Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2015 11:53 Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. vísir/vilhelm Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. Formaður atvinnuveganefndar segir að þau afturhaldsöfl sem komið hafi í veg fyrir að allar virkjanirnar í neðrihluta Þjórsár færu í nýtingarflokk muni ekki fá að stöðva frekari uppbyggingu í atvinnulífi. Hvammsvirkjun ein, sem færð var í nýtingarflokk í gær, stendur ekki undir þegar ákveðnum kísilverksmiðjum. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að breytingatillögur meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanir í nýtingarflokki næði fram að ganga. Í gærdag samþykkti Alþingi upprunalega tillögu fyrrverandi umhverfisráðherra um að einungis Hvamsvirkjun í Þjórsá færi í nýtingarflokk. En meirihluti atvinnuveganefndar hafði lagt til að auk hennar færu Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu í nýtingarflokk. Nefndin dró síðan síðast nefndu tvær virkjanirnar til baka en eftir stóðu þrjár virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og sagði við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær að þetta væri bara hálfleikur og komið yrði aftur fram með málið og þá með stæl.Hvers konar stæll verður það? „Það er alveg ljóst að í mjög ómálefnalegri umræðu, með ómálefnalegum rökum, urðum við í meirihlutanum að gefa eftir til að ljúka þingstörfum við þessar erfiðu aðstæður núna. Ég á bara við að það er hálfleikur á okkar kjörtímabili og við munum ekki leggja árar í bát í þessum málaflokki,“ segir Jón. Enda séu allir sérfræðingar innlendir jafnt og erlendir á því að möguleikar Íslands til verðmætasköpunar liggi fyrst og fremst í orkugeiranum. En Hvammsvirkjun sem samþykkt var í gær að fari í nýtingarflokk mun framleiða 82 megavött. Það dugar ekki fyrir tveimur fyrirhuguðum verksmiðjum; kísilmálmverksmiðju Thorsils í Helguvík og sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga sem samanlagt þurfa 125 megavött. „Þessi tvö verkefni sem þú nefnir eru bara hluti af þeim verkefnum sem eru til staðar. Við vitum af miklum áhuga sérstaklega á sviði gagnavera. Og þau gagnaver sem eru nú þegar hér til staðar í Hafnarfirði og suður á Ásbrú í Keflavík hafa áhuga á enn frekari stækkunum,“ segir Jón. Þessi fyrirtæki geti ekki vaxið eðlilega við núverandi aðstæður því engin umframorka sé til á suðvesturhorninu. Það sé óviðunandi staða sem fæli fjárfestingar frá landinu. „Og við munum ekki láta þau afturhaldsöfl sem réðu ferð núna í þinginu á lokadögum þess verða til þess að Ísland verði af þeim tækifærum,“ segir Jón.Það verður þá að bregðast við þannig að hægt sé að framleiða meiri orku mjög fljótlega? „Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Gunnarsson. Hann vill þó ekki svara því á þessari stundu hvort tillaga um fleiri virkjanir komi fram áður en verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar af sér næstu tillögum haustið 2016. Alþingi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. Formaður atvinnuveganefndar segir að þau afturhaldsöfl sem komið hafi í veg fyrir að allar virkjanirnar í neðrihluta Þjórsár færu í nýtingarflokk muni ekki fá að stöðva frekari uppbyggingu í atvinnulífi. Hvammsvirkjun ein, sem færð var í nýtingarflokk í gær, stendur ekki undir þegar ákveðnum kísilverksmiðjum. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að breytingatillögur meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanir í nýtingarflokki næði fram að ganga. Í gærdag samþykkti Alþingi upprunalega tillögu fyrrverandi umhverfisráðherra um að einungis Hvamsvirkjun í Þjórsá færi í nýtingarflokk. En meirihluti atvinnuveganefndar hafði lagt til að auk hennar færu Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu í nýtingarflokk. Nefndin dró síðan síðast nefndu tvær virkjanirnar til baka en eftir stóðu þrjár virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og sagði við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær að þetta væri bara hálfleikur og komið yrði aftur fram með málið og þá með stæl.Hvers konar stæll verður það? „Það er alveg ljóst að í mjög ómálefnalegri umræðu, með ómálefnalegum rökum, urðum við í meirihlutanum að gefa eftir til að ljúka þingstörfum við þessar erfiðu aðstæður núna. Ég á bara við að það er hálfleikur á okkar kjörtímabili og við munum ekki leggja árar í bát í þessum málaflokki,“ segir Jón. Enda séu allir sérfræðingar innlendir jafnt og erlendir á því að möguleikar Íslands til verðmætasköpunar liggi fyrst og fremst í orkugeiranum. En Hvammsvirkjun sem samþykkt var í gær að fari í nýtingarflokk mun framleiða 82 megavött. Það dugar ekki fyrir tveimur fyrirhuguðum verksmiðjum; kísilmálmverksmiðju Thorsils í Helguvík og sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga sem samanlagt þurfa 125 megavött. „Þessi tvö verkefni sem þú nefnir eru bara hluti af þeim verkefnum sem eru til staðar. Við vitum af miklum áhuga sérstaklega á sviði gagnavera. Og þau gagnaver sem eru nú þegar hér til staðar í Hafnarfirði og suður á Ásbrú í Keflavík hafa áhuga á enn frekari stækkunum,“ segir Jón. Þessi fyrirtæki geti ekki vaxið eðlilega við núverandi aðstæður því engin umframorka sé til á suðvesturhorninu. Það sé óviðunandi staða sem fæli fjárfestingar frá landinu. „Og við munum ekki láta þau afturhaldsöfl sem réðu ferð núna í þinginu á lokadögum þess verða til þess að Ísland verði af þeim tækifærum,“ segir Jón.Það verður þá að bregðast við þannig að hægt sé að framleiða meiri orku mjög fljótlega? „Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Gunnarsson. Hann vill þó ekki svara því á þessari stundu hvort tillaga um fleiri virkjanir komi fram áður en verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar af sér næstu tillögum haustið 2016.
Alþingi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira