Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. mars 2015 18:55 Sveppaskortur er í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum og annar fyrirtækið ekki eftirspurn. Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytið hefur dregið lappirnar og ekki fylgt lagaskyldu um niðurfellingu tolla á innflutta sveppi eins og búvörulögin kveða á um þegar skortur er á sveppum. Búvörulögum kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þetta er ekki valkvæð heimild ráðherra enda er orðalagið í ákvæðinu „ráðherra skal.“ Búr hf. sem sér íslenskum smásölufyrirtækjum fyrir grænmeti og ávöxtum hefur ekki fengið afgreidda sveppi frá fyrirtækinu Flúðasveppum upp í pantanir sínar að undanförnu. Skortur hefur verið undanfarnar þrjár vikur vegna uppákomu sem varð í ræktun hjá fyrirtækinu og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.Tökumaður Stöðvar 2 fann eiginlega enga sveppi Fréttastofa Stöðvar 2 átti erfitt með að finna myndefni af sveppum í dag til að þekja þessa frétt enda voru þeir ekki til í flestum verslunum. Þeir fundust þó á endanum í Hagkaup í Garðabæ. Ýmislegt bendir til að Flúðasveppir, sem eru langstærsti innlendi framleiðandinn á sveppum og nánast í einokunarstöðu, anni ekki lengur innanlandseftirspurn á tímabilum. Búr hf. fær þau svör að líklegt sé að áfram verði skortur, þ.e. að Flúðasveppir geti ekki framleitt upp í pantanir. Þrátt fyrir þetta eru lagðir tollar á innflutta sveppi, 80 kr. á kílóið, til verndar þessum eina stóra framleiðanda. Búr brást skjótt við vegna sveppaskortsins og pantaði sveppi frá Hollandi með flugi. Á mánudag sendi Búr póst á Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins og formann ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara og fór fram á að nefndin felldi niður tolla á innflutningnum í samræmi við ákvæði Búvörulaga. Engin svör hafa borist.Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Stendur iðulega með innlenda framleiðandanum Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir lögin alveg skýr en félagið hefur aðstoðað Búr við að gæta hagsmuna sinna í málinu „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi nefnd um inn- og útfflutning landbúnaðarvara dregur lappirnar þegar það er skortur á markaðnum. Hún stendur iðulega með innlenda framleiðandanum en síður með innflytjendum og neytendum,“ segir Ólafur. Ráðuneytið hefur ekki svarað erindinu frá Búr, eins og áður segir. „Það koma engin svör í heila viku og það er alveg deginum ljósara að það er skortur af sveppum á markaðnum. En svo er það alveg fráleitt, burtséð frá sveppaskortinum núna, að það sé tollur á þessa afurð til að vernda í rauninni einn vinnustað á Suðurlandi.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag til að fá viðbrögð ráðuneytisins. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Sveppaskortur er í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum og annar fyrirtækið ekki eftirspurn. Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytið hefur dregið lappirnar og ekki fylgt lagaskyldu um niðurfellingu tolla á innflutta sveppi eins og búvörulögin kveða á um þegar skortur er á sveppum. Búvörulögum kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þetta er ekki valkvæð heimild ráðherra enda er orðalagið í ákvæðinu „ráðherra skal.“ Búr hf. sem sér íslenskum smásölufyrirtækjum fyrir grænmeti og ávöxtum hefur ekki fengið afgreidda sveppi frá fyrirtækinu Flúðasveppum upp í pantanir sínar að undanförnu. Skortur hefur verið undanfarnar þrjár vikur vegna uppákomu sem varð í ræktun hjá fyrirtækinu og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.Tökumaður Stöðvar 2 fann eiginlega enga sveppi Fréttastofa Stöðvar 2 átti erfitt með að finna myndefni af sveppum í dag til að þekja þessa frétt enda voru þeir ekki til í flestum verslunum. Þeir fundust þó á endanum í Hagkaup í Garðabæ. Ýmislegt bendir til að Flúðasveppir, sem eru langstærsti innlendi framleiðandinn á sveppum og nánast í einokunarstöðu, anni ekki lengur innanlandseftirspurn á tímabilum. Búr hf. fær þau svör að líklegt sé að áfram verði skortur, þ.e. að Flúðasveppir geti ekki framleitt upp í pantanir. Þrátt fyrir þetta eru lagðir tollar á innflutta sveppi, 80 kr. á kílóið, til verndar þessum eina stóra framleiðanda. Búr brást skjótt við vegna sveppaskortsins og pantaði sveppi frá Hollandi með flugi. Á mánudag sendi Búr póst á Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins og formann ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara og fór fram á að nefndin felldi niður tolla á innflutningnum í samræmi við ákvæði Búvörulaga. Engin svör hafa borist.Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Stendur iðulega með innlenda framleiðandanum Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir lögin alveg skýr en félagið hefur aðstoðað Búr við að gæta hagsmuna sinna í málinu „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi nefnd um inn- og útfflutning landbúnaðarvara dregur lappirnar þegar það er skortur á markaðnum. Hún stendur iðulega með innlenda framleiðandanum en síður með innflytjendum og neytendum,“ segir Ólafur. Ráðuneytið hefur ekki svarað erindinu frá Búr, eins og áður segir. „Það koma engin svör í heila viku og það er alveg deginum ljósara að það er skortur af sveppum á markaðnum. En svo er það alveg fráleitt, burtséð frá sveppaskortinum núna, að það sé tollur á þessa afurð til að vernda í rauninni einn vinnustað á Suðurlandi.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag til að fá viðbrögð ráðuneytisins.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?