„Suge“ Knight ákærður fyrir morð Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2015 15:27 Marion „Suge“ Knight gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa ekið yfir tvo menn. Vísir/AP Rapp-útgefandinn fyrrverandi, „Suge“ Knight hefur verið ákærður fyrir morð, morðtilraun og fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og stinga af. Talið er að réttarhöldin yfir honum hefjist í dag. Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. Vinur hans lét lífið. Lögmaður Knight segir hann hafa ekið yfir mennina fyrir slysni, þar sem hann hafi verið á flótta undan árásarmönnum. Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir atvikið.AP fréttaveitan segir frá því að upprunalega hafi trygging verið sett á tvær milljónir dala en hún hafi verið dregin til baka. Ástæða þess er að hann er talinn líklegur til að leggja á flótta og getur ógnað vitnum. Þegar hann keyrði yfir mennina á fimmtudaginn gekk hann laus gegn tryggingu vegna ráns. Knight var hluti af einum frægustu átökum rappheimsins á milli Tupac Shakur og Biggie Smalls. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás, þegar hann og Tupac gengu í skrokk á manni á hóteli í Las Vegas árið 1996. Skömmu eftir það atvik var Tupac skotinn til bana þar sem hann sat í bíl Knight í Las Vegas.Reifst við þann sem lést Samkvæmt lögreglunni heimsótti Knight upptökustað myndarinnar Straight Outta Compton, þar sem hann fór að rífast við hinn 51 árs gamla Cle „Bone“ Sloan. Á endanum var Knight beðinn um að yfirgefa svæðið af lögreglumönnum sem sinntu þar öryggisgæslu. Rifrildi mannanna hófst aftur nokkra kílómetra í burtu en þar skiptust Knight og Sloan á höggum í gegnum rúðu pallbíls Knight. Þá keyrði hann yfir mennina. Lögmaður Knight segir þetta ekki vera rétt. Hann segir að Sloan hafi ráðist á Knight ásamt þremur öðrum mönnum. Að Sloan hafi beðið Knight um að hitta sig og hafi svo setið fyrir honum. Knight hafi óttast um líf sitt og óvart keyrt yfir mennina tvo við að reyna að komast undan. Verði Knight sakfelldur gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem um væri að ræða þriðja dóm hans. Tengdar fréttir Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Rapp-útgefandinn fyrrverandi, „Suge“ Knight hefur verið ákærður fyrir morð, morðtilraun og fyrir að keyra á gangandi vegfaranda og stinga af. Talið er að réttarhöldin yfir honum hefjist í dag. Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. Vinur hans lét lífið. Lögmaður Knight segir hann hafa ekið yfir mennina fyrir slysni, þar sem hann hafi verið á flótta undan árásarmönnum. Hann gaf sig fram við lögreglu daginn eftir atvikið.AP fréttaveitan segir frá því að upprunalega hafi trygging verið sett á tvær milljónir dala en hún hafi verið dregin til baka. Ástæða þess er að hann er talinn líklegur til að leggja á flótta og getur ógnað vitnum. Þegar hann keyrði yfir mennina á fimmtudaginn gekk hann laus gegn tryggingu vegna ráns. Knight var hluti af einum frægustu átökum rappheimsins á milli Tupac Shakur og Biggie Smalls. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás, þegar hann og Tupac gengu í skrokk á manni á hóteli í Las Vegas árið 1996. Skömmu eftir það atvik var Tupac skotinn til bana þar sem hann sat í bíl Knight í Las Vegas.Reifst við þann sem lést Samkvæmt lögreglunni heimsótti Knight upptökustað myndarinnar Straight Outta Compton, þar sem hann fór að rífast við hinn 51 árs gamla Cle „Bone“ Sloan. Á endanum var Knight beðinn um að yfirgefa svæðið af lögreglumönnum sem sinntu þar öryggisgæslu. Rifrildi mannanna hófst aftur nokkra kílómetra í burtu en þar skiptust Knight og Sloan á höggum í gegnum rúðu pallbíls Knight. Þá keyrði hann yfir mennina. Lögmaður Knight segir þetta ekki vera rétt. Hann segir að Sloan hafi ráðist á Knight ásamt þremur öðrum mönnum. Að Sloan hafi beðið Knight um að hitta sig og hafi svo setið fyrir honum. Knight hafi óttast um líf sitt og óvart keyrt yfir mennina tvo við að reyna að komast undan. Verði Knight sakfelldur gæti hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem um væri að ræða þriðja dóm hans.
Tengdar fréttir Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Suge Knight grunaður um morð Talinn hafa keyrt yfir vegfarendur með þeim afleiðingum að einn er látinn. 30. janúar 2015 07:45
„Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11