Fótbolti

Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Daði er í byrjunarliðinu sjötta landsleikinn í röð.
Jón Daði er í byrjunarliðinu sjötta landsleikinn í röð. vísir/andri marinó
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, gera átta breytingar á byrjunarliði Íslands sem mætir Kanada í vináttulandsleik í Orlando í kvöld.

Ísland vann fyrri leikinn síðastliðinn föstudag, 2-1, þar sem Kristinn Steindórsson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörkin, en hvorugur er í byrjunarliðinu í kvöld.

Rúrik Gíslason, Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Daði Böðvarsson eru þeir einu sem halda sæti sínu á milli leikja.

Byrjunarliðið gegn Kanada: Ögmundur Kristinsson - Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímsson Jónasson (f), Jón Guðni Fjóluson, Hörður Árnason - Rúrik Gíslason, Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson - Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Daði Böðvarsson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.