„Suge“ Knight ákærður fyrir morð Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2015 15:27 Marion „Suge“ Knight gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa ekið yfir tvo menn. Vísir/AP Rapp-útgefandinn fyrrverandi, „Suge“ Knight hefur verið ákærður fyrir morð, morðtilraun og fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og stinga af. Talið er að réttarhöldin yfir honum hefjist í dag. Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. Vinur hans lét lífið. Lögmaður Knight segir hann hafa ekið yfir mennina fyrir slysni, þar sem hann hafi verið á flótta undan árásarmönnum. Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir atvikið.AP fréttaveitan segir frá því að upprunalega hafi trygging verið sett á tvær milljónir dala en hún hafi verið dregin til baka. Ástæða þess er að hann er talinn líklegur til að leggja á flótta og getur ógnað vitnum. Þegar hann keyrði yfir mennina á fimmtudaginn gekk hann laus gegn tryggingu vegna ráns. Knight var hluti af einum frægustu átökum rappheimsins á milli Tupac Shakur og Biggie Smalls. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás, þegar hann og Tupac gengu í skrokk á manni á hóteli í Las Vegas árið 1996. Skömmu eftir það atvik var Tupac skotinn til bana þar sem hann sat í bíl Knight í Las Vegas.Reifst við þann sem lést Samkvæmt lögreglunni heimsótti Knight upptökustað myndarinnar Straight Outta Compton, þar sem hann fór að rífast við hinn 51 árs gamla Cle „Bone“ Sloan. Á endanum var Knight beðinn um að yfirgefa svæðið af lögreglumönnum sem sinntu þar öryggisgæslu. Rifrildi mannanna hófst aftur nokkra kílómetra í burtu en þar skiptust Knight og Sloan á höggum í gegnum rúðu pallbíls Knight. Þá keyrði hann yfir mennina. Lögmaður Knight segir þetta ekki vera rétt. Hann segir að Sloan hafi ráðist á Knight ásamt þremur öðrum mönnum. Að Sloan hafi beðið Knight um að hitta sig og hafi svo setið fyrir honum. Knight hafi óttast um líf sitt og óvart keyrt yfir mennina tvo við að reyna að komast undan. Verði Knight sakfelldur gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem um væri að ræða þriðja dóm hans. Tengdar fréttir Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Rapp-útgefandinn fyrrverandi, „Suge“ Knight hefur verið ákærður fyrir morð, morðtilraun og fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og stinga af. Talið er að réttarhöldin yfir honum hefjist í dag. Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. Vinur hans lét lífið. Lögmaður Knight segir hann hafa ekið yfir mennina fyrir slysni, þar sem hann hafi verið á flótta undan árásarmönnum. Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir atvikið.AP fréttaveitan segir frá því að upprunalega hafi trygging verið sett á tvær milljónir dala en hún hafi verið dregin til baka. Ástæða þess er að hann er talinn líklegur til að leggja á flótta og getur ógnað vitnum. Þegar hann keyrði yfir mennina á fimmtudaginn gekk hann laus gegn tryggingu vegna ráns. Knight var hluti af einum frægustu átökum rappheimsins á milli Tupac Shakur og Biggie Smalls. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás, þegar hann og Tupac gengu í skrokk á manni á hóteli í Las Vegas árið 1996. Skömmu eftir það atvik var Tupac skotinn til bana þar sem hann sat í bíl Knight í Las Vegas.Reifst við þann sem lést Samkvæmt lögreglunni heimsótti Knight upptökustað myndarinnar Straight Outta Compton, þar sem hann fór að rífast við hinn 51 árs gamla Cle „Bone“ Sloan. Á endanum var Knight beðinn um að yfirgefa svæðið af lögreglumönnum sem sinntu þar öryggisgæslu. Rifrildi mannanna hófst aftur nokkra kílómetra í burtu en þar skiptust Knight og Sloan á höggum í gegnum rúðu pallbíls Knight. Þá keyrði hann yfir mennina. Lögmaður Knight segir þetta ekki vera rétt. Hann segir að Sloan hafi ráðist á Knight ásamt þremur öðrum mönnum. Að Sloan hafi beðið Knight um að hitta sig og hafi svo setið fyrir honum. Knight hafi óttast um líf sitt og óvart keyrt yfir mennina tvo við að reyna að komast undan. Verði Knight sakfelldur gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem um væri að ræða þriðja dóm hans.
Tengdar fréttir Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45
„Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11