Segir örfáa ferðamenn hafa farið um ósnortin víðerni landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:14 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. vísir/vilhelm Í færslu á Facebook-síðu sinni kallar Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftir hávaðalausri skynsemi í umræðunni um samspil verndunar og nýtingar á náttúru Íslands. Jón leggur út af fjölda ferðamanna sem komu til landsins á fyrstu sex mánuðum ársins sem voru 517.000 talsins. Þingmaðurinn segir svo örfáa af þessum ferðamönnum hafa farið um „ósnortin víðerni hálendisins“: „Því er haldið fram að vernda verði „ósnortin víðerni hálendisins“ fyrir mögulegum virkjunum sem hafa lítil umhverfisáhrif, vegna áhuga ferðamanna á þessum víðernum. Það fóru reyndar örfáir af þessum 517.000 ferðamönnum um „ósnortin víðernin“. Þangað hefur verið ófært og verður aftur snemma í haust. Eigum við ekki að nálgast þessa umræðu, um samspil verndunar og nýtingar, með hávaðalausri skynsemi.“ Miklar deilur voru á nýafstöðnu þingi vegna rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða en meirihluti atvinnuveganefndar vildi færa fjölda virkjunarkosta úr biðflokki í nýtingarflokk. Að endingu fór það svo að Hvammsvirkjun ein var færð í nýtingarflokk en Jón Gunnarsson var verulega ósáttur við þá niðurstöðu. Fréttablaðið sagði í morgun frá því að fjölmörg dæmi væru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðunar og hræðslu. Hafa skálaverðir Ferðafélags Íslands þurft að aðstoða fjölda fólks þar sem mikið er enn um snjó og krapa víða á hálendinu.517.000 ferðamenn komu til landsins á fyrstu 6 mánuðum ársins. Virkilega ánægjuleg þróun sem kallar þó á að við grípum,...Posted by Jón Gunnarsson on Tuesday, 7 July 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Sextán kostir í nýtingarflokki Uppsett afl virkjanakosta í nýtingarflokki jafngildir 1,5 Kárahnjúkavirkjunum. Enginn skortur á virkjanakostum, segir Landvernd. Ekki ávísun á virkjun að kostur sé í nýtingarflokki, segir formaður atvinnuveganefndar. 7. júlí 2015 07:00 Alþingi afgreiðir mál á færibandi Sextíu og fimm frumvörp og þingsályktunartillögur verða afgreidd áður en Alþingi fer í sumarleyfi á föstudag. Eldhúsdagsumræður eru á þingi í kvöld. 1. júlí 2015 19:18 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu sinni kallar Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftir hávaðalausri skynsemi í umræðunni um samspil verndunar og nýtingar á náttúru Íslands. Jón leggur út af fjölda ferðamanna sem komu til landsins á fyrstu sex mánuðum ársins sem voru 517.000 talsins. Þingmaðurinn segir svo örfáa af þessum ferðamönnum hafa farið um „ósnortin víðerni hálendisins“: „Því er haldið fram að vernda verði „ósnortin víðerni hálendisins“ fyrir mögulegum virkjunum sem hafa lítil umhverfisáhrif, vegna áhuga ferðamanna á þessum víðernum. Það fóru reyndar örfáir af þessum 517.000 ferðamönnum um „ósnortin víðernin“. Þangað hefur verið ófært og verður aftur snemma í haust. Eigum við ekki að nálgast þessa umræðu, um samspil verndunar og nýtingar, með hávaðalausri skynsemi.“ Miklar deilur voru á nýafstöðnu þingi vegna rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða en meirihluti atvinnuveganefndar vildi færa fjölda virkjunarkosta úr biðflokki í nýtingarflokk. Að endingu fór það svo að Hvammsvirkjun ein var færð í nýtingarflokk en Jón Gunnarsson var verulega ósáttur við þá niðurstöðu. Fréttablaðið sagði í morgun frá því að fjölmörg dæmi væru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðunar og hræðslu. Hafa skálaverðir Ferðafélags Íslands þurft að aðstoða fjölda fólks þar sem mikið er enn um snjó og krapa víða á hálendinu.517.000 ferðamenn komu til landsins á fyrstu 6 mánuðum ársins. Virkilega ánægjuleg þróun sem kallar þó á að við grípum,...Posted by Jón Gunnarsson on Tuesday, 7 July 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Sextán kostir í nýtingarflokki Uppsett afl virkjanakosta í nýtingarflokki jafngildir 1,5 Kárahnjúkavirkjunum. Enginn skortur á virkjanakostum, segir Landvernd. Ekki ávísun á virkjun að kostur sé í nýtingarflokki, segir formaður atvinnuveganefndar. 7. júlí 2015 07:00 Alþingi afgreiðir mál á færibandi Sextíu og fimm frumvörp og þingsályktunartillögur verða afgreidd áður en Alþingi fer í sumarleyfi á föstudag. Eldhúsdagsumræður eru á þingi í kvöld. 1. júlí 2015 19:18 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50
Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53
Sextán kostir í nýtingarflokki Uppsett afl virkjanakosta í nýtingarflokki jafngildir 1,5 Kárahnjúkavirkjunum. Enginn skortur á virkjanakostum, segir Landvernd. Ekki ávísun á virkjun að kostur sé í nýtingarflokki, segir formaður atvinnuveganefndar. 7. júlí 2015 07:00
Alþingi afgreiðir mál á færibandi Sextíu og fimm frumvörp og þingsályktunartillögur verða afgreidd áður en Alþingi fer í sumarleyfi á föstudag. Eldhúsdagsumræður eru á þingi í kvöld. 1. júlí 2015 19:18