Alþingi afgreiðir mál á færibandi Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 19:18 Umdeild þingsályktunartillaga um Hvammsvirkjun var samþykkt á Alþingi í dag án þess að breytingartillögur meirihlutans næðu fram að ganga. Þingmenn keppast nú við að afgreiða mál sem samkomulag er um og urðu þrettán frumvörp að lögum í dag og fimm þingsályktanir voru samþykktar. Þing hefur ekki setið eins lengi og frá síðasta hausti allt frá árinu 1985 en síðustu vikurnar hefur verið deilt um nokkur stórmál sem tafið hefur að þing fari í sumarleyfi. Eitt þeirra 65 mála sem samkomulag varð um að klára var að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk en berytingartillögur um aðrar virkjanir voru látnar víkja. „Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta að stjórnarmeirihlutinn hefur dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um Hvammsvirkjun í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði málið snúast hvernig þjóðin umgengist náttúruna. „Í þessu máli viljum við að Þjórsá njóti vafans. Þar vega þyngst þau rök, þau málefnalegu rök sem hafa verið reifuð í þessari umræðu um villta laxinn. Sem er auðvitað auðlind sem ekki verður metin til fjár og við munum þess vegna leggjast gegn þessari tillögu. Tillagan um Hvammsvirkjun eina var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sem boðaði fjórar aðrar virkjanir í breytingartillögu sagði þetta mál sýna tvískinnung stjórnarandstöðunnar til virkjanamála. Málið yrði tekið upp aftur í haust. „Og ég harma það að þetta skuli vera með þessum hætti. Umræðan svo ómálefnaleg eins og raun ber vitni. En eins og ég sagði hér í ræðu minni í gær; fyrri hálfleik var að ljúka, nú er hálfleikur og seinni hálfleikur mun hefjast og hann mun hefjast með stæl,“ sagði Jón Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Umdeild þingsályktunartillaga um Hvammsvirkjun var samþykkt á Alþingi í dag án þess að breytingartillögur meirihlutans næðu fram að ganga. Þingmenn keppast nú við að afgreiða mál sem samkomulag er um og urðu þrettán frumvörp að lögum í dag og fimm þingsályktanir voru samþykktar. Þing hefur ekki setið eins lengi og frá síðasta hausti allt frá árinu 1985 en síðustu vikurnar hefur verið deilt um nokkur stórmál sem tafið hefur að þing fari í sumarleyfi. Eitt þeirra 65 mála sem samkomulag varð um að klára var að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk en berytingartillögur um aðrar virkjanir voru látnar víkja. „Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta að stjórnarmeirihlutinn hefur dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um Hvammsvirkjun í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði málið snúast hvernig þjóðin umgengist náttúruna. „Í þessu máli viljum við að Þjórsá njóti vafans. Þar vega þyngst þau rök, þau málefnalegu rök sem hafa verið reifuð í þessari umræðu um villta laxinn. Sem er auðvitað auðlind sem ekki verður metin til fjár og við munum þess vegna leggjast gegn þessari tillögu. Tillagan um Hvammsvirkjun eina var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sem boðaði fjórar aðrar virkjanir í breytingartillögu sagði þetta mál sýna tvískinnung stjórnarandstöðunnar til virkjanamála. Málið yrði tekið upp aftur í haust. „Og ég harma það að þetta skuli vera með þessum hætti. Umræðan svo ómálefnaleg eins og raun ber vitni. En eins og ég sagði hér í ræðu minni í gær; fyrri hálfleik var að ljúka, nú er hálfleikur og seinni hálfleikur mun hefjast og hann mun hefjast með stæl,“ sagði Jón Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels