Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2015 23:26 Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu á meðan hann var inn á. vísir/andri marinó Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrsta leik ársins í kvöld þegar það lagði Kanada að velli í vináttuleik í Orlando í Flórída, 2-1. Liðin mætast aftur á mánudaginn, en þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða vantar margar af skærustu stjörnum íslenska liðsins í hópinn. Í honum eru t.a.m. sex nýliðar. Einn þeirra, Kristinn Steindórsson, var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og fór frábærlega af stað. Kristinn skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Rúriks Gíslasonar.Kristinn Steindórsson spilar í Bandaríkjunum.vísir/vilhelmKristinn, sem samdi við Columbus Crew undir lok síðasta árs, stýrði flottri sendingu Rúriks, sem var einnig nokkuð sprækur í leiknum, í fjærnetið. Skallinn óverjandi fyrir markvörð Kanada. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik og bætti við marki á 42. mínútu, en það skoraði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi. Há sending kom inn á teiginn sem Sölvi Geir Ottesen skallaði glæsilega fyrir fætur Matthíasar og átti hann ekki í miklum vandræðum með að tvöfalda forystu íslenska liðsins. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður og minnkaði kanadíska liðið muninn á 60. mínútu. Dwayne De Rosario gerði það með skalla úr teignum, en Ingvar Jónsson var þá tiltölulega nýkominn í markið fyrir Hannes Þór Halldórsson. Undir lokin fékk Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Bröndby, tvö dauðafæri til að ganga frá leiknum en brást bogalistin í bæði skipting. Hann kom annars ágætlega inn sem varamaður Fínn sigur hjá Íslandi, en seinni leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson (Ingvar Jónsson 65.) - Theodór Elmar Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Þórarinn Ingi Valdimarsson 45.), Rúnar Már Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson (Björn Daníel Sverrisson 45.) - Matthías Vilhjálmsson (Hólmbert Friðjónsson 45.), Jón Daði Böðvarsson (Ólafur Karl Finsen (71.). Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrsta leik ársins í kvöld þegar það lagði Kanada að velli í vináttuleik í Orlando í Flórída, 2-1. Liðin mætast aftur á mánudaginn, en þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða vantar margar af skærustu stjörnum íslenska liðsins í hópinn. Í honum eru t.a.m. sex nýliðar. Einn þeirra, Kristinn Steindórsson, var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og fór frábærlega af stað. Kristinn skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Rúriks Gíslasonar.Kristinn Steindórsson spilar í Bandaríkjunum.vísir/vilhelmKristinn, sem samdi við Columbus Crew undir lok síðasta árs, stýrði flottri sendingu Rúriks, sem var einnig nokkuð sprækur í leiknum, í fjærnetið. Skallinn óverjandi fyrir markvörð Kanada. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik og bætti við marki á 42. mínútu, en það skoraði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi. Há sending kom inn á teiginn sem Sölvi Geir Ottesen skallaði glæsilega fyrir fætur Matthíasar og átti hann ekki í miklum vandræðum með að tvöfalda forystu íslenska liðsins. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður og minnkaði kanadíska liðið muninn á 60. mínútu. Dwayne De Rosario gerði það með skalla úr teignum, en Ingvar Jónsson var þá tiltölulega nýkominn í markið fyrir Hannes Þór Halldórsson. Undir lokin fékk Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Bröndby, tvö dauðafæri til að ganga frá leiknum en brást bogalistin í bæði skipting. Hann kom annars ágætlega inn sem varamaður Fínn sigur hjá Íslandi, en seinni leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson (Ingvar Jónsson 65.) - Theodór Elmar Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Þórarinn Ingi Valdimarsson 45.), Rúnar Már Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson (Björn Daníel Sverrisson 45.) - Matthías Vilhjálmsson (Hólmbert Friðjónsson 45.), Jón Daði Böðvarsson (Ólafur Karl Finsen (71.).
Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira