landsins hafa þegar sent björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsmenn og ýmsar birgðir á svæðið. Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi segir að starfsfólk þeirra vinni nú dag og nótt að því að útvega börnum og fjölskyldum þeirra nauðsynleg neyðargögn. Nú þegar hefur UNICEF sent 120 tonn af lífsnauðsynlegum hjálpargögnum með flugi til Kathmandu, þar á meðal vatnshreinsitöflur, lyf, hreinlætisgögn, næringarsölt og teppi. Hins vegar hafa fréttir borist af því að ekki sé hægt að lenda á flugvellinum í Kathmandu vegna anna og plássleysis og að flugvél með hjálpargögn frá Indlandi hafi þurft að snúa við. Á vef BBC segir að það hafi hægt á hjálparstarfinu. Starfsmenn UNICEF í Nepal hafa útvegað segldúk og efni í skýli fyrir fjölskyldur sem hafast nú við undir beru lofti víða á skjálftasvæðinu. Einnig hefur verið dreift tjöldum til að nota sem neyðarskýli á sjúkrahúsum fyrir stóran hóp slasaðra. Í tilkynningunni frá UNICEF segir að minnst 940 þúsund börn muni þurfa á brýnni aðstoð að halda. Á næstu vikum og mánuðum hefur UNICEF einsett sér að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til 2,8 milljón barna á skjálftasvæðunum. UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólahringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50 Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15 Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Skortur er á vatni, mat, rafmagni og hætt er við sjúkdómum í Nepal. Talsmaður yfirvalda þar í landi hefur beðið alþjóðasamfélagið um að koma þeim til hjálpar og nágrannar landsins hafa þegar sent björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsmenn og ýmsar birgðir á svæðið. Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi segir að starfsfólk þeirra vinni nú dag og nótt að því að útvega börnum og fjölskyldum þeirra nauðsynleg neyðargögn. Nú þegar hefur UNICEF sent 120 tonn af lífsnauðsynlegum hjálpargögnum með flugi til Kathmandu, þar á meðal vatnshreinsitöflur, lyf, hreinlætisgögn, næringarsölt og teppi. Hins vegar hafa fréttir borist af því að ekki sé hægt að lenda á flugvellinum í Kathmandu vegna anna og plássleysis og að flugvél með hjálpargögn frá Indlandi hafi þurft að snúa við. Á vef BBC segir að það hafi hægt á hjálparstarfinu. Starfsmenn UNICEF í Nepal hafa útvegað segldúk og efni í skýli fyrir fjölskyldur sem hafast nú við undir beru lofti víða á skjálftasvæðinu. Einnig hefur verið dreift tjöldum til að nota sem neyðarskýli á sjúkrahúsum fyrir stóran hóp slasaðra. Í tilkynningunni frá UNICEF segir að minnst 940 þúsund börn muni þurfa á brýnni aðstoð að halda. Á næstu vikum og mánuðum hefur UNICEF einsett sér að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til 2,8 milljón barna á skjálftasvæðunum. UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólahringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50 Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15 Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólahringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50
Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00
Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00
Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00
Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15
Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23