Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. mars 2015 18:55 Sveppaskortur er í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum og annar fyrirtækið ekki eftirspurn. Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytið hefur dregið lappirnar og ekki fylgt lagaskyldu um niðurfellingu tolla á innflutta sveppi eins og búvörulögin kveða á um þegar skortur er á sveppum. Búvörulögum kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þetta er ekki valkvæð heimild ráðherra enda er orðalagið í ákvæðinu „ráðherra skal.“ Búr hf. sem sér íslenskum smásölufyrirtækjum fyrir grænmeti og ávöxtum hefur ekki fengið afgreidda sveppi frá fyrirtækinu Flúðasveppum upp í pantanir sínar að undanförnu. Skortur hefur verið undanfarnar þrjár vikur vegna uppákomu sem varð í ræktun hjá fyrirtækinu og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.Tökumaður Stöðvar 2 fann eiginlega enga sveppi Fréttastofa Stöðvar 2 átti erfitt með að finna myndefni af sveppum í dag til að þekja þessa frétt enda voru þeir ekki til í flestum verslunum. Þeir fundust þó á endanum í Hagkaup í Garðabæ. Ýmislegt bendir til að Flúðasveppir, sem eru langstærsti innlendi framleiðandinn á sveppum og nánast í einokunarstöðu, anni ekki lengur innanlandseftirspurn á tímabilum. Búr hf. fær þau svör að líklegt sé að áfram verði skortur, þ.e. að Flúðasveppir geti ekki framleitt upp í pantanir. Þrátt fyrir þetta eru lagðir tollar á innflutta sveppi, 80 kr. á kílóið, til verndar þessum eina stóra framleiðanda. Búr brást skjótt við vegna sveppaskortsins og pantaði sveppi frá Hollandi með flugi. Á mánudag sendi Búr póst á Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins og formann ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara og fór fram á að nefndin felldi niður tolla á innflutningnum í samræmi við ákvæði Búvörulaga. Engin svör hafa borist.Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Stendur iðulega með innlenda framleiðandanum Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir lögin alveg skýr en félagið hefur aðstoðað Búr við að gæta hagsmuna sinna í málinu „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi nefnd um inn- og útfflutning landbúnaðarvara dregur lappirnar þegar það er skortur á markaðnum. Hún stendur iðulega með innlenda framleiðandanum en síður með innflytjendum og neytendum,“ segir Ólafur. Ráðuneytið hefur ekki svarað erindinu frá Búr, eins og áður segir. „Það koma engin svör í heila viku og það er alveg deginum ljósara að það er skortur af sveppum á markaðnum. En svo er það alveg fráleitt, burtséð frá sveppaskortinum núna, að það sé tollur á þessa afurð til að vernda í rauninni einn vinnustað á Suðurlandi.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag til að fá viðbrögð ráðuneytisins. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Sveppaskortur er í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum og annar fyrirtækið ekki eftirspurn. Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytið hefur dregið lappirnar og ekki fylgt lagaskyldu um niðurfellingu tolla á innflutta sveppi eins og búvörulögin kveða á um þegar skortur er á sveppum. Búvörulögum kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þetta er ekki valkvæð heimild ráðherra enda er orðalagið í ákvæðinu „ráðherra skal.“ Búr hf. sem sér íslenskum smásölufyrirtækjum fyrir grænmeti og ávöxtum hefur ekki fengið afgreidda sveppi frá fyrirtækinu Flúðasveppum upp í pantanir sínar að undanförnu. Skortur hefur verið undanfarnar þrjár vikur vegna uppákomu sem varð í ræktun hjá fyrirtækinu og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.Tökumaður Stöðvar 2 fann eiginlega enga sveppi Fréttastofa Stöðvar 2 átti erfitt með að finna myndefni af sveppum í dag til að þekja þessa frétt enda voru þeir ekki til í flestum verslunum. Þeir fundust þó á endanum í Hagkaup í Garðabæ. Ýmislegt bendir til að Flúðasveppir, sem eru langstærsti innlendi framleiðandinn á sveppum og nánast í einokunarstöðu, anni ekki lengur innanlandseftirspurn á tímabilum. Búr hf. fær þau svör að líklegt sé að áfram verði skortur, þ.e. að Flúðasveppir geti ekki framleitt upp í pantanir. Þrátt fyrir þetta eru lagðir tollar á innflutta sveppi, 80 kr. á kílóið, til verndar þessum eina stóra framleiðanda. Búr brást skjótt við vegna sveppaskortsins og pantaði sveppi frá Hollandi með flugi. Á mánudag sendi Búr póst á Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins og formann ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara og fór fram á að nefndin felldi niður tolla á innflutningnum í samræmi við ákvæði Búvörulaga. Engin svör hafa borist.Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Stendur iðulega með innlenda framleiðandanum Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir lögin alveg skýr en félagið hefur aðstoðað Búr við að gæta hagsmuna sinna í málinu „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi nefnd um inn- og útfflutning landbúnaðarvara dregur lappirnar þegar það er skortur á markaðnum. Hún stendur iðulega með innlenda framleiðandanum en síður með innflytjendum og neytendum,“ segir Ólafur. Ráðuneytið hefur ekki svarað erindinu frá Búr, eins og áður segir. „Það koma engin svör í heila viku og það er alveg deginum ljósara að það er skortur af sveppum á markaðnum. En svo er það alveg fráleitt, burtséð frá sveppaskortinum núna, að það sé tollur á þessa afurð til að vernda í rauninni einn vinnustað á Suðurlandi.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag til að fá viðbrögð ráðuneytisins.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira