Hólmbert tryggði Íslandi jafntefli í Orlando Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 22:57 Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. vísir/daníel Ísland og Kanada skildu jöfn, 1-1, í seinni vináttuleik liðanna sem fram fór í Orlando í Flórída í kvöld, en fyrri leikinn á föstudaginn var vann Ísland, 2-1. Dwayne De Rosario, fjórfaldur MLS-meistari með San Jose og Houston, kom Kanadamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu, 1-0. Haukur Heiðar Hauksson gerðist brotlegur í teignum. De Rosario, sem er án liðs í dag, skoraði einnig mark Kanada í fyrri leiknum, en þessi 36 ára gamli leikmaður er einn af þeim bestu sem Kanada hefur framleitt.Byrjunarliðið í dag.mynd/Facebook-síða KSÍÍslenska liðið jafnaði metin á 65. mínútu. Markið skoraði Hólmbert Aron Friðjónson úr vítaspyrnu sem varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson fiskaði, 1-1. Þetta er fyrsta A-landsliðsmark Hólmberts fyrir Ísland í hans öðrum leik, en fyrsti leikurinn var sá fyrri gegn Kanada á föstudaginn var. Matthías, sem skoraði seinna mark Íslands á föstudaginn, var hársbreidd frá því að skora sigurmarkið undir lok leiksins en hann rétt missti af frábærri fyrirgjöf Elíasar Más Ómarssonar frá hægri. Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Árnason spiluðu báðir sinn fyrsta landsleik í kvöld, en í heildina fengu sex nýliðar sinn fyrsta leik í þessari vikuferð til Orlando.Lið Íslands (4-4-2): Ögmundur Kristinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson, Hörður Árnason - Rúrik Gíslason (Elías Már Ómarsson 45.), Guðmundur Þórarinsson (Björn Daníel Sverrisson 72.), Rúnar Már Sigurjónsson (Guðlaugur Victor Pálsson 45.), Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ólafur Karl Finsen 61.) - Jón Daði Böðvarsson (Matthías Vilhjálmsson 45.), Hólmbert Aron Friðjónsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30 Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Ísland og Kanada skildu jöfn, 1-1, í seinni vináttuleik liðanna sem fram fór í Orlando í Flórída í kvöld, en fyrri leikinn á föstudaginn var vann Ísland, 2-1. Dwayne De Rosario, fjórfaldur MLS-meistari með San Jose og Houston, kom Kanadamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu, 1-0. Haukur Heiðar Hauksson gerðist brotlegur í teignum. De Rosario, sem er án liðs í dag, skoraði einnig mark Kanada í fyrri leiknum, en þessi 36 ára gamli leikmaður er einn af þeim bestu sem Kanada hefur framleitt.Byrjunarliðið í dag.mynd/Facebook-síða KSÍÍslenska liðið jafnaði metin á 65. mínútu. Markið skoraði Hólmbert Aron Friðjónson úr vítaspyrnu sem varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson fiskaði, 1-1. Þetta er fyrsta A-landsliðsmark Hólmberts fyrir Ísland í hans öðrum leik, en fyrsti leikurinn var sá fyrri gegn Kanada á föstudaginn var. Matthías, sem skoraði seinna mark Íslands á föstudaginn, var hársbreidd frá því að skora sigurmarkið undir lok leiksins en hann rétt missti af frábærri fyrirgjöf Elíasar Más Ómarssonar frá hægri. Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Árnason spiluðu báðir sinn fyrsta landsleik í kvöld, en í heildina fengu sex nýliðar sinn fyrsta leik í þessari vikuferð til Orlando.Lið Íslands (4-4-2): Ögmundur Kristinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson, Hörður Árnason - Rúrik Gíslason (Elías Már Ómarsson 45.), Guðmundur Þórarinsson (Björn Daníel Sverrisson 72.), Rúnar Már Sigurjónsson (Guðlaugur Victor Pálsson 45.), Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ólafur Karl Finsen 61.) - Jón Daði Böðvarsson (Matthías Vilhjálmsson 45.), Hólmbert Aron Friðjónsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30 Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30
Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26