Vilja breyta Dyflinnarreglu Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. maí 2015 10:30 Hundruð manna í varðhaldi bíða flutnings annað eftir að hafa reynt að komast til Evrópu. Vísir/EPA Evrópusambandið hyggst láta endurskoða Dyflinnarsamninginn svonefnda, sem heimilar aðildarríkjum Schengen-samstarfsins að senda hælisleitendur úr landi hafi þeir fyrst reynt fyrir sér í öðru aðildarríki. Reiknað er með að þessari endurskoðun verði lokið um mitt næsta ár. Þetta er liður í fjölþættum aðgerðum sem Evrópusambandið hyggst ráðast í til að höndla betur flóttamannastrauminn yfir Miðjarðarhaf. Tillögurnar voru kynntar í gær. Aðrar hugmyndir snúast meðal annars um að þrefalda fjármagn til eftirlits- og björgunaraðgerða í Miðjarðarhafinu, beita hervaldi gegn smyglurum sem senda fólk ólöglega yfir Miðjarðarhafið, leggja meiri vinnu í að koma fólki aftur til síns heimalands og loks að deila með sanngjarnari hætti niður á ESB-ríkin þeim hælisleitendum sem ekki er hægt að senda til baka. Stjórnvöld einstakra ríkja eru misánægð með þessi áform. Bretar vilja til dæmis ekki að ríkjum ESB verði gert skylt að taka við hælisleitendum og Ungverjar segja þessar hugmyndir fráleitar. Hvað hernað gagnvart smyglurum varðar, þá er í tillögunum ekki útilokað að sendar verði hersveitir inn í Líbíu eða til annarra landa þar sem smyglararnir stunda iðju sína. Mesta áherslan er þó lögð á að eyðileggja báta og skip sem notuð hafa verið til að flytja fólk yfir hafið. Þessi hernaðaráform hafa mætt töluverðri gagnrýni og óljóst hvort þau stæðust alþjóðalög.80 þúsund flóttamenn það sem af er ári Á síðasta ári freistuðu nærri 220 þúsund manns gæfunnar með þessum hætti, flestir frá Sýrlandi þar sem margra ára borgarastyrjöld hefur hrakið nærri helming landsmanna að heiman. Það sem af er þessu ári hafa um 80 þúsund manns reynt að komast yfir Miðjarðarhaf. Þúsundir hafa drukknað á leiðinni. Megnið af flóttafólkinu hefur farið til Ítalíu, Grikklands og Spánar en fæstir hafa á endanum fengið hæli þar. Önnur aðildarlönd Evrópusambandsins hafa til þessa haft frjálsar hendur um það hvort þau taki við einhverjum þeirra. Þar hafa Þjóðverjar og Svíar verið duglegastir. Á síðasta ári tóku þeir við nærri helmingi þeirra flóttamanna sem leituðu hælis í aðildarlöndum ESB. Þessu á nú að breyta, þannig að hælisleitendum verði deilt niður á öll aðildarríki Evrópusambandsins. Til að byrja með verði 20 þúsund manna hópi skipt niður, þannig að hvert ríki fái ákveðið hlutfall í samræmi við íbúafjölda viðkomandi lands og að teknu tilliti til atvinnuleysis þar. Vísað er til þriðja liðs 78. greinar Lissabonsáttmálans, sem heimilar ráðherraráði Evrópusambandsins að grípa til aðgerða ef skyndilegur straumur fólks frá löndum utan ESB veldur neyðarástandi í einu eða fleiri aðildarríkjanna. Flóttamenn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Evrópusambandið hyggst láta endurskoða Dyflinnarsamninginn svonefnda, sem heimilar aðildarríkjum Schengen-samstarfsins að senda hælisleitendur úr landi hafi þeir fyrst reynt fyrir sér í öðru aðildarríki. Reiknað er með að þessari endurskoðun verði lokið um mitt næsta ár. Þetta er liður í fjölþættum aðgerðum sem Evrópusambandið hyggst ráðast í til að höndla betur flóttamannastrauminn yfir Miðjarðarhaf. Tillögurnar voru kynntar í gær. Aðrar hugmyndir snúast meðal annars um að þrefalda fjármagn til eftirlits- og björgunaraðgerða í Miðjarðarhafinu, beita hervaldi gegn smyglurum sem senda fólk ólöglega yfir Miðjarðarhafið, leggja meiri vinnu í að koma fólki aftur til síns heimalands og loks að deila með sanngjarnari hætti niður á ESB-ríkin þeim hælisleitendum sem ekki er hægt að senda til baka. Stjórnvöld einstakra ríkja eru misánægð með þessi áform. Bretar vilja til dæmis ekki að ríkjum ESB verði gert skylt að taka við hælisleitendum og Ungverjar segja þessar hugmyndir fráleitar. Hvað hernað gagnvart smyglurum varðar, þá er í tillögunum ekki útilokað að sendar verði hersveitir inn í Líbíu eða til annarra landa þar sem smyglararnir stunda iðju sína. Mesta áherslan er þó lögð á að eyðileggja báta og skip sem notuð hafa verið til að flytja fólk yfir hafið. Þessi hernaðaráform hafa mætt töluverðri gagnrýni og óljóst hvort þau stæðust alþjóðalög.80 þúsund flóttamenn það sem af er ári Á síðasta ári freistuðu nærri 220 þúsund manns gæfunnar með þessum hætti, flestir frá Sýrlandi þar sem margra ára borgarastyrjöld hefur hrakið nærri helming landsmanna að heiman. Það sem af er þessu ári hafa um 80 þúsund manns reynt að komast yfir Miðjarðarhaf. Þúsundir hafa drukknað á leiðinni. Megnið af flóttafólkinu hefur farið til Ítalíu, Grikklands og Spánar en fæstir hafa á endanum fengið hæli þar. Önnur aðildarlönd Evrópusambandsins hafa til þessa haft frjálsar hendur um það hvort þau taki við einhverjum þeirra. Þar hafa Þjóðverjar og Svíar verið duglegastir. Á síðasta ári tóku þeir við nærri helmingi þeirra flóttamanna sem leituðu hælis í aðildarlöndum ESB. Þessu á nú að breyta, þannig að hælisleitendum verði deilt niður á öll aðildarríki Evrópusambandsins. Til að byrja með verði 20 þúsund manna hópi skipt niður, þannig að hvert ríki fái ákveðið hlutfall í samræmi við íbúafjölda viðkomandi lands og að teknu tilliti til atvinnuleysis þar. Vísað er til þriðja liðs 78. greinar Lissabonsáttmálans, sem heimilar ráðherraráði Evrópusambandsins að grípa til aðgerða ef skyndilegur straumur fólks frá löndum utan ESB veldur neyðarástandi í einu eða fleiri aðildarríkjanna.
Flóttamenn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira