Enski boltinn

Sigur í fyrsta leik Pardew með Palace | QPR úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pardew á leið á völlinn í dag.
Pardew á leið á völlinn í dag. Vísir/Getty
Crystal Palace fór létt með fimmtu deildarliðið Dover, QPR er úr leik eftir tap gegn Sheffield United og Leeds gaf Sunderland ekkert eftir á Leikvangi ljóssins.

Leikurinn var fyrsti leikur Alan Pardew með Crystal Palace, en hann tók við liðinu í gærmorgun. Dover er í fimmtu efstu deild og er þar um miðja deild.

Fimmtu deildar liðið var engin fyristaða fyrir úrvalsdeildarklúbbinn. Miðvörðurinn Scott Dann skoraði fyrstu tvö mörkin og þeir Dwight Gayle og Kevin Doyle bættu við mörkum í síðari hálfleik.

QPR er úr leik eftir tap gegn Sheffield United á heimavelli, en Sheffield leikur í þriðju efstu deild. Tvö mörk frá Jamal Campbell-Ryce og eitt frá Mark McNulty gerðu útslagið. Grátlegt tap QPR.

Að lokum vann Sunderland nauman sigur á Leeds United, 1-0, með marki frá Patrick van Aanholt í fyrri hálfleik. Leikmenn Leeds gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleik og Billy Sharp átti meðal annars skot í stöngina í uppbótartíma. Allt kom fyrir ekki og Sunderland á leið áfram.

Dover - Crystal Palace 0-4

0-1 Scott Dann (10.), 0-2 Scott Dann (34.), 0-3 Dwight Gayle (68.), 0-4 Kevin Doyle (88.).

QPR - Sheffield United 0-3

0-1 Mark McNulty (35.), 0-2 Jamal Campbell-Ryce (49.), 0-3 Jamal Campbell-Ryce (90.).

Sunderland - Leeds United 1-0

1-0 Patrick van Aanholt (32.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×