Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. mars 2015 18:55 Sveppaskortur er í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum og annar fyrirtækið ekki eftirspurn. Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytið hefur dregið lappirnar og ekki fylgt lagaskyldu um niðurfellingu tolla á innflutta sveppi eins og búvörulögin kveða á um þegar skortur er á sveppum. Búvörulögum kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þetta er ekki valkvæð heimild ráðherra enda er orðalagið í ákvæðinu „ráðherra skal.“ Búr hf. sem sér íslenskum smásölufyrirtækjum fyrir grænmeti og ávöxtum hefur ekki fengið afgreidda sveppi frá fyrirtækinu Flúðasveppum upp í pantanir sínar að undanförnu. Skortur hefur verið undanfarnar þrjár vikur vegna uppákomu sem varð í ræktun hjá fyrirtækinu og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.Tökumaður Stöðvar 2 fann eiginlega enga sveppi Fréttastofa Stöðvar 2 átti erfitt með að finna myndefni af sveppum í dag til að þekja þessa frétt enda voru þeir ekki til í flestum verslunum. Þeir fundust þó á endanum í Hagkaup í Garðabæ. Ýmislegt bendir til að Flúðasveppir, sem eru langstærsti innlendi framleiðandinn á sveppum og nánast í einokunarstöðu, anni ekki lengur innanlandseftirspurn á tímabilum. Búr hf. fær þau svör að líklegt sé að áfram verði skortur, þ.e. að Flúðasveppir geti ekki framleitt upp í pantanir. Þrátt fyrir þetta eru lagðir tollar á innflutta sveppi, 80 kr. á kílóið, til verndar þessum eina stóra framleiðanda. Búr brást skjótt við vegna sveppaskortsins og pantaði sveppi frá Hollandi með flugi. Á mánudag sendi Búr póst á Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins og formann ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara og fór fram á að nefndin felldi niður tolla á innflutningnum í samræmi við ákvæði Búvörulaga. Engin svör hafa borist.Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Stendur iðulega með innlenda framleiðandanum Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir lögin alveg skýr en félagið hefur aðstoðað Búr við að gæta hagsmuna sinna í málinu „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi nefnd um inn- og útfflutning landbúnaðarvara dregur lappirnar þegar það er skortur á markaðnum. Hún stendur iðulega með innlenda framleiðandanum en síður með innflytjendum og neytendum,“ segir Ólafur. Ráðuneytið hefur ekki svarað erindinu frá Búr, eins og áður segir. „Það koma engin svör í heila viku og það er alveg deginum ljósara að það er skortur af sveppum á markaðnum. En svo er það alveg fráleitt, burtséð frá sveppaskortinum núna, að það sé tollur á þessa afurð til að vernda í rauninni einn vinnustað á Suðurlandi.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag til að fá viðbrögð ráðuneytisins. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Sveppaskortur er í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum og annar fyrirtækið ekki eftirspurn. Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytið hefur dregið lappirnar og ekki fylgt lagaskyldu um niðurfellingu tolla á innflutta sveppi eins og búvörulögin kveða á um þegar skortur er á sveppum. Búvörulögum kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þetta er ekki valkvæð heimild ráðherra enda er orðalagið í ákvæðinu „ráðherra skal.“ Búr hf. sem sér íslenskum smásölufyrirtækjum fyrir grænmeti og ávöxtum hefur ekki fengið afgreidda sveppi frá fyrirtækinu Flúðasveppum upp í pantanir sínar að undanförnu. Skortur hefur verið undanfarnar þrjár vikur vegna uppákomu sem varð í ræktun hjá fyrirtækinu og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.Tökumaður Stöðvar 2 fann eiginlega enga sveppi Fréttastofa Stöðvar 2 átti erfitt með að finna myndefni af sveppum í dag til að þekja þessa frétt enda voru þeir ekki til í flestum verslunum. Þeir fundust þó á endanum í Hagkaup í Garðabæ. Ýmislegt bendir til að Flúðasveppir, sem eru langstærsti innlendi framleiðandinn á sveppum og nánast í einokunarstöðu, anni ekki lengur innanlandseftirspurn á tímabilum. Búr hf. fær þau svör að líklegt sé að áfram verði skortur, þ.e. að Flúðasveppir geti ekki framleitt upp í pantanir. Þrátt fyrir þetta eru lagðir tollar á innflutta sveppi, 80 kr. á kílóið, til verndar þessum eina stóra framleiðanda. Búr brást skjótt við vegna sveppaskortsins og pantaði sveppi frá Hollandi með flugi. Á mánudag sendi Búr póst á Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins og formann ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara og fór fram á að nefndin felldi niður tolla á innflutningnum í samræmi við ákvæði Búvörulaga. Engin svör hafa borist.Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Stendur iðulega með innlenda framleiðandanum Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir lögin alveg skýr en félagið hefur aðstoðað Búr við að gæta hagsmuna sinna í málinu „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi nefnd um inn- og útfflutning landbúnaðarvara dregur lappirnar þegar það er skortur á markaðnum. Hún stendur iðulega með innlenda framleiðandanum en síður með innflytjendum og neytendum,“ segir Ólafur. Ráðuneytið hefur ekki svarað erindinu frá Búr, eins og áður segir. „Það koma engin svör í heila viku og það er alveg deginum ljósara að það er skortur af sveppum á markaðnum. En svo er það alveg fráleitt, burtséð frá sveppaskortinum núna, að það sé tollur á þessa afurð til að vernda í rauninni einn vinnustað á Suðurlandi.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag til að fá viðbrögð ráðuneytisins.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira