Vill hækka skatta á auðugasta fólkið Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. janúar 2015 06:00 Barack Obama hyggst nota stefnuræðu sína á morgun til að skora á þingið að hækka skatta á hátekju- og stóreignafólk. Vísir /AP Með því að setja fram áskorun um skattahækkanir á hátekjufólk og auðkýfinga setur Obama repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum þingdeildum, í þá stöðu að þurfa að verja hagsmuni hinna ríku gegn hagsmunum annarra. Fram hefur komið að hann vilji hækka fjármagnstekjuskatt á þá sem hæstu tekjurnar hafa. Enn fremur vill hann afnema undanþágur á erfðaskatti og leggja ný gjöld á stærstu fjármálafyrirtækin. Með þessu fái ríkissjóður tekjur, sem nota megi til að fjármagna skattaafslátt og fleira sem gagnast myndi miðtekjufólki. Embættismenn segja tekjurnar fyrir ríkissjóð geta numið 320 milljörðum dala næsta áratuginn, en það samsvarar rúmlega 42.000 milljörðum króna. Reikna má með því að þessar hugmyndir verði þær sem einna harðast verður deilt um í bandarískum stjórnmálum á þeim tveimur árum sem eftir eru af seinna kjörtímabili Obama. Um leið setur Obama tóninn fyrir forsetakosningarnar árið 2015, þar sem arftaki hans á forsetastól verður valinn. Repúblikanar eru þegar farnir að andmæla harðlega þessum hugmyndum, þótt ræðan sé enn óflutt: „Að slengja meiri skattahækkunum framan í bandarísk smáfyrirtæki, sparifjáreigendur og fjárfesta gerir ekkert annað en að ónýta ávinning þeirrar skattastefnu sem hefur hjálpað til við að styrkja efnahaginn, hvetja til sparnaðar og skapa ný störf,“ hafa fjölmiðlar eftir Orrin G. Hatch, formanni fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Ekki er búist við að Obama tilkynni neina meiriháttar stefnubreytingu í utanríkismálum, þótt almennt sé reiknað með að hann noti tækifærið til þess að fá þingið ofan af því að leggja nýjar refsiaðgerðir á Íran, nú þegar samningaviðræður við írönsk stjórnvöld um kjarnorkumál standa sem hæst. Þá er reiknað með að hann muni verja ákvörðun sína um að taka upp stjórnmálasamband við Kúbu. Stefnuræða forseta Bandaríkjanna er jafnan flutt í janúar og hefur verið einn helsti vettvangur forsetans til að kynna áform sín þjóðinni. Undanfarin ár hefur áhorf á ræðuna þó minnkað jafnt og þétt. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Með því að setja fram áskorun um skattahækkanir á hátekjufólk og auðkýfinga setur Obama repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum þingdeildum, í þá stöðu að þurfa að verja hagsmuni hinna ríku gegn hagsmunum annarra. Fram hefur komið að hann vilji hækka fjármagnstekjuskatt á þá sem hæstu tekjurnar hafa. Enn fremur vill hann afnema undanþágur á erfðaskatti og leggja ný gjöld á stærstu fjármálafyrirtækin. Með þessu fái ríkissjóður tekjur, sem nota megi til að fjármagna skattaafslátt og fleira sem gagnast myndi miðtekjufólki. Embættismenn segja tekjurnar fyrir ríkissjóð geta numið 320 milljörðum dala næsta áratuginn, en það samsvarar rúmlega 42.000 milljörðum króna. Reikna má með því að þessar hugmyndir verði þær sem einna harðast verður deilt um í bandarískum stjórnmálum á þeim tveimur árum sem eftir eru af seinna kjörtímabili Obama. Um leið setur Obama tóninn fyrir forsetakosningarnar árið 2015, þar sem arftaki hans á forsetastól verður valinn. Repúblikanar eru þegar farnir að andmæla harðlega þessum hugmyndum, þótt ræðan sé enn óflutt: „Að slengja meiri skattahækkunum framan í bandarísk smáfyrirtæki, sparifjáreigendur og fjárfesta gerir ekkert annað en að ónýta ávinning þeirrar skattastefnu sem hefur hjálpað til við að styrkja efnahaginn, hvetja til sparnaðar og skapa ný störf,“ hafa fjölmiðlar eftir Orrin G. Hatch, formanni fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Ekki er búist við að Obama tilkynni neina meiriháttar stefnubreytingu í utanríkismálum, þótt almennt sé reiknað með að hann noti tækifærið til þess að fá þingið ofan af því að leggja nýjar refsiaðgerðir á Íran, nú þegar samningaviðræður við írönsk stjórnvöld um kjarnorkumál standa sem hæst. Þá er reiknað með að hann muni verja ákvörðun sína um að taka upp stjórnmálasamband við Kúbu. Stefnuræða forseta Bandaríkjanna er jafnan flutt í janúar og hefur verið einn helsti vettvangur forsetans til að kynna áform sín þjóðinni. Undanfarin ár hefur áhorf á ræðuna þó minnkað jafnt og þétt.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira